„Við erum Newcastle United“ Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United, segir Alexander Isak þurfa að vinna sér inn réttinn til að æfa með félaginu á nýjan leik. Enski boltinn 4.8.2025 18:00
Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea David Moyes, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, hefur sagt félagið þurfa fjölda nýrra leikmanna eigi það að vera samkeppnishæft á komandi leiktíð. Það styttist nú í að hann fái nýjan miðjumann. Enski boltinn 4.8.2025 16:47
Áhorfendum vísað út af Anfield Viðvörunarbjöllur fóru af einhverjum ástæðum í gang á Anfield, heimavelli Liverpool, fyrir æfingaleiki liðsins gegn Athletic Bilbao. Leikvangurinn var rýmdur en óvíst er hvers vegna. Enski boltinn 4.8.2025 15:59
Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Ruben Amorim, hinn fertugi þjálfari Manchester United, hefur sagt að hann vilji vera hjá félaginu næstu 20 árin. Hann veit jafnframt að liðið þarf að byrja tímabilið vel ef ekki á illa að fara. Enski boltinn 3. ágúst 2025 20:32
Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ James Maddison, miðjumaður Tottenham, var borinn af velli af sjúkraliðum eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í æfingaleik gegn Newcastle fyrr í dag. Thomas Frank, þjálfari Tottenham, segir meiðslin slæm. Enski boltinn 3. ágúst 2025 15:40
Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Heung Min-Son hlaut heiðursskiptingu í sínum síðasta leik fyrir Tottenham, æfingaleik gegn Newcastle sem fór fram í heimalandi hans, Suður-Kóreu. Enski boltinn 3. ágúst 2025 13:12
United tilbúið að tapa miklu á Højlund Manchester United er tilbúið að láta Rasmus Højlund fara fyrir þrjátíu milljónir punda, aðeins tveimur árum eftir að hafa keypt hann á um sjötíu milljónir punda. Enski boltinn 3. ágúst 2025 11:45
Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Michail Antonio mun ekki fá nýjan samning hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verður leyft að æfa og mögulega starfa með unglingaliðinu. Hann er að jafna sig eftir bílslys og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári. Enski boltinn 3. ágúst 2025 10:50
Þessir þurfa að heilla Amorim Manchester United á enn eftir að tapa leik á undirbúningstímabilinu. Að því tilefni fór ESPN yfir hvaða leikmenn þyrftu að heilla þjálfarann Ruben Amorim til að eiga möguleika á að fá mínútur á komandi leiktíð. Enski boltinn 2. ágúst 2025 23:00
Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski framherjinn Callum Wilson hefur komist að samkomulagi við West Ham United og mun leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Enski boltinn 2. ágúst 2025 22:15
Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales. Fótbolti 2. ágúst 2025 20:45
Ramsdale mættur til Newcastle Markvörðurinn Aaron Ramsdale er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United á láni frá Southampton. Enski boltinn 2. ágúst 2025 19:02
Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum og lagði upp eitt marka Álasunds í sigri liðsins í norsku B-deildinni í fótbolta. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle og lagði upp mark liðsins í 1-3 tapi gegn Barnsley. Fótbolti 2. ágúst 2025 16:32
Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Alexander Isak er á leiðinni aftur til Englands á æfingar með Newcastle eftir að hafa æft einsamall með Real Sociedad síðustu daga. Enski boltinn 2. ágúst 2025 13:35
Newcastle býður í Sesko Newcastle hefur lagt fram áttatíu milljóna evra tilboð í Benjamin Sesko, framherja RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2. ágúst 2025 10:15
Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Heung-Min Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun, æfingaleik gegn Newcastle í heimabæ hans Seoul í Suður-Kóreu. Enski boltinn 2. ágúst 2025 10:01
„Erfið og flókin staða“ Eddie Howe, þjálfari Newcastle, segir aðstæðurnar sem uppi eru með Alexander Isak vera erfiðar og flóknar, langt frá því sem hann hefði viljað á undirbúningstímabilinu. Enski boltinn 2. ágúst 2025 09:49
„Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Liðum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta verður ekki fækkað úr 20 niður í 18. Þetta segir framkvæmdastjóri deildarinnar, Richard Masters, en mikil togstreita er milli deildarinnar og FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, vegna fjölda landsleikja. Enski boltinn 2. ágúst 2025 07:01
Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enska knattspyrnufélagið Manhester United virðist virkilega trúa því að það gæti landað Gianluigi Donnarumma, markverði París Saint-Germain og ítalska landsliðsins, í sumar. Það væri þó aldrei að Donnarumma væri púslið sem gæti gert Man United samkeppnishæft? Enski boltinn 1. ágúst 2025 23:15
Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Conor Coady er genginn til liðs við Wrexham í ensku B-deildinni. Miðvörðurinn er fyrrverandi landsliðsmaður Englands og á að baki 198 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Wrexham hefur verið duglegt á markaðinum í sumar og er hvergi nærri hætt. Enski boltinn 1. ágúst 2025 19:47
Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Eftir að Newcastle United neitaði tilboði Englandsmeistara Liverpool í sænska framherjann Alexander Isak eru Englandsmeistararnir tilbúnir að hætta eltingaleiknum. Enski boltinn 1. ágúst 2025 18:01
Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. Viðskipti innlent 1. ágúst 2025 17:47
Newcastle hafnar tilboði Liverpool Newcastle hefur hafnað fyrsta formlega tilboði Liverpool í framherjann Alexander Isak. Frá þessu greina breskir miðlar. Enski boltinn 1. ágúst 2025 11:41
Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Newcastle og Liverpool eru sögð byrjuð í viðræðum um kaup á sænska framherjanum Alexander Isak. Enski boltinn 1. ágúst 2025 10:03