Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Skattar, gjöld og tekjur ríkisins af íslenskum bönkum námu rúmum sautján hundruð milljörðum á síðustu fimmtán árum. Það samsvarar kostnaði við um átta nýja Landspítala. Formaður samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu telur tilefni til að létta á álögum ríkisins, sem að miklu leyti lendi á almenningi. Viðskipti innlent 12.4.2025 20:30
Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sigurður Gísli Björnsson hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljarða króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot í tengslum við rekstur fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Um er að ræða eitt umfangsmesta skattamál Íslandssögunnar. Viðskipti innlent 11.4.2025 16:52
Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Hlal Jarah, stofnandi Mandi, er búinn að eignast veitingastaðinn á ný. Staðurinn við Ingólfstorg í Reykjavík opnaði aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaður síðustu daga. Viðskipti innlent 11.4.2025 14:17
Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent 11.4.2025 11:13
Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Landsréttur hefur sýknað Steinþór Gunnarsson í Ímon-málinu svokallaða, tíu árum eftir að hann var dæmdur í sama máli í Hæstarétti. Hann hlaut þá níu mánaða dóm. Viðskipti innlent 10.4.2025 15:02
Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar „Hreyfum samfélagið til framtíðar“ er yfirskrift vorfundar RARIK sem hefst á Selfossi klukkan 15 í dag. Þar verða orkumál, verðmætasköpun og framþróun samfélaga til umræða en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi. Viðskipti innlent 10.4.2025 14:31
Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun. Viðskipti innlent 10.4.2025 14:09
Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira „Allt hefur sinn tíma og öll vitum við að á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira.” Viðskipti innlent 10.4.2025 13:15
Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Viðskipti innlent 10.4.2025 12:50
Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Miðlunarlón Landsvirkjunar standa öll mun betur en á horfðist eftir erfiða byrjun yfirstandandi vatnsárs og hefur nú ræst vel úr að undanförnu. Viðskipti innlent 10.4.2025 12:21
Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Fimm norræn fyrirtæki eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Norðurlandanna sem afhent verða í fyrsta skipti á á ráðstefnu dönsku hugverkastofunnar í Kaupmannahöfn klukkan 12 í dag. Hugverkastofan hefur tilnefnt Carbfix til verðlaunanna fyrir Íslands hönd. Viðskipti innlent 10.4.2025 11:31
Penninn leggst í miklar breytingar Kaffihúsi Pennans/Eymundsson á Skólavörðustíg hefur verið lokað, stokkað verður upp í fyrirkomulaginu í Austurstræti og 350 fermetra verslun opnuð á Selfossi með innanstokksmunum úr verslun á Laugavegi, sem verður lokað. Forstjóri Pennans segir fyrirtækið í sóknarhug. Viðskipti innlent 10.4.2025 10:59
Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar gekk vel og var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Minnkandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og nokkru hærri tekjur, höfðu jákvæð áhrif. Niðurstaðan er jákvæð um rúma tvo milljarða króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir afgangi upp á tæplega hálfan milljarð. Viðskipti innlent 10.4.2025 10:56
Kauphöllin réttir við sér Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er farinn að rétta úr kútnum eftir talsverðar lækkanir að undanförnu. Virði bréfa í öllum skráðum félögum hækkaði við opnun markaða í morgun og hefur Alvotech hækkað mest eða um 14,50%. Viðskipti innlent 10.4.2025 10:19
Spá aukinni verðbólgu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77 prósent á milli mánaða í apríl og að verðbólga aukist úr 3,8 prósentum í 4,0 prósent. Aukningin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár. Viðskipti innlent 10.4.2025 10:12
Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. Viðskipti innlent 10.4.2025 07:01
Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segist hafa verið skammaður fyrir að vilja halda góðu sambandi við Bandaríkin. Það sé þó mikilvægt að gera það. Best sé fyrir Íslendinga að bíða og sjá hvernig tollastríðið þróist. Baldur segir mögulegar afleiðingar tollastríðsins að spenna minnki á milli Evrópu og Kína. Viðskipti innlent 10.4.2025 00:05
Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Barnabónus er nýtt verkefni sem Bónus hefur hleypt af stokkunum til að styðja við bakið á barnafjölskyldum og létta þeim lífið í þessum nýja kafla lífsins. Viðskipti innlent 9.4.2025 18:42
Árni Oddur tekur við formennsku Á hluthafafundi Eyris Invest hf. í gær var ný stjórn félagsins kjörin. Stjórnina skipa Atli Björn Þorbjörnsson, Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon. Stjórnin hefur komið saman og skipt með sér verkum og Árni Oddur fer nú með stjórnarformennsku. Viðskipti innlent 9.4.2025 16:09
Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins mun ganga að tilboði ríkisins um uppgjör HFF-bréfa, sem mun greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Viðskipti innlent 9.4.2025 15:53
Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur Breyttur heimur er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er í tilefni af ársfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Fundurinn stendur milli 14 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. Viðskipti innlent 9.4.2025 13:31
ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. Viðskipti innlent 9.4.2025 12:41
Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur í dag sent Íslandi formlegt áminningarbréf þar sem farið er fram á að stjórnvöld leiðrétti ranga tollflokkun á osti með viðbættri jurtaolíu, þar sem hún hamlar frjálsu flæði vara. Viðskipti innlent 9.4.2025 12:33
Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að verðbólga muni halda áfram að hjaðna til ársins 2027. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og telur bakinn að það fari nú hægt af stað á ný. Viðskipti innlent 9.4.2025 11:24
Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. Viðskipti innlent 9.4.2025 10:20