Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Landsvirkjun hefur ráðið Dr. Bjarna Pálsson í starf framkvæmdastjóra Vinds og jarðvarma. Bjarni var áður forstöðumaður Þróunar jarðvarma hjá Landsvirkjun. Viðskipti innlent 21.11.2024 16:13
Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig. Viðskipti innlent 21.11.2024 11:50
Opna verslanir í Kringlunni á ný Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. Viðskipti innlent 21.11.2024 10:15
Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Formaður Sjálfstæðisflokksins er í skýjunum með vaxtaákvörðun morgunsins og segir að nú sé þjóðin að uppskera eftir aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. Formaður Samfylkingarinnar talar aftur á móti um skort á festu í ríkisfjármálum sem hafi bitnað á millistéttinni, vextir séu ennþá allt of háir. Viðskipti innlent 20.11.2024 14:28
Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 20.11.2024 13:00
Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. Viðskipti innlent 20.11.2024 12:03
Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Sóltúni heilbrigðisþjónustu og Einar Örn Ævarsson sem framkvæmdastjóri Sólstaða ehf. Viðskipti innlent 20.11.2024 12:02
Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur farið fram á það að hagnaðardrifinn hluti Sorpu verði færður í hlutafélag. Þannig muni ólögmæt ríkisaðstoð í formi undanþágu tekjuskattskyldu falla niður. Viðskipti innlent 20.11.2024 11:51
Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%. Viðskipti innlent 20.11.2024 09:02
Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Íslandsbanki ætlar að lækka óverðtryggða vexti á útlánum sínum um allt að 0,5 prósentustig í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti sína. Tilkynning Íslandsbanka var send út innan við stundarfjórðungi eftir að ákvörðun Seðlabankans var kynnt. Viðskipti innlent 20.11.2024 08:53
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru vextirnir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem stýrivextir lækkuðu. Viðskipti innlent 20.11.2024 08:31
Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. Viðskipti innlent 19.11.2024 23:48
Samtökin '78 selja slotið Samtökin '78 hafa sett bækistöðvar sínar að Suðurgötu 3 á sölu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Viðskipti innlent 19.11.2024 15:58
Allir spá lægri vöxtum Hagfræðingur hjá Arion greiningu telur líklegast að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um núll komma fimm prósent á morgun, þegar vaxtaákvörðun verður kynnt. Verðbólga sé farin að hjaðna og verðbólguhorfur fari batnandi. Viðskipti innlent 19.11.2024 12:49
Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Viðskipti innlent 19.11.2024 11:50
Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Úrval á bókum í verslunum Samkaupa (Nettó, Kjörbúðum og völdum Krambúðum utan höfuðborgarsvæðisins) verður meira en nokkru sinni fyrr í aðdraganda jóla. Viðskipti innlent 19.11.2024 10:42
Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Stólpi Gámar hefur ráðið Rúnar Höskuldsson sem nýjan framkvæmdastjóra sölusviðs fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.11.2024 10:05
Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Starfshópur um stöðu og tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar hér á landi mun halda kynningu á niðurstöðum sínum í dag klukkan 10:40. Viðskipti innlent 19.11.2024 10:01
Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Samorka stendur fyrir kosningafundi í Kaldalóni í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Grænt Ísland til framtíðar: Hver er leiðin áfram? Fundurinn hefst klukkan 9 og verður í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 19.11.2024 08:32
Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Fimmtíu manns hefur verið sagt upp hjá Controlant og hefur Trausti Þórmundsson verið ráðinn forstjóri félagsins. Félagið verður því með tvo forstjóri en Trausti mun stýra félaginu ásamt Gísla Herjólfssyni, forstjóra og meðstofnanda. Viðskipti innlent 18.11.2024 13:34
Uppsagnir hjá Controlant Tugum starfsmanna hefur verið sagt upp hjá Controlant í morgun. Viðskipti innlent 18.11.2024 12:36
Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Guðmundur Reynaldsson verið ráðinn til Carbfix þar sem hann mun bera ábyrgð á hugverkum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 18.11.2024 10:56
Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Íslenskur stjórnandi verklegra orkuframkvæmda á Grænlandi vonast til að Íslendingar hafi áhuga á taka þátt í þeim miklu virkjunarframkvæmdum sem framundan eru í landinu. Íslensk verktakafyrirtæki hafa til þessa reist fjórar af fimm vatnsaflsvirkjunum Grænlendinga. Viðskipti innlent 17.11.2024 23:00
Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Miðeind, fyrirtæki sem starfar á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku, kynnti í dag nýja rafræna samheitaorðabók sem er öllum opin og aðgengileg á vefnum Samheiti.is. Viðskipti innlent 15.11.2024 13:03