Geir og fjölskylda mæta í Landsdóm - Á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið
Geir H. Haarde og fjölskylda mættu í Þjóðmenningarhúsið rétt fyrir klukkan níu í morgu þar sem aðalmeðferð fer fram í Landsdómsmálinu svokallaða. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis mætti einnig ásamt aðstoðarmönnum sínum. Geir vildi lítið ræða við fjölmiðlamenn. Vísir var með beina útsendingu frá klukkan 8:40 þar sem Þorbjörn Þórðarson fréttamaður ræddi meðal annars við þau Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing og Kristínu Edwald formann Lögfræðingafélags Íslands. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtöl Þorbjörns og Geir mæta í hús. Vísir heldur áfram með beina útsendingu klukkan 10:05.