Innlent

Svona verður kosningavaka Stöðvar 2

Boði Logason skrifar
Sindri Sindrason, Telma Tómasdóttir, Elísabet Inga Sigurðardóttir og Heimir Már Pétursson standa vaktina á kosningavöku Stöðvar 2 og Vísis annað kvöld.
Sindri Sindrason, Telma Tómasdóttir, Elísabet Inga Sigurðardóttir og Heimir Már Pétursson standa vaktina á kosningavöku Stöðvar 2 og Vísis annað kvöld. Vísir/Grafík

Kosningavaka Stöðvar 2 verður á dagskrá annað kvöld í opinni dagskrá og beinni útsendingu.

Sindri Sindrason byrjar kvöldið þar sem hann fær meðal annars aðstandendur frambjóðenda í spjall í setti. 

Björn Bragi tekur frambjóðendur í Kosningakviss, Birna María Másdóttir tekur púlsinn á kosningaskrifstofunum og Gulli byggir skorar á frambjóðendur í skrúfuáskorun.

Þá hittir Magnús Hlynur fólkið í pottunum á Suðurlandi og Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður fer yfir skemmtileg atvik úr þáttunum Af vængjum fram.

Þórhallur Gunnarsson og Kristín Gunnarsdóttir verða á meðal gesta á kosningavöku Stöðvar 2.Vilhlem

Telma Tómasson tekur við stjórnartaumunum þegar styttist í að kjörstöðum loki og fylgir áhorfendum inn í nóttina með allar nýjustu fréttirnar af gangi kosninganna. Heimir Már Pétursson rýnir í tölurnar og Elísabet Inga Sigurðardóttir fær góða gesti í spjall.

Á meðal gesta sem setjast í sófann hjá Elísabetu eru stelpurnar í hlaðvarpsþættinum Komið gott, þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir. Grínistarnir Jakob Birgisson, Jóhann Alfreð Kristinsson og Vigdís Hafliðadóttir mæta í góðu stuði eins og alltaf.

Stjórnendur hlaðvarpsins Bakherbergið þeir Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson spá og spekúlera. 

Stjórnmálakempurnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorsteinn Pálsson og Páll Magnússon rýna í fyrstu tölur ásamt fjölda annarra góðra gesta.

Þá verða fréttamenn Stöðvar 2 í beinni útsendingu út um allan bæ og taka meðal annars púlsinn á kosningavökum flokkanna.

Kosningavakan hefst á slaginu klukkan 19:50 og verður, eins og áður segir, í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og að sjálfsögðu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×