Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Stuðningsmenn ítalska stórveldisins AC Milan eru hundóánægðir með bandaríska eigandann Gerry Cardinale og beittu nýrri aðferð til að láta óánægju sína í ljós í dag, í heimaleik gegn Parma. Þeir ættu hins vegar að geta glaðst yfir úrslitum leiksins. Fótbolti 26.1.2025 13:35
Karólína hóf árið á stoðsendingu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Leverkusen eru komnar aftur af stað í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir vetrarfrí frá því fyrir jól. Þær byrjuðu á góðum 2-1 útisigri gegn Freiburg. Fótbolti 26.1.2025 13:08
„Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Pep Guardiola segir að flestir leikmenn sínir hjá Manchester City hafi verið hjá félaginu í fleiri ár og það þurfi meira en slæman tveggja mánaða kafla til að breyta skoðun Spánverjans á þeim. Manchester City vann Chelsea 3-1 í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 25.1.2025 23:01
Komu til baka eftir skelfilega byrjun Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 25. janúar 2025 17:00
Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag. Enski boltinn 25. janúar 2025 16:49
Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg. Fótbolti 25. janúar 2025 16:43
Einbeittur brotavilji Víkinga Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ. Íslenski boltinn 25. janúar 2025 16:37
Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur fengið þau skilaboð frá vinnuveitendum sínum í FC Kaupmannahöfn að hann skuli finna sér nýtt félag. Fótbolti 25. janúar 2025 15:32
Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti. Enski boltinn 25. janúar 2025 14:31
Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Íslendingaliðið Düsseldorf afar dýrmætan 3-2 útisigur gegn Karlsruhe í dag, með sigurmarki í uppbótartíma. Fótbolti 25. janúar 2025 14:02
„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. Enski boltinn 25. janúar 2025 11:47
Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Fótboltamaðurinn fyrrverandi, Joey Barton, ýtti eiginkonu sinni og sparkaði svo í höfuð hennar á heimili þeirra fyrir þremur árum. Enski boltinn 25. janúar 2025 09:00
Tveggja marka tap í toppslagnum Inter tapaði 2-0 á útivelli gegn Juventus í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 24. janúar 2025 19:33
ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð ÍBV heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Bestu deildinni í fótbolta eftir að hafa unnið sér sæti þar á nýjan leik á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 24. janúar 2025 16:47
Lífið leikur við Kessler Walker Kessler hefur slegið í gegn í NBA deildinni í körfubolta í vetur en frammistaðan hans inn á vellinum eru ekki einu góðu fréttirnar á heimilinu. Fótbolti 24. janúar 2025 13:32
Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, myndi fagna því ef Manchester City kæmist ekki áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 24. janúar 2025 12:30
Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Bruno Fernandes tryggði Manchester United 2-1 sigur gegn Rangers í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld, í blálokin. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. Enski boltinn 24. janúar 2025 11:30
Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Draumur Róberts Frosta Þorkelssonar um að verða atvinnumaður í fótbolta er að rætast því Stjarnan hefur selt hann til sænska félagsins GAIS. Róbert Frosti ætlar svo síðar að láta annan draum rætast, með Stjörnunni. Fótbolti 24. janúar 2025 10:53
Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Framarar hafa styrkt hjá sér miðjuna fyrir komandi sumar í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 24. janúar 2025 09:01
Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Réttarhöld eru hafin gegn konu sem réðst á enska úrvalsdeildarleikmanninn Yoane Wissa og reyndi að ræna dóttur hans. Enski boltinn 24. janúar 2025 07:32
Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United. Nú hafa forráðamenn liðsins staðfest að eyðsla liðsins undanfarin tímabil hafi farið úr öllu valdi og félagið þurfi því að gera ýmsar ráðstafanir til að lenda ekki í svörtu bókinni þegar kemur að fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Endi liðið í svörtu bókinni gætu stig verið dregin af því. Enski boltinn 24. janúar 2025 07:02
„Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fyrirliðinn Bruno Fernandes var hetja Manchester United þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Rangers. Mark fyrirliðans kom í blálokin eftir að gestirnir höfðu jafnað þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Fótbolti 23. janúar 2025 23:01
Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Real Sociedad steinlá fyrir Lazio í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson mátti þola það að sitja á bekknum allan leikinn sem Lazio vann 3-1. Fótbolti 23. janúar 2025 22:30
Loks vann Tottenham Tottenham Hotspur er í góðum málum í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hoffenheim. Gestirnir frá Lundúnum höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum í Evrópu en lönduðu mikilvægum þremur stigum í kvöld. Fótbolti 23. janúar 2025 20:01