Erlent

Svo til vinstri......KRASS

Sumir ökumenn sem hafa gervihnatta-leiðsögutæki i í bílum sínum, virðast slökkva á heilanum um leið og þeir kveikja á tækinu. Sum tækin eru þannig að það er rödd sem leiðbeinir bílstjórum um að beygja til vinstri eða hægri og sumir virðast hlýða henni í blindni.

Þannig hafa menn beygt út í ár og stöðuvötn, inn á byggingasvæði, og í einu tilfelli í Þýskalandi keyrði maður á fullri ferð á útikamar, þrjátíu metrum áður en hann kom að gatnamótunum.

Í Bretlandi ók tuttugu og níu ára gömul kona á röngum vegarhelmingi á hraðbraut í grennd við Portsmouth. Hún ók á 120 kílómetra hraða, í stórsvigi, til að komast hjá árekstrum. Þegar lögreglan loks gat stöðvað hana, sagðist hún hafa verið að hlýða leiðsögutækinu sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×