Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Þrátt fyrir að vera aðeins sjö ára er Helgi Fannar Óðinsson þegar byrjaður að sanka að sér alþjóðlegum skákstigum. Talið er að hann sé yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem fær skákstig en Helgi hefur verið duglegur að mæta á mót og keppa við eldri skákmenn. Lífið 3.9.2025 12:33
Fjarsambandinu loksins lokið „Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum. Tónlist 3.9.2025 11:30
Nældi sér í einn umdeildan Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun. Lífið 3.9.2025 10:03
Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. Bíó og sjónvarp 2.9.2025 15:46
Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Danska sjarmatröllið og raunveruleikastjarnan Frederik Haun deildi einfaldri uppskrift að grískum jógúrt- og matchabitum með hindberjum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann segir bitana bæði holla og bragðgóða og tilvalda til að njóta í sólinni. Lífið 2.9.2025 15:00
Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það. Tíska og hönnun 2.9.2025 13:26
Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega. Lífið 2.9.2025 11:38
Framsóknarprins fékk formannsnafn Sigurður Ingi Jóhannsson fékk alnafna þegar áttunda barnabarn hans var skírt um helgina. Drengurinn er grænn í báðar ættir því móðir hans, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er fyrrverandi þingmaður Framsóknar meðan faðirinn, Jóhann H. Sigurðsson, var skrifstofustjóri flokksins. Lífið 2.9.2025 11:25
Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Ástin svífur yfir vötnum í Vesturbænum en 107 drottningin Sylvía Hall, lögfræðingur hjá Logos og fyrrum fjölmiðlakona, sagði já við Viðar Þór Sigurðsson, sérfræðing á fjármálasviði hjá Norðurál, þegar hann bað um hönd hennar á dögunum. Lífið 2.9.2025 11:11
Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Það var líf og fjör á árlegu golfmóti FM957 sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru síðastliðinn föstudag. Þetta er í tíunda sinn sem mótið fer fram, en keppt var í Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem tveggja manna lið spiluðu saman. Lífið 2.9.2025 10:42
„Og Rakel er á lausu!“ Árlegt freyðivínshlaup í Elliðarárdalnum fór fram í gærkvöldi en þar klæðast keppendur sumarkjólum og dreypa á víni á milli þess sem þeir hlaupa fimm kílómetra leið. Lífið 2.9.2025 09:27
Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga „Það er ekki þannig að lífið gangi út á að skilja eftir stærsta dánarbúið. Það er ekki stigatafla í kirkjugarðinum og það er heldur ekki verið að halda bókhald um það hver leyfði sér aldrei neitt og sá vinnur leikinn,“ segir fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson í viðtali við Ísland í dag. Lífið 2.9.2025 09:05
Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Veitingastaðurinn LaBarceloneta í Templarasundi hefur verið viðurkenndur af spænskum stjórnvöldum. Hér upplifa gestir því sannarlega ekta spænska matarmenningu en LaBarceloneta sérhæfir sig í hinni hefðbundnu Paellu og tapasréttum meðal annars. Lífið samstarf 2.9.2025 09:03
Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Á fimmtudag hefst hinsegin kvikmyndahátíðin Icelandic Queer Film Festival. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og fer fram í Bíó Paradís. Hátíðin er skipulögð af Óla Hirti Ólafssyni, rekstrarstjóra kvikmyndahússins, Sigríði Ásgeirsdóttur, kynja- og menningarfræðingi, og Charlottu Rós Sigmundsdóttur, kynningarstjóra hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp 2.9.2025 08:02
Graham Greene er látinn Kanadíski leikarinn Graham Greene er látinn, 73 ára að aldri. Lífið 2.9.2025 07:20
Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn,“ segir hin 29 ára gamla Emilía Heenen sem var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Emilía, sem starfar sem lögfræðingur, á tvö börn og þótti erfitt að geta ekki rætt um meðgönguna við móður sína sem lést fjórum árum áður. Lífið 2.9.2025 07:02
Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í sextánda sinn í Reykjavík dagana 3.-7. september. Meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru John Maus, Romeo Poirier, Antonina Nowacka og Patricia Wolf. Hátíðin fer fram á sex stöðum í miðbænum og verður skemmtistaðurinn Húrra enduropnaður sérstaklega fyrir hátíðina. Tónlist 1.9.2025 20:03
„Guð og karlmenn elska mig“ Hinn 23 ára, Aaron Angelo Labajo Soriano er uppalinn í Filipseyjum en hefur búið hérlendis síðastliðin fjögur ár. Hann starfar á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og lýsir sjálfum sér sem sjálfsöruggum, áreiðanlegum fullkomnunarsinna sem þykir fátt skemmtilegra en að njóta lífsins í góðum félagsskap, versla og ferðast til framandi staða. Lífið 1.9.2025 19:01
Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Júlíana Sara Gunnarsdóttir, leikkona og grínisti, mun taka við af Ásu Ninnu Pétursdóttur sem umsjónarmaður Bakarísins á Bylgjunni og stýra þáttunum ásamt Svavari Erni Svavarssyni. Lífið 1.9.2025 17:14
Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. Menning 1.9.2025 16:30
Hárprúður Eiður heillar Þykkt hár Eiðs Smára Guðjohnsen í nýrri auglýsingu fyrir veðmálasíðuna Epicbet hefur vakið athygli. Stutt er síðan hár hans var farið að þynnast ansi mikið. Eiður hefur ekki tjáð sig um það sjálfur en virðist hafa farið í hárígræðslu. Lífið 1.9.2025 16:05
Dúndurgóður hverdsdagsréttur Ný vika kallar á ferskar hugmyndir að hversdagslegum réttum fyrir alla fjölskylduna. Hér er á ferðinni orzo-kjúklingaréttur með aspas, parmesan og sítrónu, úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar. Hún segir réttinn vera bæði ljúffengan og skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundnum hrísgrjónum eða öðru pasta. Lífið 1.9.2025 15:00
Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, heimsótti Friðrik X Danakonung í dag og færði honum þakkir fyrir orðuna sem kóngur sæmdi hana í tilefni af heimsókn hans og íslensku forsetahjónanna í Jónshús fyrra. Í dag eru jafnframt tíu ár síðan Halla tók við starfinu í Jónshúsi en á fundi hennar með konungi í dag bað hann fyrir kveðju til Íslendinga. Lífið 1.9.2025 14:54
Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan heitir Valdís Ýr. Þetta tilkynna þau í einlægri færslu á Instagram. Lífið 1.9.2025 14:12