Svala slær sér upp Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. Lífið 26.1.2025 10:00
Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Vinir og fjölskylda Ásgeirs H. Ingólfssonar, skálds og blaðamanns, komu saman á svokallaðri Lífskviðu í Kjarnaskógi í dag. Innlent 25.1.2025 20:36
Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Akureyrski blaðamaðurinn og skáldið Ásgeir H. Ingólfsson er látinn 48 ára að aldri. Hann lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Menning 25.1.2025 12:25
Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Tilkynnt var fyrir skemmstu hvaða kvikmyndir hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár. Þar kennir ýmissa grasa en kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í flestum flokkum, alls þrettán talsins sem er met fyrir mynd þar sem enska er ekki aðaltungumálið. Framlag Íslands í ár kvikmyndin Snerting hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar. Lífið 23. janúar 2025 14:12
Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. Innlent 23. janúar 2025 13:57
Snerting ekki tilnefnd til Óskars Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins. Lífið 23. janúar 2025 13:44
Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Hafnfirska rokkhljómsveitin SIGN treður upp í Gamla bíói 23. maí í samstarfi við útvarpsstöðina X977. SIGN er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar rokksögu og fyrsta íslenska „emo“ bandið sem sprakk út. Lífið samstarf 23. janúar 2025 13:00
Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda. Lífið 23. janúar 2025 12:00
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. Innlent 23. janúar 2025 11:58
Gervais minnist hundsins úr After Life Breski grínistinn Ricky Gervais hefur greint frá því að hundurinn sem fór með hlutverk Brandy í þáttunum After Life sé allur. Lífið 23. janúar 2025 08:52
Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík „Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. Tónlist 23. janúar 2025 07:01
Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan varúlfahrylling. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2025 22:32
„Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Hjónin og listaparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Nesvík á Kjalarnesi þann 21. desember síðastliðinn í návist sinna nánustu. Blaðamaður ræddi við Ellen um ástina og stóra daginn. Lífið 22. janúar 2025 20:00
Orri Freyr er Orri óstöðvandi Sögupersónan vinsæla, Orri óstöðvandi, er nefnd í höfuðið á Orra Frey Þorkelssyni, landsliðsmanni í handbolta. Bjarni Fritzson, höfundur bókanna um Orra óstöðvandi, ljóstraði þessu upp í Pallborðinu. Handbolti 22. janúar 2025 15:06
Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Anna Rós Árnadóttir hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Skeljar. Menning 22. janúar 2025 08:54
Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Baltasar Kormákur leikstjóri segir að gróðureldar í Los Angeles hafi sett strik í reikninginn vegna kynningarstarfs á kvikmyndinni Snertingu fyrir Óskarsakademíuna. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort myndin verði á lista erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til verðlaunanna en Baltasar fær ekkert að vita fyrr en á sama tíma og allir aðrir. Sérstök hátíðarsýning á myndinni fer fram í Kringlunni á fimmtudag. Lífið 22. janúar 2025 07:03
155 milljónir til sviðslistaverkefna Sviðslistasjóður styrkir verkefni í sviðslistum um 155 milljónir í ár. Sviðslistaráð úthlutar 98 milljónum til 12 atvinnusviðslistahópa og þeim fylgja 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks. 98 mánuðum var úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna, og nemur stuðningur til sviðslista rúmlega 155 milljónum króna. Innlent 21. janúar 2025 18:53
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. Bíó og sjónvarp 21. janúar 2025 15:38
Meintur stuldur á borð RÚV Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. Lífið 21. janúar 2025 13:46
Björk mætir á stóra skjáinn „Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. Tónlist 21. janúar 2025 11:24
Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Splunkuný viðburðasíða er komin í loftið hér á Vísi í samvinnu við Mobilitus. Á síðunni er að finna þúsundir viðburða á aðgengilegan hátt. Lífið samstarf 21. janúar 2025 11:20
Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Breski rokkgítarleikarinn John Sykes, sem lék meðal annars með sveitunum Whitesnake og Thin Lizzy, er látinn. Hann varð 65 ára. Tónlist 21. janúar 2025 10:46
Litríkar umbúðir en lítið innihald Ungfrú Ísland er verðlaunuð skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum og fjallar um baráttu rithöfundarins Heklu Gottskálksdóttur fyrir því að fá verk sín útgefin og hljóta viðurkenningu og virðingu meðal samferðarfólks síns. Gagnrýni 21. janúar 2025 07:02
Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Það var hátíðarandi í lofti á föstudagskvöld þegar Borgarleikhúsið frumsýndi leikritið Ungfrú Ísland. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni landsins hvort sem var um að ræða Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson eða Berglindi Festival og Joey Christ. Menning 20. janúar 2025 20:02