Barn fórst í Hvítá í gær Banaslys varð í Hvítá í Hrunamannahreppi í gær þegar dráttarvél rann fram af háum bakka og hafnaði ofan í ánni. Ökumaðurinn var tíu ára gamall drengur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 29.5.2025 15:32
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. Erlent 29.5.2025 15:17
Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. Erlent 29.5.2025 15:00
Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Innlent 29.5.2025 14:01
Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Innlent 29.5.2025 13:55
Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Enn stendur yfir vinna á vettvangi við að ná upp dráttarvélinni sem hafnaði í Hvítá í gærkvöldi. Um alvarlegt slys var að ræða en einn var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu vegna slyssins. Innlent 29.5.2025 12:09
Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Fiskistofu verður ekki gert að stöðva strandveiðar þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð á fsikveiðiárinu, nái nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra fram að ganga. Þingmaður Miðflokksins segir málkið með ólíkindum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Stöðvar 2. Innlent 29.5.2025 11:47
Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í síðustu viku var framlengt um fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 29.5.2025 11:35
Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlar að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. Innlent 29.5.2025 11:22
Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Ríkisstjórn Ísrael hefur veitt leyfi fyrir tuttugu og tveimur nýjum landtökubyggðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Þar á meðal verða landtökubyggðir, sem þegar hafa verið byggðar upp án leyfis, viðurkenndar af yfirvöldum. Erlent 29.5.2025 09:57
Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum á veitingastað og hosteli í Vestmannaeyjum. Innlent 29.5.2025 09:32
Skin og skúrir í dag Í dag, uppstigningardag, er spáð svipuðu veðri og var í gær. Fremur hægri breytilegri átt með skúrum nokkuð víða, sérstaklega síðdegis en þá geta orðið nokkuð öflugar dembur sums staðar inn til landsins. Veður 29.5.2025 07:50
Fjórtán ára á rúntinum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjórtán ára barn sem ók um í Reykjavík í nótt, eðli málsins samkvæmt án ökuréttinda. Innlent 29.5.2025 07:33
Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Baltasar var greindur með glútenóþol þegar hann var í leikskóla. Hann fékk ávallt mat við hæfi í leikskóla en allt frá því að hann hóf sína grunnskólagöngu 2021 hefur það verið erfið vegferð fyrir hann og fjölskylduna að fá mat í skólanum sem hentar honum. Þegar Baltasar fær mat sem inniheldur glúten verður hann veikur. Innlent 29.5.2025 07:30
Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að Mohammad Sinwar, leiðtogi Hamas, var drepinn í árás Ísraelshers á spítala í maímánuði. Hamas hefur ekki staðfest andlátið. Erlent 28.5.2025 23:43
Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Innlent 28.5.2025 23:03
Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Franskur skurðlæknir hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa kynferðislega misnotað 299 einstaklinga, flest börn, á árunum 1989 til 2014. Hann játaði sök í málinu. Erlent 28.5.2025 21:36
Átta nemendur með ágætiseinkunn 139 nemendur útskrifuðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af átta námsbrautum. Átta nemendur hlutu ágætiseinkunn en Yi Ou Li hlaut titilinn dúx. Innlent 28.5.2025 20:53
Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði. Innlent 28.5.2025 20:30
Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. Innlent 28.5.2025 20:27
Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur sagt af sér sem sveitarstjóri Reykhólahrepps og lætur af störfum í júní. Ólafur Þór Ólafsson hefur verið ráðinn í hennar stað. Innlent 28.5.2025 20:05
Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. Innlent 28.5.2025 20:02
Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 28.5.2025 19:39
Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um fólk að tjalda á túni í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist aðili hafa sofið í svefnpoka í hengirúmi. Hann vissi ekki að þar mætti ekki tjalda og hafði að auki hengt upp föt sín til þerris á svæðinu. Innlent 28.5.2025 18:42
Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggj.a Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fer yfir málið í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.5.2025 18:30
Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Fjöldi viðbragðsaðila var við Hvítá í Hrunamannahreppi eftir að tilkynning barst um að dráttarvél hefði hafnað í ánni. Einn einstaklingur var í ökutækinu og hefur hann verið fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Innlent 28.5.2025 18:28