Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Valur sá aldrei til sólar þegar Breiðablik mætti á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna. Um var að ræða leik bikar- og Íslandsmeistaranna frá síðustu leiktíð. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 4.8.2025 17:17
Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Breiðablik og KA gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik skoraði úr vítaspyrnu eftir umdeildan dóm, Viktor Örn Margeirsson hélt svo að hann hefði sett sigurmarkið en það var dæmt af og Blikar brjáluðust. Mörkin, löglegu og ólöglegu, má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 4.8.2025 13:10
Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö mörk fyrir FH en Víkingur svaraði jafnóðum og 2-2 jafntefli varð niðurstaðan í Kaplakrika í gær. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 4.8.2025 12:20
Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! FH og Víkingur skildu jöfn 2-2 á Kaplakrikavelli í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Víkingar svöruðu þar mörkum FH-inga sem komust tvisvar yfir í leiknum. Bæði fara að líkindum ósátt heim. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 18:55
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Það var dramatík þegar Breiðablik og KA skildu jöfn í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Blika skoruðu í lokin en markið var dæmt af og þess vegna skildu leikar 1-1. Íslenski boltinn 3. ágúst 2025 15:46
„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR í Bestu deild karla í fótbolta, talaði ekki undir rós eftir tap sinna manna í Vestmannaeyjum. Sigurmark ÍBV kom í blálokin en það hafði legið lengi í loftinu. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 17:32
„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 16:49
„Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 16:13
Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum ÍBV tók á móti KR og fagnaði dramatískum 2-1 sigri í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Jafnt var alveg fram að lokamínútu venjulegs leiktíma en fyrirliði ÍBV sá til þess að þeir geti fagnað grimmt í Herjólfsdalnum í kvöld. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 13:15
„Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Vonskuveðrið í Vestmannaeyjum er að mestu gengið yfir en mun þó hafa einhver áhrif á Þjóðhátíðarleik ÍBV og KR í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 12:21
ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Eiður Jack Erlingsson hefur fengið félagaskipti til ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Hann kemur frá Þrótti Reykjavík. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 20:31
Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Jóhannes Kristinn Bjarnason gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir danska liðið Kolding á eftir. Hann segir erfitt að kveðja uppeldisfélagið KR og gat ekki hugsað sér að semja við Val. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 15:01
Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Hegðun stuðningsmanns litáíska liðsins Kauno Zalgiris undir lok leiks liðsins við Val á Hlíðarenda í gærkvöld vakti litla kátínu meðal stuðningsmanna Vals. Hann fékk að launum plastglas í höfuðið. Fótbolti 1. ágúst 2025 11:00
Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Kristján Guðmundsson er hættur sem aðalþjálfari kvennaliðs Vals í Bestu deildinni en meðþjálfari hans, Matthías Guðmundsson, verður áfram. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 10:17
Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var á skotskónum í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í gær. Það er ef þú skoðar leikskýrsluna. Ef þú horfðir á leikinn þá passar það ekki alveg enda hún ekki einu sinni inn á vellinum þegar annað markanna var skorað. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 09:02
Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Orri Hrafn Kjartansson er genginn í raðir KR frá Val. Hann er kominn með leikheimild og getur því leikið með KR gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á morgun. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 08:55
Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Alfreð Finnbogason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, hefur óvænt fengið félagaskipti yfir í Augnablik sem trónir á toppi 3. deildar um þessar mundir. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 23:32
Selvén aftur í Vestra Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla í fótbolta. Jóhannes Selvén er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 23:00
„Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ „Frábær. Ótrúlega ánægð að við séum að fara á Laugardalsvöll,“ sagði einn markaskorara Breiðabliks, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, eftir dramatískan sigur liðsins á ÍBV í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 20:15
Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Víkingur frá Reykjavík eru komnir áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á albanska liðinu Vllazia á Víkingsvelli í kvöld í framlengdum leik. Víkingsliðið tapaði fyrri leik liðanna í Shkoder í Albaníu fyrir viku síðan með tveimur mörkum gegn einu. Þeir unnu því einvígið samanlagt 5-4 og mæta Bröndby frá Danmörku í næstu umferð keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku, fimmtudaginn 7. ágúst. Fótbolti 31. júlí 2025 18:02
Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Valsmenn eru úr leik í Evrópu eftir 1-2 tap gegn Kauno Zalgiris frá Litáen í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Zalgiris vinnur einvígið því 3-2 og er komið áfram í næstu umferð. Fótbolti 31. júlí 2025 17:46
KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson er á leið til KR í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með hafa KR-ingar leyst markmannsvandræði sín en Sigurpáll Sören Ingólfsson, varamarkvörður liðsins, ökklabrotnaði á dögunum. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 17:32
Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Breiðablik er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins árið 2025 og mun þar mæta FH. Varð það ljóst í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV, 3-2. Sigur heimakvenna í Breiðablik var langt frá því að vera öruggur, en Blikakonur þó komnar í úrslitaleikinn fimmta árið í röð. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 17:15
Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik KA er dottið úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 3-2 tap gegn Silkeborg frá Danmörku í framlengdum leik á Greifavellinum á Akureyri í fjörugum leik. Fótbolti 31. júlí 2025 17:02