Barn fórst í Hvítá í gær Banaslys varð í Hvítá í Hrunamannahreppi í gær þegar dráttarvél rann fram af háum bakka og hafnaði ofan í ánni. Ökumaðurinn var tíu ára gamall drengur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 29.5.2025 15:32
Lögreglan lýsir eftir Kayan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kayan Al-Deewan, tíu ára dreng sem býr í Hafnarfirði. Innlent 29.5.2025 14:47
Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Myndband þar sem nokkrar mömmur sjást í grófum slagsmálum á fótboltamóti barna sinna er í mikilli dreifingu á netinu. Komið hefur í ljós að myndbandið er úr sjónvarpstökum fyrir þætti sem verið er að framleiða. Innlent 29.5.2025 14:05
Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Innlent 29.5.2025 14:01
Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Innlent 29.5.2025 13:55
Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlar að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. Innlent 29.5.2025 11:22
Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum á veitingastað og hosteli í Vestmannaeyjum. Innlent 29.5.2025 09:32
Fjórtán ára á rúntinum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjórtán ára barn sem ók um í Reykjavík í nótt, eðli málsins samkvæmt án ökuréttinda. Innlent 29.5.2025 07:33
Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Baltasar var greindur með glútenóþol þegar hann var í leikskóla. Hann fékk ávallt mat við hæfi í leikskóla en allt frá því að hann hóf sína grunnskólagöngu 2021 hefur það verið erfið vegferð fyrir hann og fjölskylduna að fá mat í skólanum sem hentar honum. Þegar Baltasar fær mat sem inniheldur glúten verður hann veikur. Innlent 29.5.2025 07:30
Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Innlent 28.5.2025 23:03
Átta nemendur með ágætiseinkunn 139 nemendur útskrifuðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af átta námsbrautum. Átta nemendur hlutu ágætiseinkunn en Yi Ou Li hlaut titilinn dúx. Innlent 28.5.2025 20:53
Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði. Innlent 28.5.2025 20:30
Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. Innlent 28.5.2025 20:27
Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur sagt af sér sem sveitarstjóri Reykhólahrepps og lætur af störfum í júní. Ólafur Þór Ólafsson hefur verið ráðinn í hennar stað. Innlent 28.5.2025 20:05
Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. Innlent 28.5.2025 20:02
Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 28.5.2025 19:39
Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um fólk að tjalda á túni í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist aðili hafa sofið í svefnpoka í hengirúmi. Hann vissi ekki að þar mætti ekki tjalda og hafði að auki hengt upp föt sín til þerris á svæðinu. Innlent 28.5.2025 18:42
Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggj.a Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fer yfir málið í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.5.2025 18:30
Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Fjöldi viðbragðsaðila var við Hvítá í Hrunamannahreppi eftir að tilkynning barst um að dráttarvél hefði hafnað í ánni. Einn einstaklingur var í ökutækinu og hefur hann verið fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Innlent 28.5.2025 18:28
Viðja bar sex lömbum takk fyrir Ærin Viðja á bænum Haugum í Skriðdal á Fljótsdalshéraði gerði sér lítið fyrir og bar sex lömbum, sem er mjög, mjög fátítt eða jafn vel einsdæmi. Innlent 28.5.2025 18:17
„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. Innlent 28.5.2025 17:47
Dúxinn greip í saxófóninn Alls útskrifuðust 175 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu um helgina. Kristinn Rúnar Þórarinsson, dúx skólans af stúdentsbraut, lauk einnig námi af húsamiðabraut auk þess að spila á saxófón við útskriftina. Innlent 28.5.2025 16:29
Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu. Innlent 28.5.2025 16:10
Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. Innlent 28.5.2025 15:32
Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. Innlent 28.5.2025 15:00
Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Oddur V Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, var sent út í morgun eftir að Landhelgisgæslunni barst aðstoðarbeiðni frá litlum fiskibát sem naut ekki lengur vélarafls suðaustur af Grindavík. Þetta var annan daginn í röð sem áhöfn Odds V er kölluð út en allt árið í fyrra var aðeins eitt útkall á björgunarskip í Grindavík. Innlent 28.5.2025 14:39