Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða kunngjörðar við hátíðlega athöfn á Grand hótel klukkan 15. Beina útsendingu frá athöfninni má sjá hér á Vísi. Viðskipti innlent 22.1.2026 14:30
Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Síðasta ár var risastórt hjá Toyota notuðum bílum. Salan fór langt fram úr væntingum en yfir 2.000 notaðir bílar seldust þar á síðasta ári sem staðfestir enn frekar sterka stöðu Toyota á markaðnum. Samstarf 22.1.2026 09:06
Setja stefnuna á seinni hluta árs Forsvarsmenn Niceair 2.0 reikna með að fyrsta áætlunarflug félagsins verði flogið á seinni hluta ársins. Þeir sem þegar áttu bókað flug með félaginu fá það endurgreitt auk inneignarnótu. Viðskipti innlent 20.1.2026 23:43
Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir mikilvægt að fólk skrái kílómetrastöðu ökutækja áður en fresturinn rennur út á morgun. Þá gæti verið sniðugt að fara yfir hvort skráningin sé alveg örugglega rétt. Neytendur 19.1.2026 12:57
Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Landsvirkjun hyggst nýta góða vatnsstöðu til að ráðast í stór viðhalds- og endurbótaverkefni sem erfitt er að komast í við eðlilegar aðstæður í vinnslukerfinu. Viðamest þeirra verkefna er stækkun aðrennslisganga Sultartangastöðvar. Viðskipti innlent 19.1.2026 10:40
Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Hugsanlegt er að strangari reglur um losun gróðurhúsalofttegunda frá alþjóðaflugi í Evrópu geti þýtt að það verði sex þúsund krónum dýrara fyrir meðalheimilið að ferðast til útlanda en áður. Efnahagsleg áhrif losunarkerfis á almenning á Íslandi eru sögð hafa verið óveruleg til þessa. Viðskipti innlent 18.1.2026 07:01
Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Álagning olíufélaganna hefur aldrei verið hærri en núna. Eldsneytisverð lækkaði um tæplega 97 krónur við ármótin þegar kílómetragjaldið tók gildi sem er í samræmi við væntingar Alþýðusambandsins. Eldsneytisverð hefði þó mátt lækka enn frekar að mati ASÍ. Neytendur 17.1.2026 15:48
„Biðröðin er löng“ Ekkert lát virðist vera á tollahótunum frá Bandaríkjaforseta og síðast í gær lét hann það í veðri vaka að beita þau ríki sem leggja ekki lag sitt við tilraunir hans til að leggja undir sig Grænland tollum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist þó bjartsýnn á að hagsmunagæsla samtakanna og stjórnvalda nái árangri. Viðskipti innlent 17.1.2026 11:55
Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. Atvinnulíf 17.1.2026 10:00
Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna, eða FÍA, segja það alfarið á ábyrgð stjórnenda Icelandair að hætta eigi að fljúga til Istanbúl í Tyrklandi. Stjórnendur hafi gert mistök sem nú sé verið að varpa yfir á flugmenn. Ekkert í núverandi kjarasamningi komi í veg fyrir áframhaldandi flug til Istanbúl. Viðskipti innlent 17.1.2026 08:15
Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Opið er fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025, verðlaun samtaka markaðsfólks á Íslandi. Samstarf 16.1.2026 15:01
Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Icelandair hefur ákveðið að hætta flugi til Istanbúl í Tyrklandi frá og með 1. febrúar 2026. Viðskipti innlent 16.1.2026 14:17
Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Þetta gerist á sekúndubroti. En vá hvað það kemur góð tilfinning með þessu. Svona gerist þetta oftast: Atvinnulíf 16.1.2026 07:01
Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Nú er EM 2026 að hefjast og spenningurinn auðvitað mikill. Við hjá Arion banka höfum verið einn helsti bakhjarl karlalandsliðsins í handbolta frá árinu 2004, eða í heil tuttugu og tvö ár. Samstarf 15.1.2026 13:00
Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Veitingastaðnum Grillhúsinu á Sprengisandi í Reykjavík hefur verið lokað. Einungis eitt Grillhús er eftir á höfuðborgarsvæðinu og er það rekið á bensínstöð að Hagasmára við verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi. Viðskipti innlent 15.1.2026 11:25
Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Viðskipti innlent 15.1.2026 10:44
Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á milli klukkan 8:30 og 10 í Silfurbergi, Hörpu. Beina útsendingu frá Skattadeginum má sjá hér að neðan. Viðskipti innlent 15.1.2026 08:00
Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Á sunnudegi sitja þrjár vinkonur á spjallinu. Umræðuefnið er staðan í samfélaginu og lýðheilsumálin. Atvinnulíf 15.1.2026 07:00
„Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. Viðskipti innlent 14.1.2026 16:13
Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Matvælastofnun varar neytendur við nokkrum framleiðslulotum af Gula miðanum Barnavít vegna þess að ráðlagður neysluskammtur er of hár fyrir A-vítamín. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:22
Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:11
Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 14.1.2026 13:44
Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs. Viðskipti innlent 14.1.2026 13:03