Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eld­borg

Ef íslenska þjóðarsálin væri maður, væri hún líklega gamall sjóari sem syngur tregafull ástarljóð í reykfylltu sjoppukaffi, með bletti á peysu og gleymdar vonir í augunum. Við elskum að finna til og KK hefur veitt þessari hneigð raddbönd og sex strengi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Segja Freddie Mercury eiga laun­dóttur

Freddie Mercury átti dóttur í leyni með eiginkonu náins vinar síns fyrir tæplega fimmtíu árum síðan. Þetta er fullyrt í nýrri ævisögu um breska söngvarann sem nýverið leit dagsins ljós.

Lífið
Fréttamynd

Hjálmar með upp­lyftandi morgunkveðju

Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur.

Lífið
Fréttamynd

Sigur­vegarinn vill banna Ísrael

Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 

Lífið
Fréttamynd

Rúrik fellur í skuggann á kyn­þokka­fullum Jóni

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sýnir aðdáendum sínum nýja og kynþokkafulla hlið þar sem hann situr fyrir í nýjustu auglýsingaherferð tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Á myndunum má sjá hann alvarlegan á svip, ýmist beran að ofan, sem er nokkuð ólíkt þeirri brosmildu týpu sem flestir þekkja.

Lífið
Fréttamynd

Einn heitasti plötu­snúður í heimi á leið til landsins

Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að gera upp for­tíðina

„Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Vill Ísrael og Úkraínu úr Euro­vision

Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf til­nefndu

Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar Ólafsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu. Úrslitin ráðast í október og fær verðlaunahafinn andvirði 5,9 milljóna króna í sinn hlut.

Menning
Fréttamynd

Jónas Sen sakaður um derring og mein­fýsni

Helga Margrét Marzellíusardóttir, formaður félags íslenskra kórstjóra, hefur engan áhuga á því að láta Jónas Sen tónlistargagnrýnanda Vísis, vaða á skítugum skónum yfir kórastarf í landinu. Nú sé komið gott. Jónas segir ekki hafa verið ætlun sína að særa neinn heldur aðeins hrista upp í umræðunni eins og gagnrýni eigi að gera.

Lífið
Fréttamynd

Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985

„Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök.

Tónlist
Fréttamynd

Kærleiksbomba frá GusGus

„Eins og kannski flestir Íslendingar er ég súperfan af GusGus og var ég því ekki lengi að svara kallinu þegar vinur minn Marteinn spurði hvort ég vildi gera lag með þeim,“ segir tónlistarkonan Tatjana Dís sem er hluti af GusGus ofur sumarsmellinum Partýið er þú og ég.

Tónlist
Fréttamynd

Ás­geir og Hildur eiga von á stúlku

Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust.

Lífið
Fréttamynd

Car­mina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úr­skeiðis í Hörpu?

Það er eitthvað skrýtið við íslenska kórmenningu. Kannski er það hve kórtónleikar eru gamaldags - a.m.k. fyrir yngri kynslóðina - kannski endalausi tenóraskorturinn, eða kannski sú staðreynd að hér hefur þróast sérkennilegur menningarheimur þar sem fólk mætir í náttfötum úr Joe Boxer til að syngja með útöndun eins og gamalt gufuskip. Meira um það hér rétt á eftir.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ein óvæntustu úr­slit Euro­vision-sögunnar

Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Austur­ríki sigur­vegari Euro­vision 2025

Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.

Lífið