Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Fölsuð verk til sýnis á Lista­safni Ís­lands

Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég hef ekkert með einka­skóla að gera“

Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 

Innlent
Fréttamynd

Lausn mennta­mála­ráð­herra sé vald­níðsla

Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð.

Innlent
Fréttamynd

Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND

Bandaríski leikarinn Eric Dane, sem þekktur er fyrir að hafa um árabil farið með hlutverk í þáttunum Grey‘s Anatomy, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, tegund af MND.

Lífið
Fréttamynd

Mikil­vægi skólasafna – meira en bókageymsla

Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar.

Skoðun
Fréttamynd

Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki

Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana.

Lífið
Fréttamynd

Söngnemendur á Hvols­velli með Kabarett

Mikil spenna og eftirvænting er á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring því söngnemendur í Tónlistarskóla Rangæinga hafa æft söng kabarett síðustu vikurnar, sem sýndur verður í Hvolnum á Hvolsvelli. Átján ára aldurstakmark er á kabarettinn.

Lífið
Fréttamynd

Rísandi stór­stjarna og al­vöru hjartaknúsari

Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Katrín Hall­dóra fyllir í stóra skó

Leikkonan Katrín Halldóra hefur nú bæst við í leikarahóp á sýningunni Þetta er Laddi. Hún tekur við keflinu af Völu Kristínu sem er á leið í fæðingarorlof en hún á von á frumburði sínum með leikaranum Hilmi Snæ.

Lífið
Fréttamynd

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin

Val Kilmer var heittrúaður method-leikari sem sökkti sér ofan í hlutverk sín en fékk líka orð á sig fyrir að vera dyntótt dramdrottning og erfiður í samskiptum. Í tilefni andláts Vals Kilmer hefur Vísir tekið saman tíu bestu og tíu verstu myndir leikarans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Opið bréf til Frið­riks Þórs

Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar.

Skoðun
Fréttamynd

Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt

Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba.

Lífið
Fréttamynd

„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“

„Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur.

Lífið
Fréttamynd

80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada

Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands.

Lífið