Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þrjár ráðnar til Krafts

Eva Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir og Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir hafa verið ráðnar til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Loka Brút og Kaffi Ó-le

Loka á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti og kaffihúsinu Ó-le í Hafnarstræti. Staðirnir hafa verið reknir saman. Það staðfestir Ragnar Eiríksson kokkur sem átti Brút með þeim Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Standist ekki sögu­skoðun að tengja upp­sagnirnar við veiðigjöldin

Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýir mann­auðs­stjórar hjá Eim­skip

Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, við sem mannauðsstjóri á skrifstofu Eimskips í Rotterdam í Hollandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun of­fitu við

Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur kynntist heilbrigðiskerfinu snemma af eigin raun. Hún heillaðist af læknavísindunum og vildi sjálf hjálpa fólki. Í dag stýrir hún starfsemi Novo Nordisk á Íslandi, fyrirtækis sem hefur verið í fararbroddi í fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og almennings um offitu og sykursýki 2, með heilbrigðara Ísland að markmiði.

Samstarf