Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða. Viðskipti erlent 25.4.2025 07:01
Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ „Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum. Atvinnulíf 24.4.2025 08:02
Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23.4.2025 20:49
Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. Viðskipti innlent 23.4.2025 06:26
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. Viðskipti erlent 22.4.2025 22:53
Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Fjarðabyggð hefur verið dæmd til að kaupa hús á Reyðarfirði á 139 milljónir króna. Fasteignamat hússins er 72,25 milljónir króna, rétt rúmlega helmingur kaupverðsins. Viðskipti innlent 22.4.2025 16:22
Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. Viðskipti erlent 22.4.2025 15:29
Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. Viðskipti erlent 22.4.2025 14:46
Aðalgeir frá Lucinity til Símans Aðalgeir Þorgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fjártækni hjá Símanum. Viðskipti innlent 22.4.2025 12:40
Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Í lok maí 2025 mun Meta hefja þjálfun gervigreindar með því að nýta færslur, myndir og athugasemdir frá notendum Facebook og Instagram í Evrópu. Notendur sem vilja ekki að gögn þeirra verði notuð þurfa að grípa til aðgerða. Viðskipti erlent 22.4.2025 10:45
Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Úff; Þvílíkt yndi sem þetta páskafrí var! Afslöppun, góður matur, frábær samvera, súkkulaði, spil, notalegheit, góð bók, geggjuð páskadagskrá í fjölmiðlum, útivera, garðyrkja, framkvæmdir, ferðalög, sól og svo framvegis. Atvinnulíf 22.4.2025 07:00
Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar ætlar Latibær í samstarfi við Hagkaup, Bónus og Banana að hefja sölu á íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Sala á namminu hefst þann 30. apríl um allt land. Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, segir í skoðun að framleiða einnig sérstaka rétti fyrir börn sem og rétti sem börn geta eldað sjálf. Viðskipti innlent 21.4.2025 07:01
Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Vinsældir Dúbaí-súkkulaðis, sem hefur tröllriðið samfélagsmiðlum, hafa leitt til heimsskorts á pistasíuhnetum sem eru aðallega ræktaðar í Bandaríkjunum og Íran. Viðskipti erlent 19.4.2025 23:33
Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV. Atvinnulíf 19.4.2025 10:00
Hvar er opið um páskana? Páskahelgin er runninn upp sem þýðir breyttir opnunartímar ýmissa verslana um allt land. Hægt er að taka Strætó, sem gengur ýmist eftir laugardags- eða sunnudagsáætlun, í verslanir eða sundlaugar sem eru margar hverjar opnar yfir helgina. Neytendur 17.4.2025 10:20
Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ „Erum við hér að tala við verðandi forseta Íslands eða ráðherra?“ er fyrsta spurningin til þeirra systkina Valtýs Arnar, Elínar Höllu og Ólafs Helga Kjartansbarna. Því öll hafa þau sinnt hlutverki forseta málfundafélagsins Framtíðar í MR. Atvinnulíf 17.4.2025 08:02
Spotify liggur niðri Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa. Neytendur 16.4.2025 13:45
Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Viðskipti innlent 16.4.2025 11:19
Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Stefnt er að kolefnishlutleysi skipaflota heimsins fyrir miðja öldina í samkomulagi sem aðildarríki Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar samþykktu í síðustu viku. Skip sem losa of mikið verða sektuð en þeim sem draga úr losun verður umbunað. Viðskipti erlent 16.4.2025 10:50
Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti með hlutabréf kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF eru hafin á Nasdaq markaðinum í Bandaríkjunum. Það er fyrsti kauphallarsjóðinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum. Viðskipti innlent 16.4.2025 08:32
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. Neytendur 16.4.2025 07:53
Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Viðskipti innlent 15.4.2025 12:03
VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018. Viðskipti innlent 15.4.2025 11:36
KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:52