Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tinda­tríóið híft upp en Anna Sigga enn föst

Velunnarar Árbæjarkirkju safna nú fyrir lyftu í nýja viðbyggingu við safnaðarheimili kirkjunnar. Lyftustokkurinn er tómur sem stendur og hefur meðal annars verið ráðist í sketsagerð til að safna fyrir lyftunni. 

Lífið


Fréttamynd

Silja Rós og Magnús eiga von á dreng

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, Magnús Orri Dagsson tónskáld, eiga von á dreng í lok desember. Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Andri og Anne selja í Foss­vogi

Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett einbýlishús sitt við Traðarland í Fossvogi á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. 

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Ljúffeng gulrótarkaka í morgun­mat

Ef þig langar í eitthvað bæði næringarríkt og ljúffengt til að byrja daginn er ilvolg gulrótahafrakaka með grískri jógúrt frábær kostur. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingríms deilir hér einfaldri uppskrift sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur.

Lífið
Fréttamynd

Gefur endur­komu undir fótinn

Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Enginn í jogging­buxum í París

„Það sem heillar mig mest við París er hversu lifandi borgin er. Hér búa um ellefu milljón manns og það er alltaf eitthvað í gangi sama hvaða dagur eða árstími er,“ segir viðskiptafræðineminn Sara Kamban sem er búsett í frönsku höfuðborginni og nýtur þess í botn. Hún ræddi við blaðamann um Parísarlífið.

Lífið
Fréttamynd

Embla Wigum flytur aftur á Klakann

Íslenska TikTok-stjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum hefur ákveðið að flytja aftur til Íslands eftir að hafa búið í fjögur ár í London. Frá þessu greinir Embla í einlægri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Skömminni skilað

Það beið mín ælupoki í sætinu á frumsýningunni á Skammarþríhyrningnum – nýjasta verki leikhóps sem kallar sig Stertabendu. Ælupokinn var í raun leikskrá sýningarinnar, sérhannaður til þess að geta tekið við skömminni – sá maður sig knúinn til að skila henni á miðri sýningu. Ég komst þó í gegnum verkið án þess að grípa til pokans enda sýningin ágætlega heppnuð þrátt fyrir einstaka vankanta.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kynntust í Kefla­vík og gista saman í villu í Kenýa

„Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni,“ segir Arnar Dór sem er staddur í sannkölluðu ævintýri í Kenýa um þessar mundir.

Ferðalög
Fréttamynd

„For­réttur sem ég býð öllum upp á“

Matgæðingurinn Svava Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti og lekkerheit, útbjó nýverið ljúffengan og einfaldan forrétt úr ferskum burrata-osti, bökuðum kirsuberjatómötum og grænu pestói.

Matur
Fréttamynd

Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu

Það var líf og fjör hjá skvísum landsins síðastliðinn fimmtudag þegar sænski tískurisinn Gina Tricot opnaði nýja og enn stærri verslun í Kringlunni. Meðal gesta voru áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Jóhanna Helga en DJ Guðný Björk spilaði grípandi tóna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Finn ekki fyrir pressu“

Hver einasta kynslóð á sér sína Línu Langsokk enda birtist þessi ástsæla persóna fyrst í bók Astrid Lingren í nóvember árið 1945 og á því 80 ára afmæli von bráðar.

Lífið