Elsa Berg, bæjarstjóraefni flokksins, segist nú sækast eftir því að verða bæjarstjóri en þó er óljóst hvort að Þjóðveldi takist að mynda meirihluta.
Á vef KVF segir að alls hafi hin 28 ára Berg hlotið 1.007 atkvæði í kosningunum, rúmlega þriðjungi fleiri atkvæði en Heðin Mortensen, núverandi bæjarstjóri og frambjóðandi Jafnaðarmannaflokksins. Í kosningum til sveitarstjórna í Færeyjum er hægt að kjósa einn frambjóðanda eða einn lista.
Alls eiga fimmtán manns sæti í bæjarstjórn Þórshafnar og tryggði Þjóðveldi sér fjóra fulltrúa, Jafnaðarmannaflokkurinn þrjá, Fólkaflokkurinn og Kommúnulistinn tvo hvor og Sambandsflokkurinn og Borgaralistinn einn hvor.
Alls taka sex nýir sæti í bæjarstjórninni í höfuðstaðnum.