Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rit­höfundur ráðinn til varnar­mála­skrif­stofunnar

Halldór Armand rithöfundur hefur hafið störf hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Ekki er þó um jafndrastísk vistaskipti að ræða og mætti halda, en Halldór er menntaður í alþjóðalögum og hefur lengi haft áhuga á utanríkismálum.

Innlent
Fréttamynd

Kol­finna leik­stýrir kærastanum í annað sinn

Kolfinna Nikulásdóttir mun leikstýra einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 31. október næstkomandi. Leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas og jafnframt kærasti Kolfinnu, fer með aðalhlutverk sýningarinnar. 

Menning
Fréttamynd

Til­kynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans

Taylor Swift tilkynnti tólftu plötu sína, The Life of a Showgirl, eftir að hafa birt dularfulla niðurtalningu á heimasíðu sinni. Swift greindi frá plötunni í stiklu fyrir nýjasta hlaðvarpsþátt Travis og Jason Kelce sem birtist í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Nýr Rambo fundinn

Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Superstore-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Jon Miyahara, sem fór með hlutverk hins þögla Brett Kobashigawa í gamanþáttunum Superstore, er látinn, 83 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir listamannanafni sínu Mugison, og Rúna Esradóttir gengu í það heilaga í gær við fallega athöfn sem fór fram utandyra. Þau voru vígð í viðurvist foreldra og systkina.

Lífið
Fréttamynd

Bay segir skilið við Smith

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði.

Lífið
Fréttamynd

Geisla­sverð Svart­höfða til sölu

Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna.

Erlent
Fréttamynd

Hvers vegna fær Inn­rásin frá Mars núll í ein­kunn?

Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum.

Lífið
Fréttamynd

Walking Dead-leikkona látin

Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri.

Lífið