Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir, deilir reglulega hollum, næringarríkum og barnvænum uppskriftum á Instagram-síðu sinni, auk ýmiss fróðleiks um heilsu. Nú hefur hún fært hinn klassíska ítalska eftirrétt tíramísú í hollari búning. Lífið 14.8.2025 16:38
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Neytendur 14.8.2025 15:07
Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Hallgrímur Helgason hrinti af stað mikill umræðu um skyr á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði borðað sveitaskyr frá Erpsstöðum og spurði í kjölfarið hvernig Íslendingar hefðu glutrað niður þessu gamla skyri. Fjölmargir syrgja gamla skyrið. Menning 14.8.2025 14:41
Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Gregg Wallace, fyrrverandi kynnir sjónvarpsþáttanna MasterChef, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl. Wallace var sakaður um óviðeigandi talsmáta og hegðun við tökur MasterChef í fyrra. Erlent 26. júlí 2025 10:05
„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða. Neytendur 24. júlí 2025 18:58
Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Þennan fimmtudaginn býður BBQ kóngurinn upp á æðislegan pulled pork hamborgara sem tekur bara 10 mínútur að elda. Rúsínan í pylsuendanum er svo pikklað rauðkál sem skýtur réttinum beint upp í meistaradeildina. Lífið samstarf 24. júlí 2025 08:52
Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Það ríkti frábær og ilmandi stemning í Hljómskálagarðinum í Reykjavík um helgina. Götubitahátíðin fór fram föstudag til sunnudags og var aðsóknin mjög góð. Bylgjulestin mætti í garðinn á laugardaginn og var í beinni útsendingu milli kl. 12 og 16. Lífið samstarf 23. júlí 2025 10:43
Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa „Ég nærist á orkunni í náttúrunni og er þessi týpa sem er með milljón landslagsmyndir í símanum mínum. Við erum svo nýbúnar að setja á laggirnar gönguhóp sem kallast Gelluvaktin,“ segir framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz sem er einn mesti göngugarpur sumarsins. Lífið 14. júlí 2025 11:26
Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Í dag býður BBQ kóngurinn upp á virkilega girnilega pizzaloku sem er stútfull af girnilegu áleggi og bragðmiklum ostum og sósum. Lífið samstarf 10. júlí 2025 09:27
Próteinbollur að hætti Gumma kíró Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, deildi nýlega einfaldri og fljótlegri uppskrift að próteinbollum sem eru stútfullar af næringu. Bollurnar eru mjúkar og einstaklega ljúffengar – sérstaklega með smjöri og osti. Lífið 9. júlí 2025 11:33
Skákborðsréttir nýjasta matartískan Réttir skornir í skákborðsmynstur hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum og má víða sjá myndir af litríku og fallega uppsettu hráefni sem líkist helst listaverki. Ef þú ert að leita að léttum rétti í sumarveisluna sem bragðast jafnvel enn betur en hann lítur út fyrir að gera gæti þessi nýjasta matartíska verið eitthvað fyrir þig. Lífið 8. júlí 2025 15:19
Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sumarið kallar á létta og litríka rétti sem kæta bragðlaukana. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér ljúffengu og matarmiklu barbecue kjúklingasalati sem hentar einstaklega vel á heitum sumardegi. Lífið 4. júlí 2025 15:31
Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Fimmtíu metra langborði með hvítum dúkum verður komið fyrir á Laugaveginum í miðborginni á morgun þar sem fólki verður boðið að koma saman yfir mat og drykk. Skipuleggjendur lentu í vandræðum með leyfisveitingu en nú hefur verið greitt úr öllu slíku og búist er við miklu betra veðri en þegar upphaflega átti að leggja á langborðið. Viðskipti innlent 4. júlí 2025 15:17
Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Matgæðingurinn Adam Karl Helgason deildi nýverið uppskrift að einföldu en bragðgóðu rækjutakkói sem hann segir að hafi reynst lykillinn að ástarsambandi hans og raunveruleikastjörnunnar Ástrósar Traustadóttur. Lífið 1. júlí 2025 13:09
Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Ölgerðin, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla Lay´s Nacho Cheese snakk og Lay´s Bugles Original, með best fyrir merkingu: BF 22.11.2025. Neytendur 28. júní 2025 20:11
Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Næstu fimmtudaga mun BBQ kóngurinn, í samvinnu við Nathan & Olsen, færa lesendum Vísis girnilegar uppskriftir fyrir grillsumarið. Lífið samstarf 26. júní 2025 11:31
„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi. Viðskipti erlent 26. júní 2025 10:44
Íslendingur missir leyfið fyrir KFC í Danmörku eftir meiriháttar hneyksli KFC hefur lokað öllum veitingahúsum sínum í Danmörku eftir að upp komst um meiriháttar vanrækslu á heilsuháttarverklagi. Leyfishafi keðjunnar í Danmörku var Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson en faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986. Viðskipti erlent 25. júní 2025 22:23
Sumarleg og saðsöm salöt Þrátt fyrir að sólin sé ekki mikið fyrir það að láta sjá sig þessa dagana er sumar í lofti og gróðurinn sjaldan verið grænni. Þá er upplagt að bjóða í sumarlegt matarboð en heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir deilir hér girnilegum salat uppskriftum þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Lífið 24. júní 2025 15:01
Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Farið er að síga á seinnihluta júnímánaðar og fer nú hver að verða síðastur hér á landi að fara í langþráð sumarfrí. Í hönd fara gönguferðir, útilegur, ættarmót og tjaldferðalög þar sem vinsælt er að hafa harðfiskbita um hönd. Harðfiskur fæst af ýmsum stærðum og gerðum, og hver hefur sína skoðun á því hvernig best er að neyta hans. Matur 22. júní 2025 14:52
Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða. Neytendur 22. júní 2025 12:00
Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Matreiðslubókin Veislumatur landnámsaldar vann til fyrstu verðlauna í flokki Norrænnar matargerðar á Gourmand verðlaunahátíðinni í Estoril í Portúgal. Gourmand verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. Lífið 20. júní 2025 13:33
Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Einn vinsælasti kokteill allra tíma er hinn klassíski Espresso Martini. Hér er á ferðinni ómótstæðilegur eftirréttur sem fangar alla þá dásamlegu bragðblöndu sem Espresso Martini býður upp á. Botninn er úr mjúkri og ríkri brownieköku með léttri og silkimjúkri kaffimús með sterku kaffibragði og smá sætu. Lífið 19. júní 2025 15:44
Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Allir þrír staðirnir hérlendis sem skartað hafa hinni eftirsóttu Michelin-stjörnu halda stjörnunni milli ára. Tvær breytingar eru þó frá síðastu Michelin-vegahandbók en Óx hlaut græna stjörnu ásamt þeirri hefðbundnu og Hosiló bætist á lista yfir veitingastaði sem dekkjaframleiðandinn mælir með. Viðskipti innlent 19. júní 2025 13:54