Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Breiðablik og KA gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik skoraði úr vítaspyrnu eftir umdeildan dóm, Viktor Örn Margeirsson hélt svo að hann hefði sett sigurmarkið en það var dæmt af og Blikar brjáluðust. Mörkin, löglegu og ólöglegu, má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 4.8.2025 13:10
Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö mörk fyrir FH en Víkingur svaraði jafnóðum og 2-2 jafntefli varð niðurstaðan í Kaplakrika í gær. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 4.8.2025 12:20
Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Ég er fyrst og fremst svekktur. Mér fannst þetta vera okkar leikur til að tapa. Þeir voru dauðþreyttir og nýbúnir að spila 120 mínútur fyrir þremur dögum. Ég er bara svekktur,“ segir Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli við Víking í Bestu deild karla í dag. Íslenski boltinn 3.8.2025 20:07
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn 3.8.2025 15:46
„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR í Bestu deild karla í fótbolta, talaði ekki undir rós eftir tap sinna manna í Vestmannaeyjum. Sigurmark ÍBV kom í blálokin en það hafði legið lengi í loftinu. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 17:32
„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 16:49
„Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 16:13
Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum ÍBV tók á móti KR og fagnaði dramatískum 2-1 sigri í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Jafnt var alveg fram að lokamínútu venjulegs leiktíma en fyrirliði ÍBV sá til þess að þeir geti fagnað grimmt í Herjólfsdalnum í kvöld. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 13:15
„Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Vonskuveðrið í Vestmannaeyjum er að mestu gengið yfir en mun þó hafa einhver áhrif á Þjóðhátíðarleik ÍBV og KR í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 2. ágúst 2025 12:21
ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Eiður Jack Erlingsson hefur fengið félagaskipti til ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Hann kemur frá Þrótti Reykjavík. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 20:31
Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Jóhannes Kristinn Bjarnason gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir danska liðið Kolding á eftir. Hann segir erfitt að kveðja uppeldisfélagið KR og gat ekki hugsað sér að semja við Val. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 15:01
Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Orri Hrafn Kjartansson er genginn í raðir KR frá Val. Hann er kominn með leikheimild og getur því leikið með KR gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á morgun. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 08:55
Selvén aftur í Vestra Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla í fótbolta. Jóhannes Selvén er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 23:00
KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson er á leið til KR í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með hafa KR-ingar leyst markmannsvandræði sín en Sigurpáll Sören Ingólfsson, varamarkvörður liðsins, ökklabrotnaði á dögunum. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 17:32
Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Stjarnan er held ég svolítið að leita að sínum einkennum,“ segir Ólafur Kristjánsson um lið Stjörnunnar í síðasta þætti Stúkunnar aðspurður fyrir hvað liðið stæði. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 23:01
KR missir sinn efnilegasta mann Hinn stórefnilegi Alexander Rafn Pálmason mun yfirgefa KR í lok leiktíðar. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 15:32
Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur skrifað undir hjá danska félaginu Kolding. Skiptin hafa legið í loftinu í vikunni. Fótbolti 29. júlí 2025 11:44
„Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Axel Óskar Andrésson skildi sína menn í Aftureldingu eftir í slæmum málum í Garðabænum í gær þegar hann fékk tvö gul spjöld með aðeins sex mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 11:33
Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Víkingar misstu af tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmark á móti Fram með síðustu spyrnu leiksins. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 09:33
Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Stjarnan vann 4-1 sigur á Aftureldingu í lokaleik sextándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 29. júlí 2025 08:03
Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Það virðist sem KR sé nú þegar búið að finna arftaka Jóhannes Kristins Bjarnasonar á miðsvæðinu. Sá heitir Orri Hrafn Kjartansson og hefur verið í litlu hlutverki hjá Val, toppliði Bestu deildar karla í knattspyrnu, á leiktíðinni. Íslenski boltinn 28. júlí 2025 23:03
„Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Mér líður bara mjög vel. Það er fulllangt síðan við unnum,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2025 22:03
„Vorum búnir að vera miklu betri“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn litaðist helst af því að Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, nældi sér í rautt spjald í fyrri hálfleik. Fótbolti 28. júlí 2025 21:48
„Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ „Það er bara geggjað að fá sigur. Þetta er búið að vera smá erfitt í síðustu leikjum,“ sagði Benedikt Waren, leikmaður Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2025 21:31
Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Eftir að lenda 0-1 undir kom Stjarnan til baka eftir að Axel Óskar Andrésson sá rautt í liði Aftureldingar. Lokatölur í Garðabænum 4-1 þegar Stjarnan tók á móti Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 28. júlí 2025 18:31