Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi sem eru sögð hafa beinst að fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnungum syni þeirra. Innlent 8.7.2025 11:03
Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Formaður Blaðamannafélags Íslands segir sýknudóm í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar gegn Páli Vilhjálmssyni áfellisdóm yfir dómskerfinu og að dómurinn grafi undan fjölmiðlafrelsi. Brýnt sé að Hæstiréttur taki málið fyrir. Innlent 7.7.2025 19:46
Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Fimm einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað um nótt í mars árið 2022 á bílastæði við verslun Hagkaupa í Garðabæ. Innlent 7.7.2025 16:24
Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent 7.7.2025 14:36
Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Hvorki ákæruvaldið né sakborningur menningarnæturmálsins svokallaða áfrýjuðu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Í héraði var sakborningurinn, sautján ára piltur, dæmdur í átta ára fangelsi, en það er hæsta refsing sem hann gat mögulega fengið. Innlent 2. júlí 2025 15:50
Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar. Innlent 2. júlí 2025 15:46
Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Hælisleitandi sem til stóð að vísa úr landi árið 2022 lét ekki ná í sig fyrr en í júní þessa árs, þegar hann var handtekinn. Þegar til stóð að fylgja honum úr landi fleygði hann sér niður stiga á millilendingarstað, með þeim afleiðingum að honum var fylgt aftur til Íslands. Innlent 2. júlí 2025 11:57
Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið. Innlent 1. júlí 2025 12:30
Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka mál hóps landeigenda á hendur Sveitarfélaginu Vogum og Landsneti vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 fyrir. Málið kemur ekki við í Landsrétti eins og venjan er. Innlent 30. júní 2025 17:01
Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Innlent 30. júní 2025 11:29
Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það. Innlent 30. júní 2025 10:58
Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs Polkowski. Bandalagið mun greiða málskostnaðartrygginguna fyrir Jakub, sem hljóðar upp rúma milljón króna. Innlent 27. júní 2025 21:08
Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. Innlent 27. júní 2025 17:03
Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 27. júní 2025 16:38
Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur. Innlent 26. júní 2025 23:55
Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Innlent 26. júní 2025 15:33
Þyngdi dóm fyrir tilraun til manndráps Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni úr fimm árum í sex fyrir skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld 2023. Ásgeir og annar maður brutust grímuklæddir inn á heimili í Hvaleyrarholti og skaut Ásgeir sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. Innlent 26. júní 2025 15:17
Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Innlent 24. júní 2025 12:09
Gert að greiða fyrrverandi manni sínum bætur vegna dreifingar á nektarmynd Kona sem var dæmd fyrir afla sér og dreifa nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu var í dag gert að greiða honum 486.500 krónur í miskabætur að viðbættum vöxtum. Henni var einnig gert að greiða 669.600 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Innlent 23. júní 2025 16:50
Sextán ár fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri. Þá var hann einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot. Innlent 23. júní 2025 16:31
Lætur reyna á hvort samræði við þrettán ára sé nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti, meðal annars fyrir að nauðga þrettán ára stúlku, hefur áfrýjað dómnum. Hann byggir áfrýjun sína meðal annars á því að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hvort barn undir fimmtán ára aldri geti gefið samþykki fyrir samræði. Innlent 23. júní 2025 11:41
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Innlent 23. júní 2025 11:09
Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Starfsmaður leikskóla hefur verið sýknaður af ákæru fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot gegn barni á leikskólanum. Barnið hlaut sýnilega áverka á öxl eftir að starfsmaðurinn þreif í það en ekki var talið sannað að starfsmaðurinn hefði haft ásetning til að meiða barnið. Innlent 20. júní 2025 14:27
Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. Innlent 20. júní 2025 13:18
Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Nálægt hundrað íslensk hótel og gistiheimili taka þátt í hópmálsókn gegn Booking.com vegna misnotkunar þess á markaðsráðandi stöðu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunar á ekki á von á að Booking refsi fyrirtækjunum fyrir það sækja rétt sinn. Viðskipti innlent 20. júní 2025 12:49
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent