Seðlabankinn

Fréttamynd

Munum á­fram „velkjast um í heimi fjögurra pró­senta raun­vaxta“

Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár.

Innherji
Fréttamynd

Lækka innlánsvexti um heilt prósentu­stig

Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankinn steli til baka hluta af á­vinningi af vaxtalækkuninni

Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. 

Innlent
Fréttamynd

Stærra skref hefði gefið röng skila­boð um að Seðla­bankinn vildi minnka að­haldið

Raunvaxtaaðhaldið hefur hækkað lítilega frá síðustu mælingu í ágúst en ekki er „endilega heppilegt“ að það aukist enn frekar, að sögn seðlabankastjóra, og mögulega mun það fara minnkandi á næsta ári þegar framleiðsluspennan í hagkerfinu snýst í slaka. Hann segir flesta þætti núna vera að falla með Seðlabankanum og hefur ekki sömu áhyggjur og áður af framboðsskorti á íbúðamarkaði litið til allra næstu ára.

Innherji
Fréttamynd

Vaxtalækkun gleði­tíðindi en vextir enn­þá „allt of háir“

Formaður Sjálfstæðisflokksins er í skýjunum með vaxtaákvörðun morgunsins og segir að nú sé þjóðin að uppskera eftir aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. Formaður Samfylkingarinnar talar aftur á móti um skort á festu í ríkisfjármálum sem hafi bitnað á millistéttinni, vextir séu ennþá allt of háir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rann­veig kveður: 124 fundir og „aldrei logn­molla“

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýr merki um að verð­bólga sé að hjaðna

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxtalækkunin í takt við væntingar en þrá­lát verð­bólga kallar á­fram á „var­kárni“

Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að lækka vexti um 50 punkta er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila en í yfirlýsingu nefndarinnar, sem er fremur hlutlaus, er undirstrikað að þrálát verðbólga og verðbólguvæntingar yfir markmiði kalli áfram á „varkárni.“ Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er útlit fyrir engan hagvöxt í ár og þá mun verðbólgan ganga hraðar niður á næsta ári en áður var talið.

Innherji
Fréttamynd

100 þúsund á mánuði

Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar.

Skoðun
Fréttamynd

Stýrivextir halda á­fram að lækka

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru vextirnir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem stýrivextir lækkuðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir spá lægri vöxtum

Hagfræðingur hjá Arion greiningu telur líklegast að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um núll komma fimm prósent á morgun, þegar vaxtaákvörðun verður kynnt. Verðbólga sé farin að hjaðna og verðbólguhorfur fari batnandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Allt gal­opið“ en mikill meiri­hluti telur að ­bankinn láti 50 punkta lækkun duga

Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Reddarinn Geiri í Glaum­bæ - gömul saga og ný

Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi.

Skoðun
Fréttamynd

„Var­huga­vert“ að fella líf­eyris­sjóði undir sama reglu­verk og gildir um banka

Tillögur Seðlabankans um að réttast sé að láta sama laga- og regluverk ná til starfsemi lífeyrissjóðanna og gildir um banka og tryggingafélög eru „varhugaverðar,“ að mati fulltrúa sjóðanna, enda hafi þeir meðal annars sérstöðu vegna aðkomu aðila vinnumarkaðarins ásamt því að vera með „ákveðið“ félagslegt hlutverk. Forseti ASÍ gagnrýnir „ásælni“ Seðlabankans í að hafa enn meiri áhrif á lífeyrissjóðakerfið og skipta sér af því hvernig staðið er að stjórnarkjöri í sjóðina.

Innherji
Fréttamynd

Spá hressi­legri vaxtalækkun

Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Raunstýri­vextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun

Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun.

Innherji
Fréttamynd

Eftir­litið staldrar við

Við höfum um árabil fylgst með stríðum straumi reglna frá Evrópusambandinu sem Íslandi er gert að innleiða með einum eða öðrum hætti vegna EES samstarfsins. Sumar reglnanna falla ágætlega að íslenskum veruleika. Aðrar síður og sumar eru beinlínis fráleitar í íslenskum aðstæðum.

Umræðan
Fréttamynd

Hundrað punkta lækkun vaxta myndi hækka virði eigna Heima um 26 milljarða

Stjórnendur Heima munu áfram halda að skoða tækifæri til eignasölu en á árinu hefur félagið selt eignir fyrir um 3,3 milljarða og mun skila þeim fjármunum til hluthafa í gegnum kaup á eigin bréfum. Eftir mikla hækkun á hlutabréfaverði Heima síðustu mánuði er virði hlutafjár núna að nálgast bókfært eigið fé en væntingar um lækkandi vaxtastig ættu að hafa mikil jákvæð áhrif á virðismat fjárfestingareigna og vaxtakostnað fasteignafélaganna.

Innherji
Fréttamynd

Þetta lítur ekki vel út

Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin.

Skoðun
Fréttamynd

Nor­rænir eftir­lits­stjórar segja brýnt að fjár­mála­reglu­verk ESB verði ein­faldað

Stjórnendur norrænna fjármálaeftirlitsstofnana, meðal annars Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafa beint því formlega til Evrópusambandsins að það verði að einfalda hið viðamikla og flókna regluverk sem kemur frá sambandinu og nær til starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfamarkaða. Í sameiginlegu bréfi til sambandsins segja þeir stjórnmálamenn og almenning ætlast til þess að reglurnar séu einfaldaðar með áherslu á áhættumiðað eftirlit og minni byrðar á fyrirtæki.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lensk verð­trygging á manna­máli!

Það er alkunna hér að ungu fólki er refsað grimmilega af bankastofnunum, taki það ákvörðun að mennta sig á háskólastigi. Hérlendis er því reyndar haldið fram af mörgum að öll verðtrygging sé af hinu góða og kannski einnig bráðnauðsynleg.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­tryggingar­mis­vægi bankanna jókst um nærri hundrað milljarða

Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna jókst um tæplega fimmtung á þriðja ársfjórðungi, langsamlega mest hjá Landsbankanum, samtímis áframhaldandi ásókn heimila í verðtryggð lán. Bankarnir hafa sögulega séð aldrei verið með eins mikla skekkju á verðtryggðum eignum og skuldum en sú staða á meðan verðbólga er að hjaðna hratt gæti sett þrýsting á vaxtatekjur þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Um­fram­fé Arion banka gæti brátt numið yfir tuttugu milljörðum

Þrátt fyrir talsverðar niðurfærslur á lánum þá var hagnaður Arion banka á þriðja fjórðungi, einkum vegna sögulega sterkrar afkomu af tryggingarekstrinum, vel umfram spár greinenda og ekki útséð með að bankinn geti náð arðsemismarkmiði sínu á árinu. Með innleiðingu á nýju bankaregluverki í upphafi nýs ár er áætlað að umfram eigið fé Arion, sem er núna talið vera allt að tuttugu milljarðar, aukist um liðlega fimm milljarða til viðbótar.

Innherji
Fréttamynd

Vís­bendingar um að mælda verð­bólgan sé að „megninu til gamalt vanda­mál“

Undirliggjandi verðbólguþrýstingur heldur áfram að lækka og nýjasta verðbólgumælingin, sem sýndi hana fara niður í 5,1 prósent, er „heilt yfir“ nokkuð góð og ætti að þýða að peningastefnunefnd getur haldið áfram með vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman í nóvember, að mati hagfræðinga Arion banka. Ef litið er á verðbólguhraðann undanfarna þrjá mánuði er hún á ársgrundvelli komin í markmið Seðlabankans sem er vísbending um að mæld verðbólga núna sé að stórum hluta „gamalt vandamál.“

Innherji