Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér ekkert athugavert við það að hann sitji nú beggja megin borðsins, sé oddviti og nú nýkjörin formaður Veiðifélags Þjórsár. Prestur sveitarinnar, sem á sæti í sveitarstjórn hefur farið fram á að oddvitinn segi nú þegar af sér, sem formaður veiðifélagsins Innlent 6.4.2025 20:04
Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Það dró til óvæntra tíðinda í umræðuþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag þegar Hallgrímur Helgason sakaði Sólveigu Önnu um að tala eins og Trump, þegar hún sagði alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ Hallgrímur sagðist ekki trúa eigin eyrum þegar hann heyrði skoðanir Sólveigar en baðst að lokum afsökunar á því að hafa sakað hana um Trumpisma. Innlent 6.4.2025 19:26
Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum. Önnur er á barnsaldri. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu, oftast sé um að ræða fórnarlömb mansals í málum sem þessum. Innlent 6.4.2025 19:20
Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn. Innlent 6.4.2025 13:52
Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af nitazene, sem í fyrstu var talið að væri oxycontin. Önnur er á átjánda aldursári og hin á nítjánda aldursári. Innlent 6.4.2025 13:35
Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Tæpar 140 milljónir söfnuðust fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþætti Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segist í skýjunum yfir stuðningnum og stefnir á að flytja í nýtt athvarf sumarið 2026. Innlent 6.4.2025 12:10
Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns. Innlent 6.4.2025 12:01
Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. Innlent 6.4.2025 11:59
Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld. Erlent 6.4.2025 11:48
Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Vísbendingar eru um að rafrettureykingar hafi langvarandi heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir rafretturnar heldur ekki hjálpa fólki að hætta að reykja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 6.4.2025 11:46
Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið. Innlent 6.4.2025 10:53
Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Erlent 6.4.2025 10:16
Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 6.4.2025 09:42
Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. Erlent 6.4.2025 08:40
Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Mikið álag var síðasta sólarhringinn á sjúkrabílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá þeim á Facebook kemur fram að næturvaktin hafi farið í 53 sjúkraflutninga og dagvaktin í 34. „Þetta er svolítið sérstakt,“ segir í tilkynningunni á Facebook. Innlent 6.4.2025 07:52
Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. Innlent 6.4.2025 07:39
Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Í dag má búast við sunnan og suðaustan fimm til 13 metrum á sekúndu. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til 14 stig, en að 18 stigum á morgun, hlýjast verður fyrir norðan. Veður 6.4.2025 07:30
Beitti barefli í líkamsárás Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog. Innlent 6.4.2025 07:22
Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. Erlent 5.4.2025 22:20
Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Innlent 5.4.2025 21:31
Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því. Innlent 5.4.2025 21:31
Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Tveir skiptu með sér sjöföldum fyrsta lottóvinningi vikunnar og fá þeir hvor um sig rúmlega 79,2 milljónir króna. Rúmlega 20 þúsund hlutu vinning í Lottóútdrætti vikunnar. Innlent 5.4.2025 20:53
Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. Innlent 5.4.2025 20:40
32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku. Innlent 5.4.2025 20:04