Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þrjú hundruð á bið­lista og hækkuð áskriftargjöld

Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. 

Neytendur
Fréttamynd

Indó ríður aftur á vaðið

Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­skiljan­legt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfis­verslun

Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði.

Neytendur
Fréttamynd

Meina verðlags­eftir­litsmönnum inn­göngu

Melabúðin hefur hafnað þátttöku í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins. Áður en sú afstaða varð ljós hafði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun var Melabúðin 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar.

Neytendur
Fréttamynd

Búðar­hnupl aukist um sjö­tíu pró­sent

Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.

Innlent
Fréttamynd

Verð enn lægst í Prís

Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7 prósent í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Verðlag hefur hækkað í Bónus um 1,8 prósent frá desember, og verð mælist sem fyrr lægst í Prís.

Neytendur
Fréttamynd

Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum

Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður.

Neytendur
Fréttamynd

Skilur ekkert í af­stöðu sam­takanna

Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega.

Innlent
Fréttamynd

Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga

Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki vegna auglýsinga fyrirtækjanna á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Fyrirtækin eru Samkaup, Zolo og dætur og Skýjaborgir. Fyrstu tvö voru sektuð um 300 þúsund krónur en Skýjaborgir um 200 þúsund. Öllum fyrirtækjunum hefur verið bannað að auglýsa sig með þeim hætti sem fjallað er um í ákvörðununum.

Neytendur