Innlent

Meiri­hlutinn fallinn í borginni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hildur Björnsdóttir, oddiviti Sjálfstæðisflokksins og Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið á uppleið síðan í sumar en fylgi Samfylkingar helst svipað.
Hildur Björnsdóttir, oddiviti Sjálfstæðisflokksins og Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið á uppleið síðan í sumar en fylgi Samfylkingar helst svipað. Vísir/Vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Reykjavíkurborg en Samfylkingin fylgir á eftir með tuttugu og fimm prósent. Flokkurinn stendur nánast í stað milli kannana en sú síðasta var gerð í ágúst. 

Fylgi Viðreisnar dalar úr rúmum fjórtan prósentum í tólf en Miðflokkurinn í borginni er á uppleið, líkt og á landinu öllu. Þrátt fyrir að vera hvorki með borgarfulltrúa né oddvita eykst fylgi flokksins úr sex prósentum í 8,5 prósent.

Fylgið er á hreyfingu í Reykjavíkurborg.Vísir/Maskína

Fylgi Pírata dalar lítillega og stendur nú í rúmum sex prósentum. Sósíalistar mælast svipaðir og í síðustu könnun, eða með fimm prósent. Þá er Framsókn með 4,4 prósent og Vinstri Græn með 4,2. Fylgi Flokks fólksins dalar áfram og fer niður í tæp þrjú prósent.

Samkvæmt könnuninni mælast flokkarnir í meirihluta borgarstjórnar með samanlagt fjörutíu og fjögurra prósenta fylgi. Það gæti samkvæmt útreikningum fréttastofu skilað þeim níu borgarfulltrúum af tuttugu og þremur. 

Könnunin var gerð á dögunum 20. til 26. nóbember og svarendur voru 1.034 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×