Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“

„Myndi líta á það eins og að vera kennari. Það hefur alltaf verið pælingin hjá mér. Hvernig get ég miðlað upplýsingum á sem bestan hátt til minna leikmanna,“ segir Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar í Bónus-deild karla í körfubolta aðspurður hvað það er fyrir honum að vera þjálfari.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðal­þjálfari Ítalíu var með haus­verk og horfði ekki á seinni hálf­leik

Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfari Ítalíu, var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleikinn gegn Íslandi í Laugardalshöll. Hann dró sig til hlés, áhyggjulaus líklega enda höfðu hans menn mikla yfirburði og 25-49 forystu eftir fyrri hálfleik. Ítalía fór svo með 71-95 sigur þrátt fyrir að spila án sinna sterkustu leikmanna, og seinni hálfleikinn án aðalþjálfara. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Sá sem lak þessu er skít­hæll“

Joel Embiid vandar þeim sem lak upplýsingum frá liðsfundi Philadelphia 76ers á mánudaginn ekki kveðjurnar. Á fundinum skammaði Tyrese Maxey, samherji Embiids, stórstjörnuna fyrir að mæta alltaf of seint.

Körfubolti
Fréttamynd

Gafst upp á að læra frönskuna

Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þurftu að þora að vera til“

Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld.

Körfubolti