Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“

    „Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 

    Handbolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Spennan gríðar­leg þegar ein um­ferð er eftir

    Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrir­heit fyrir Fram

    Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ekki hættur í þjálfun

    Gunnar Magnús­son lætur af störfum sem þjálfari karla­liðs Aftur­eldingar í hand­bolta eftir yfir­standandi tíma­bil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur al­farið í þjálfun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar kveður og Stefán tekur við

    Gunnar Magnússon hættir í vor sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, eftir fimm leiktíðir í Mosfellsbænum. Við starfi hans tekur núverandi aðstoðarmaður hans, Stefán Árnason.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Róbert hættir með Gróttu eftir tíma­bilið

    Róbert Gunnarsson, betur þekktur sem Robbi Gunn, hættir sem þjálfari Gróttu að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handbolta. Davíð Örn Hlöðversson, aðstoðarþjálfari Róberts, tekur við liðinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gríðar­leg spenna á toppnum

    Þegar aðeins einn leikur er eftir í 18. umferð Olís deild karla í handbolta er gríðarleg spenna á toppi sem og botni. Íslandsmeistarar FH eru með 27 stig líkt og Fram, Valur með stigi minna á meðan Afturelding er með 25 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga

    Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22.

    Handbolti