Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Netinnviðafyrirtækið Cloudflare hefur kynnt til sögunnar nýtt kerfi sem mun vernda vefsíður frá „gervigreindarsópum“. Höfundarrétthafar munu þannig geta verndað verk sín á netinu, frá því að tæknifyrirtæki „sópi“ efninu upp í ágóðaskyni, án þess að greiða fyrir. Viðskipti erlent 2.7.2025 08:17
Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Nýskráning rafbíla jókst á fyrri helmingi þessa árs eftir mikinn samdrátt vegna niðurfellingar ívilnana í fyrra. Hlutdeild þeirra í nýskráningum er engu að síður ennþá minni en hún var þegar hún var mest árið 2023. Viðskipti innlent 1.7.2025 13:38
Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Forsvarsmenn vefverslunarinnar Heimkaup hafa ákveðið að nú verði einungis hægt að kaupa áfengi þar. Breytingarnar koma í kjölfar samruna fyrirtækisins við Samkaup. Viðskipti innlent 30.6.2025 17:40
Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent 30.6.2025 15:42
Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein. Viðskipti innlent 29.6.2025 23:59
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Stemningin var gífurleg og eftirspurnin eftir því: Ríflega 31 þúsund manns keyptu hlut í Íslandsbanka í maí. Svo mikil var stemningin að dagana eftir útboðið var upplifunin af því að lesa nafnalista kaupenda bankans eins og að lesa djúsí fréttir um „hverjir voru hvar.“ Atvinnulíf 29.6.2025 08:01
Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. Neytendur 28.6.2025 20:38
Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Ölgerðin, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla Lay´s Nacho Cheese snakk og Lay´s Bugles Original, með best fyrir merkingu: BF 22.11.2025. Neytendur 28.6.2025 20:11
Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Hrefna Thoroddsen, framkvæmdastjóri Attentus – mannauður og ráðgjöf, hefur sótt nokkur námskeið í Improv og segist því hafa menntað sig í að segja brandara. Lofar þó engu um gæði. Atvinnulíf 28.6.2025 10:03
„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða ef verðbólga heldur áfram að aukast að mati fjármálaráðherra. Nýjar tölur sem sýna verðhækkanir umfram væntingar séu mikil vonbrigði. Viðskipti innlent 27.6.2025 19:00
Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára. Viðskipti innlent 27.6.2025 17:08
Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Akademias, sem aðstoðar vinnustaði með rafræna fræðslu hefur ráðið Bjarna Ingimar Auðarson sem rekstrarstjóra Avia. Avia er hugbúnaður sem býr yfir þrefaldri virkni: fræðslukerfi, samskiptakerfi og innranet. Viðskipti innlent 27.6.2025 16:57
Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 27.6.2025 16:38
Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Skiptum er lokið á þrotabúum fjögurra félaga fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á árunum 2017, 2018 og 2019. Alls var kröfum upp á 1,22 milljarða króna lýst í búið. Viðskipti innlent 27.6.2025 15:30
Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum Forstjóri og fjármálastjóri dönsku málningarsamsteypunnar Flügger hafa verið ákærðir fyrir aðild að brotum á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Gerð var húsleit á heimilum þeirra sem og á skrifstofum samsteypunnar. Viðskipti erlent 27.6.2025 13:43
Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Viðskipti innlent 27.6.2025 11:53
Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,90 prósent frá maí 2025. Viðskipti innlent 27.6.2025 10:13
Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Atvinnulíf 27.6.2025 07:00
Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Húsnæði á Íslandi er almennt verulega vantryggt fyrir bruna og allt of margir láta hjá líða að uppfæra brunabótamat á eignum sínum. Dæmi eru um að fólk sitji eftir með sárt ennið og fái litlar sem engar bætur eftir eldsvoða. Viðskipti innlent 26.6.2025 23:34
Flügger rannsakað fyrir brot á viðskiptaþvingunum Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár. Viðskipti erlent 26.6.2025 17:17
Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. en Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár frá stofnun félagsins 1983. Viðskipti innlent 26.6.2025 11:07
„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi. Viðskipti erlent 26.6.2025 10:44
Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík. Neytendur 26.6.2025 09:33
Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna. Viðskipti innlent 26.6.2025 08:54
Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. Neytendur 26.6.2025 08:46