„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6.4.2025 21:00
„Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku. Handbolti 6.4.2025 19:53
Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael HSÍ hefur gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að leikir Íslands og Ísraels í undankeppni HM kvenna í handknattleik verði leiknir fyrir luktum dyrum. Þetta sé vegna tilmæla lögreglu. Handbolti 6.4.2025 17:19
FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri FH og Fram fögnuðu sigri í kvöld þegar úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta fór af stað. Handbolti 4. apríl 2025 21:14
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Skoðun 4. apríl 2025 12:32
Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir varð markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta á þessu tímabili en lokaumferð deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Handbolti 4. apríl 2025 06:31
Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Grótta er fallin úr Olís-deild kvenna í handbolta eftir úrslit kvöldsins í lokaumferð deildarinnar. Liðið þurfti að sigra ÍR ásamt því að vonast eftir að Stjarnan næði í stig gegn Val og ÍBV myndi tapa. Ekkert af þessu gekk eftir. Handbolti 3. apríl 2025 22:04
Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni. Handbolti 3. apríl 2025 21:12
Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið ÍR-konur felldu Gróttuliðið eftir 31-26 sigur í lokaumferð Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍR vann nokkuð þægilegan sigur að lokum eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Grótta er fallin en ÍR mun mæta Selfossi í úrslitakeppninni. Handbolti 3. apríl 2025 20:50
Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason er kominn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta með liði sínu. Handbolti 3. apríl 2025 20:23
Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Skanderborg AGF tapaði dýrmætu stigi í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli í Íslendingaslag á móti Ribe-Esbjerg. Handbolti 3. apríl 2025 19:40
Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sävehof hafði betur í Íslendingaslag á móti Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þurfti framlengingu til að landa sigri. Handbolti 3. apríl 2025 19:02
Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon er kominn aftur af stað eftir meiðsli og hann átti flottan leik með SC Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 2. apríl 2025 20:24
Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Íslensku landsliðskonurnar Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Andrea Jacobsen og Sandra Erlingsdóttir þurftu allar að sætta sig við tap með liðum sínum í evrópska handboltanum í kvöld. Handbolti 2. apríl 2025 18:56
„Eins og draumur að rætast“ Jóhannes Berg Andrason ætlar sér að kveðja FH með titli en hann heldur út til Danmerkur eftir tímabilið og gerist atvinnumaður í handbolta. Handbolti 2. apríl 2025 08:33
Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto komust áfram í átta liða Evrópudeildarinnar, þrátt fyrir tveggja marka tap í kvöld. Melsungen komst einnig, naumlega, áfram í átta liða úrslitin. Þrátt fyrir að Elvar Örn Jónsson hafi lítið tekið þátt. Handbolti 1. apríl 2025 20:43
Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur leika til úrslita í Evrópubikarnum í maí eftir magnaðan sigur á Hlíðarenda í gær. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór þar á kostum og hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Handbolti 1. apríl 2025 11:31
Valskonur fá seinni leikinn heima Seinni leikur Vals og Conservas Orbe Zendal Bm Porrino í úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta fer fram á Hlíðarenda. Handbolti 1. apríl 2025 09:35
KA kaus að losa sig við þjálfarann Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðastliðin tvö ár. Handbolti 1. apríl 2025 08:01
Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Íslendingaliðið Kolstad, stórveldi í norska handboltanum undanfarin ár, var rekið með um 75 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tapreksturinn heldur því áfram og nú getur félagið ekki lengur sótt sér stór nöfn. Handbolti 31. mars 2025 16:02
Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Óvissa ríkir um einvígi Partizan frá Belgrad og AEK frá Aþenu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leik liðanna, sem spila átti í Serbíu í gær, var frestað eftir að stuðningsmenn Partizan köstuðu reykblysum inn á völlinn í höllinni. Handbolti 31. mars 2025 08:00
„Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Ég held að við getum sagt það að við erum sennilega að spila okkar besta leik á tímabilinu,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals eftir að lið hans tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn með stórsigri í kvöld á liðinu Iuventa Michalovce. Handbolti 30. mars 2025 20:16
„Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Vá þetta var geðveikt! Ég bara bjóst aldrei við þessu að við myndum bara taka þær með tíu á heimavelli,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður Vals, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins. Handbolti 30. mars 2025 19:47
Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Deildarmeistarar Skara í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eru komnir í 4-liða úrslit eftir að hafa sópað Kristianstad út en þriðji og síðasti sigurinn var þó torsóttur. Grípa þurfti til framlengingar í tvígang og að lokum til vítakeppni. Handbolti 30. mars 2025 18:31