Arion lækkar vexti Arion Banki hefur tilkynnt um breytingar á inn- og útlánsvöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn. Breytingarnar taka gildi fimmtudaginn 27. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 21.3.2025 18:14
Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Reitir fasteignafélag hefur fest kaup á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Heildarvirði eru 1.990 milljónir króna, og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handfæru fé og lánsfé. Viðskipti innlent 21.3.2025 17:50
Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Viðskipti innlent 21.3.2025 17:03
Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn. Innlent 20. mars 2025 11:37
Alvotech kaupir þróunarstarfsemi Xbrane og stefnir að skráningu í Svíþjóð Alvotech hefur haslað sér völl innan sænska líftæknigeirans, sem er einn sá stærsti á heimsvísu, með kaupum á allri þróunarstarfsemi Xbrane Biopharma ásamt fyrirhugaðri hliðstæðu félagsins fyrir nærri fjóra milljarða. Þá segist Alvotech, sem er fyrir skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, ætla að skoða þann möguleika að skrá félagið í kauphöllina í Stokkhólmi innan fárra ára. Innherji 20. mars 2025 08:38
Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Alvotech hefur keypt þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma AB (“Xbrane”). Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna, um 3,6 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 20. mars 2025 07:26
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Nova, segir yfirlýsingar Guðjóns Más Guðjónssonar, stofnanda OZ og Íslandssíma, um aðkomu hans að uppbyggingu Nova vera sögufölsun og trúi hann því sjálfur stappi það „nærri siðblindu“. Viðskipti innlent 19. mars 2025 20:48
Hágæðaflug til Ísafjarðar Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett. Skoðun 19. mars 2025 15:31
Lára nýr samskiptastjóri Reita Lára Hilmarsdóttir er nýr samskiptastjóri Reita. Hún mun sinna samskipta- og markaðsmálum auk fjárfestatengsla og vinna náið með samstarfsaðilum innan og utan félagsins við fjölbreytt verkefni sem styðja við vaxtarstefnu og markmið félagsins. Viðskipti innlent 19. mars 2025 09:15
Tollastríð ætti að minnka efnahagsumsvif og styðja við vaxtalækkanir Fjárfestum er ekki stætt á öðru en að taka hótanir Donalds Trump um tolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna alvarlega, fremur en að telja að um sé að ræða samningatækni, og ljóst að verði af tollastríði mun það hafa „ótvíræð“ neikvæð áhrif á efnahagsumsvifin hér á landi, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann telur frekar líkur standa til þess að tollastríð eigi eftir að draga úr verðbólgu og ætti af þeim sökum að styðja við vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Innherji 19. mars 2025 06:02
„Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina. Innlent 18. mars 2025 21:42
Brynjólfur Bjarnason er látinn Brynjólfur Bjarnason forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka. Innlent 18. mars 2025 08:29
Raunarðsemin umtalsvert lægri en hjá öðrum stórum norrænum bönkum Að teknu tilliti til boðaðrar arðgreiðslu síðar í vikunni þá nema uppsafnaðar útgreiðslur til hluthafa Arion á undanförnum fjórum árum – bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum – samtals um 124 milljörðum, eða sem nemur vel yfir helmingi af núverandi markaðsvirði bankans. Þrátt fyrir að skila betri afkomu en hinir stóru bankarnir á Íslandi þá var raunarðsemi Arion á árinu 2024 umtalsvert lægri borið saman við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndunum. Innherji 17. mars 2025 16:25
Þarf meira til en samnýtingu innviða eigi að minnka kostnað fjármálakerfisins Þótt að það tækist að stuðla samnýtingu á innviðum íslenskra banka þá myndi það eitt og sér ekki leiða til mikillar lækkunar á kostnaði og myndi sömuleiðis ekki skila þeim „verulega ávinningi“ sem fjármálakerfið og hagkerfið þarf á að halda, að mati stjórnarformanns Arion, og var aðalástæða þess að bankinn vildi láta reyna á sameiningu við Íslandsbanka. Hann segir Ísland enn vera með „hlutfallslega stórt“ og um margt óskilvirkt fjármálakerfi, en það birtist meðal annars í þeim viðbótarkostnaði sem fylgir því að bönkunum er gert að fjármagna sig að stærri hluta með eigið fé en þekkist í öðrum löndum. Innherji 16. mars 2025 13:40
Spáir hægfara hækkun á framlegðarhlutfalli JBTM og telur félagið undirverðlagt Þrátt fyrir „hófsama“ spá hlutabréfagreinanda um að framlegðarhlutfall sameinaðs félags JBT og Marel muni hækka smám saman á næstu árum í 38 prósent – það var 36,7 prósent í fyrra – þá er félagið samt nokkuð undirverðlagt um þessar mundir, samkvæmt nýrri greiningu. Metinnflæði var í nýjum pöntunum á síðasta fjórðungi en líklega vilja stjórnendur gera enn betur og ná pantanabókinni upp fyrir 38 prósent af tekjum. Innherji 15. mars 2025 12:21
Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Innlent 14. mars 2025 21:46
Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunarfélaga í eigu SKEL Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins. Innherji 13. mars 2025 18:09
Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Blaðamannaverðlaunin voru veitt fyrr í kvöld. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, blaðamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir þættina Vistheimilin. Innlent 12. mars 2025 17:44
Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Skel fjárfestingarfélag hefur keypt um tíu prósenta hlut í Sýn fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Stærstu eigendur Skeljar seldu forvera Sýnar fjölmiðlahluta félagsins á sínum tíma og stjórnarformaðurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur talsverða reynslu af fjölmiðlarekstri. Viðskipti innlent 12. mars 2025 15:05
Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Líftæknifyrirtækið Oculis Holding AG, sem stofnað var af tveimur íslenskum prófessorum, tapaði um 13,2 milljörðum króna árið 2024. Stjórnendur félagsins segja árið þó hafa verið gott og að félagið sé fullfjármagnað til ársbyrjunar 2028. Viðskipti innlent 12. mars 2025 11:00
Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. Viðskipti innlent 12. mars 2025 10:36
Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Lífeyrissjóður Verzlunarmannar seldi í gær allan hlut sinn í Sýn, 5,67 prósent. Ekki liggur fyrir hver kaupandinn var, en rúmlega níu prósent í félaginu voru keypt í gær. Viðskipti innlent 12. mars 2025 10:02
Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Tilkynnt var um viðskipti með 22,5 milljón hluti í Sýn á genginu 22,4 krónur við opnun Kauphallar í morgun. Viðskiptin eru upp á rúmar 500 milljónir króna sem svarar til um níu prósenta hlutar í félaginu. Viðskipti innlent 11. mars 2025 11:32
Ekki meira innstreymi í ríkisbréf í eitt ár með auknum kaupum erlendra sjóða Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi. Innherji 10. mars 2025 21:31