Innlent

Fréttamynd

Ó­heppi­legt ef fölsk mynd varpar sök á sak­lausan mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar sakar sveitastjóra Mýrdalshrepps um að skapa andrúmsloft þar sem ekki megi gagnrýna hluti. Sveitastjórinn leggi áhyggjur um íslensku að jöfnu við fordóma gegn börnum og lýsi umfjöllun Heimildarinnar sem einhliða þó hann hafi sjálfur verið viðmælandi í henni.

Innlent
Fréttamynd

Tjald­svæði á Norður­landi óðum að fyllast

Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 

Innlent
Fréttamynd

Borgin hafnar yfir­lýsingum KSÍ

Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram.

Innlent
Fréttamynd

Fólk varist dúfur í Vest­manna­eyjum

Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir.

Innlent
Fréttamynd

Falið of­beldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mis­tök?“

Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla biðst af­sökunar vegna myndarinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla dreifði gjör­breyttri mynd af díselþjófum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Sendi­nefnd ESB tjáir sig ekki um tollana

Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að.

Innlent