Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sprenging í Osló og stórt svæði girt af

Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 

Erlent
Fréttamynd

Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump

Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

„Al­var­legasta á­rásin gegn dönskum inn­viðum til þessa“

Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð.

Erlent
Fréttamynd

Kastrup lokað vegna drónaflugs

Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist.

Erlent
Fréttamynd

Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn

Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að tengja paracetamol við ein­hverfu

Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Segir Pól­verja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum.

Erlent
Fréttamynd

Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs

Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið.

Erlent
Fréttamynd

„Ég hata and­stæðing minn, fyrir­gefðu Erika“

Margir af áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna komu saman á minningarathöfn Charlies Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna, í Arizona í gær. Donald Trump, forseti, lokaði athöfninni með um 45 mínútna ávarpi en þar áður höfðu margir úr ríkisstjórn hans haldið ávörp en athöfnin stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir og mættu tugir þúsunda manna.

Erlent
Fréttamynd

Í fyrsta sinn fleiri börn með of­fitu en í undirþyngd

Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir­gefur morðingjanum

Erika Kirk fyrirgefur manninum sem myrti eiginmann hennar. Kristur sjálfur hefði gert slíkt hið sama, sem og Charlie Kirk maður hennar heitinn. Hún segir að svarið við hatri sé ekki frekara hatur, heldur kærleikur og ást. 

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Minningar­at­höfn Charli­e Kirk

Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki.

Erlent
Fréttamynd

Kanada, Bret­land og Ástralía viður­kenna Palestínu

Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Vance á­varpa minningar­at­höfn Charlie Kirk

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans.

Erlent
Fréttamynd

Búast við því að Bretar viður­kenni sjálf­stæði Palestínu í dag

Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag.

Erlent