Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. Viðskipti innlent 22.5.2025 15:57
Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021. Viðskipti innlent 22.5.2025 14:55
Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Brynja Þrastardóttir hefur verið ráðin í starf yfirmanns markaðseftirlits Nasdaq Iceland en hún tekur við starfinu af Baldvini Inga Sigurðssyni sem hefur horfið til annarra starfa. Viðskipti innlent 22.5.2025 10:36
Af og frá að slakað sé á aðhaldi Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum. Viðskipti innlent 21.5.2025 19:00
Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Ólafur Thors hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bónus. Viðskipti innlent 21.5.2025 13:59
Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Alþjóðlega tæknifyrirtækið HERE Technologies ætlar í sumar að kortleggja stærstan hluta íslenska vegakerfisins úr fólksbílum á vegum fyrirtækisins. Tilgangurinn er meðal annars sá að styðja við akstur sjálfkeyrandi ökutækja. Viðskipti innlent 21.5.2025 13:07
Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun lækkun stýrivaxta um 25 punkta og verða þeir 7,5 prósent. Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en erfitt sé að spá fyrir um hvort hægt verði að halda áfram lækkun stýrivaxta, sumarið verði að segja til um það. Viðskipti innlent 21.5.2025 12:02
„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. Viðskipti innlent 21.5.2025 11:55
Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila. Viðskipti innlent 21.5.2025 09:07
Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um lækkun stýrivaxta verður rökstudd. Sjá má fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Viðskipti innlent 21.5.2025 09:01
Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Reitir fasteignafélag og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað rammasamning um samstarf til þriggja ára. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þau fá tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni úr starfsemi Reita. Viðskipti innlent 21.5.2025 08:33
Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 7,75 prósent í 7,5 prósent. Viðskipti innlent 21.5.2025 08:30
Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sendir í dag frá sér sína reglulegu yfirlýsingu, meðal annars um hvernig vextir verði hér á landi á næstunni. Yfirlýsingin verður send út klukkan hálfníu og í framhaldinu fer fram kynning á stöðu mála í seðlabankanum auk þess sem ritið Peningamál kemur út. Viðskipti innlent 21.5.2025 07:03
Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins, sem úrskurðaði á dögunum að lóðaúthlutun bæjarins hefði verið ólögmæt. Væntar tekjur af úthlutuninni voru 2,7 milljarðar króna. Fulltrúi minnihlutans segir fjárhag bæjarins í verulegu uppnámi vegna málsins. Viðskipti innlent 21.5.2025 06:33
Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar nam 12 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári. Viðskipti innlent 20.5.2025 14:30
Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Guðbjartur Flosason framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf var látinn fara í lok mars en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá blautu barnsbeini. Viðskipti innlent 20.5.2025 14:19
Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Niðurstöður álagningar einstaklinga 2025, vegna tekna 2024, verða birtar á þjónustuvef Skattsins á fimmtudag 22. maí. Inneignir verða greiddar út á föstudegi 30. maí og launagreiðendur fá upplýsingar um skuldir til að draga af launum. Viðskipti innlent 20.5.2025 06:57
Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Eigendur fataverslunarinnar Gyllta kattarins, sem rekin hefur verið við Austurstræti í tvo áratugi, hafa gefist upp á því að reka verslun í miðborginni. „Dagur eyðilagði þetta, það er bara þannig,“ segir annar þeirra. Viðskipti innlent 19.5.2025 20:32
Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Viðskipti innlent 19.5.2025 20:25
Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Forsvarsmenn Rapyd á Íslandi segja fyrirtækið íslenskt og að starfsemi þess byggi á áratugalangri sögu Valitor og Korta, sem hafi verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Þeir sýni því skilning að fólk hafi skoðun á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs en umfjöllun þurfi að byggja á staðreyndum. Viðskipti innlent 19.5.2025 13:21
Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins er bjartsýnn á horfur í íslensku atvinnulíf en segir stjórnvöld þurfi að vinna með atvinnulífinu. Það sé gríðarlega mikilvægt að samtalið sé virkt og opið þar á milli. Jón Ólafur ræddi efnahags- og tollamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 19.5.2025 09:04
Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti með hluti í Alvotech hefjast í dag á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bréf í félaginu verða þar með skráð samhliða á þremur aðalmörkuðum - Nasdaq í Bandaríkjunum, Nasdaq á Íslandi og Nasdaq í Stokkhólmi. Viðskipti innlent 19.5.2025 07:33
Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í. Viðskipti innlent 18.5.2025 16:32
Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Landsréttur staðfesti á dögunum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fyrirtæki hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra sinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafði farið fram á að fyrirtækið myndi greiða honum þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem samsvaraði 3,5 milljónum króna auk vaxta. Landsréttur féllst ekki á það. Viðskipti innlent 18.5.2025 14:05