Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum

Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Le­verku­sen tapaði mikil­vægum stigum

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Allir von­sviknir af velli í Varazdin

Austurríki og Holland urðu á endanum að sætta sig við jafntefli, 37-37, í milliriðli tvö á HM karla í handbolta í dag. Það eykur líkurnar á að Ungverjar fylgi Frökkum upp úr riðlinum, og í 8-liða úrslit við lið úr milliriðli Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Í beinni: Wol­ves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að mis­stíga sig

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti.

Enski boltinn
Fréttamynd

Al­freð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM

Gísli Bragi Hjartar­son múrara­meistari og fyrr­verandi bæjar­full­trúi á Akur­eyri er látinn. Gísli, sem var á 86. aldursári, er faðir Al­freðs Gísla­sonar, lands­liðsþjálfara Þýska­lands og fyrr­verandi lands­liðs­manns í hand­bolta og lést hann á þriðju­daginn síðastliðinn, 21.janúar, sama dag og Al­freð stýrði Þýska­landi gegn Dan­mörku á HM í hand­bolta.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu markið sem hefði bjargað Ís­landi á HM

Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa frá svekkelsinu í Zagreb

Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir.

Handbolti