Breiðablik fer til San Marínó Breiðablik er á leiðinni til San Marínó og mætir Virtus í umspili upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudag og sá síðari á heimavelli Virtus þarnæsta fimmtudag. Fótbolti 14.8.2025 20:57
„Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Niko Hansen, framherji Víkings, var vitanlega vonsvikinn eftir 4-0 skell liðsins gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Bröndby-Stadion í kvöld. Danski framherjinn fékk úr litlu að moða í þessum leik. Fótbolti 14.8.2025 20:37
Halldór: Gæðalítill leikur Breiðablik er dottið úr Evrópudeildinni en eygir möguleika á því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Halldór Árnason þurfti að viðurkenna að að fyrri hálfelikur hafi verið lélegur í kvöld. Leiknum lauk með ósigri 1-2 og Blikar þurfa að drífa sig að jafna sig. Fótbolti 14.8.2025 20:33
Sárt tap gegn Dönum á HM Eftir hetjulega baráttu og að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik urðu strákarnir okkar í íslenska U19-landsliðinu í handbolta að játa sig sigraða gegn Dönum á HM í Egyptalandi í dag, 32-30. Handbolti 14.8.2025 13:30
Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. Enski boltinn 14.8.2025 15:07
Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Paris Saint-Germain vann Ofurbikar Evrópu í fyrsta sinn eftir sigur á Tottenham eftir vítaspyrnukeppni í gær. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 2-2, en PSG hafði betur í vítakeppninni, 4-3. Fótbolti 14.8.2025 14:30
„Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og eftirvænting. Menn eru gíraðir og klárir í þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar sem heimsækja Kópavogsvöll klukkan 17:30. Fótbolti 14.8.2025 13:56
Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Eftir skammarlega framkomu á Íslandi í síðustu viku og þögul mótmæli í deildarleik við Vejle á sunnudag virðast stuðningsmenn Bröndby ætla að leggja allt í sölurnar á leiknum mikilvæga við Víkinga í dag. Fótbolti 14.8.2025 13:01
Leoni færist nær Liverpool Flest bendir til þess að Englandsmeistarar Liverpool séu að ganga frá kaupunum á ítalska ungstirninu Giovanni Leoni frá Parma. Enski boltinn 14.8.2025 12:30
Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Á dagskrá Sýnar Sport Íslands í kvöld er samantektarþáttur frá góðgerðarmótinu Einvígið á Nesinu. Golf 14.8.2025 12:01
Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2028. Íslenski boltinn 14.8.2025 11:25
Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson og félagar hans í Djurgården komust í gær áfram í sænska bikarnum eftir sigur á neðri deildarliði. Fótbolti 14.8.2025 11:02
Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Ein mesta goðsögnin í sögu Arsenal er ekki ánægður með fyrirliða liðsins í dag og vill að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta taki fyrirliðabandið hreinlega af Martin Ödegaard. Enski boltinn 14.8.2025 10:31
Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Síðasti þáttur Sumarmótanna þetta árið verður sýndur á Sýn sport í kvöld klukkan korter yfir sjö. Þar verður fylgst með fótboltastjörnum framtíðarinnar leika listir sínar á N1 stúlknamóti KA. Fótbolti 14.8.2025 10:01
Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Er þetta mögulega besta golfhögg sögunnar? Sumir eru á því en ótrúlegt er það að minnsta kosti. Golf 14.8.2025 09:46
Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Wayne Rooney hefur tjáð sig um ummæli Tom Brady í heimildaþáttunum um Íslendingafélagið Birmingham City. Enski boltinn 14.8.2025 09:30
Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Chelsea ætlar að heiðra minningu Liverpool mannsins Diogo Jota með miklum rausnarskap. Enski boltinn 14.8.2025 09:14
Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Víkingar eru í mjög góðri stöðu til að skrifa í kvöld nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. 3-0 yfir eftir fyrri leikinn á móti Bröndby og mega tapa með tveimur mörkum á Bröndby leikvanginum. Fótbolti 14.8.2025 09:01
Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Florian Wirtz er nýjasta stjarnan hjá Englandsmeisturum Liverpool sem keyptu hann í sumar fyrir metfé frá þýska félaginu Bayer Leverkusen. Saga Wirtz er samt svolítið mikið öðruvísi en annarra ungra leikmanna í dag. Enski boltinn 14.8.2025 08:31
Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn fer að rúlla á Sýn Sport á morgun. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson átti erfitt með að velja en frægt sigurmark Sergio Aguero varð fyrir valinu. Enski boltinn 14.8.2025 08:00
Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. Fótbolti 14.8.2025 07:31
UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Samkvæmt Dana White, forseta UFC, verða bardagasamtökin með viðburð í Hvíta húsinu á næsta ári. Sport 14.8.2025 07:03
Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Leik hjá 21 árs liði Manchester United í gær var hætt eftir að miðjumaðurinn Sékou Koné meiddist. Enski boltinn 14.8.2025 06:40
Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Candelaria Rivas er orðin að þjóðhetju í Mexíkó eftir óvænt afrek sitt í ofurhlaupi í sumar. Sport 14.8.2025 06:22