Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­frýja og stofna fé­lag um réttinn til að mót­mæla

Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.

Innlent
Fréttamynd

Dæla tölvu­póstum á ráð­herra

Alls hafa 4.470 manns frá 63 löndum sent ráðherrunum Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfisráðherra, 8.940 tölvupósta með hvatningu um að vernda náttúru og lífríki Íslands fyrir skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi í opnum netapokum óhjákvæmilega veldur.

Innlent
Fréttamynd

Segist af­hjúpa sann­leikann í „tengda­mömmumálinu“

Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurs Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér.

Innlent
Fréttamynd

Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu síðasta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu dreng úr gjótu

Drengur festist í gjótu í síðustu viku og þurfti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að bjarga honum. Hann komst undan nær óslasaður.

Innlent
Fréttamynd

Kominn tími til að rapparar og á­hrifa­valdar axli á­byrgð

„Mig langar ekki að „shame-a“ neinn, vera með leiðindi eða búa til eitthvað stríð en mér finnst bara að það verði að ræða þetta af því að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta er ekki bara eitthvað djók eða trend eða eitthvað. Þessir einstaklingar, áhrifavaldar og rapparar sem eru að peppa þetta svona grimmt, þeir eru fyrirmyndir. Það er kominn tími til að þeir standi undir þeim titli, taki ábyrgð og geri betur,” segir Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo. 

Innlent
Fréttamynd

Frið­rik Ólafs­son er látinn

Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Ó­rói mældist við Torfa­jökul

Órói mældist við Torfajökul laust eftir klukkan átta í kvöld en er að mestu dottinn niður. Talið er að óróinn tengist breytingum á jarðhitakerfinu í kringum jökulinn.

Innlent
Fréttamynd

Sagði Sól­veigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“

Það dró til óvæntra tíðinda í umræðuþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag þegar Hallgrímur Helgason sakaði Sólveigu Önnu um að tala eins og Trump, þegar hún sagði alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ Hallgrímur sagðist ekki trúa eigin eyrum þegar hann heyrði skoðanir Sólveigar en baðst að lokum afsökunar á því að hafa sakað hana um Trumpisma.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um hóp­nauðgun í Reykja­vík

Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Sýna ís­lensku með hreim þolin­mæði

„Gefum íslensku séns“er yfirskrift á átaki, sem Sveitarfélagið Árborg, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurland hafa hleypt af stokkunum. Tilgangur átaksins er meðal annars að lofa að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna, sem er að læra eða æfa sig í íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju

Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn.

Innlent
Fréttamynd

Vita æ meira um skað­leg á­hrif rafsígarettna

Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns.

Innlent