Innlent

Fréttamynd

Barn fórst í Hvít­á í gær

Banaslys varð í Hvítá í Hrunamannahreppi í gær þegar dráttarvél rann fram af háum bakka og hafnaði ofan í ánni. Ökumaðurinn var tíu ára gamall drengur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum

Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlar að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán ára á rúntinum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjórtán ára barn sem ók um í Reykjavík í nótt, eðli málsins samkvæmt án ökuréttinda. 

Innlent
Fréttamynd

Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks

Baltasar var greindur með glútenóþol þegar hann var í leikskóla. Hann fékk ávallt mat við hæfi í leikskóla en allt frá því að hann hóf sína grunnskólagöngu 2021 hefur það verið erfið vegferð fyrir hann og fjölskylduna að fá mat í skólanum sem hentar honum. Þegar Baltasar fær mat sem inniheldur glúten verður hann veikur.

Innlent
Fréttamynd

Oscar fluttur úr landi á þriðju­dag

Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti óttinn varð að veru­leika á þriðja degi af 90

Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldaði á túni í mið­borg Reykja­víkur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um fólk að tjalda á túni í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist aðili hafa sofið í svefnpoka í hengirúmi. Hann vissi ekki að þar mætti ekki tjalda og hafði að auki hengt upp föt sín til þerris á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Samrunatillögur bankanna og sjó­veikur sund­kappi

Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggj.a Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fer yfir málið í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Viðja bar sex lömbum takk fyrir

Ærin Viðja á bænum Haugum í Skriðdal á Fljótsdalshéraði gerði sér lítið fyrir og bar sex lömbum, sem er mjög, mjög fátítt eða jafn vel einsdæmi.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“

Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáísk­ur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana.

Innlent
Fréttamynd

Dúxinn greip í saxófóninn

Alls útskrifuðust 175 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu um helgina. Kristinn Rúnar Þórarinsson, dúx skólans af stúdentsbraut, lauk einnig námi af húsamiðabraut auk þess að spila á saxófón við útskriftina.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra ára mar­tröð Kar­lottu lauk með sýknudómi

Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu.

Innlent
Fréttamynd

Dró vélar­vana fiski­bát að landi nærri Grinda­vík

Oddur V Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, var sent út í morgun eftir að Landhelgisgæslunni barst aðstoðarbeiðni frá litlum fiskibát sem naut ekki lengur vélarafls suðaustur af Grindavík. Þetta var annan daginn í röð sem áhöfn Odds V er kölluð út en allt árið í fyrra var aðeins eitt útkall á björgunarskip í Grindavík.

Innlent