Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selvén aftur í Vestra

Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla í fótbolta. Jóhannes Selvén er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar á­fram eftir fram­lengingu

Víkingur frá Reykjavík eru komnir áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á albanska liðinu Vllazia á Víkingsvelli í kvöld í framlengdum leik. Víkingsliðið tapaði fyrri leik liðanna í Shkoder í Albaníu fyrir viku síðan með tveimur mörkum gegn einu. Þeir unnu því einvígið samanlagt 5-4 og mæta Bröndby frá Danmörku í næstu umferð keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku, fimmtudaginn 7. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK

Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson er á leið til KR í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með hafa KR-ingar leyst markmannsvandræði sín en Sigurpáll Sören Ingólfsson, varamarkvörður liðsins, ökklabrotnaði á dögunum.

Íslenski boltinn