Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Vísar slúðrinu til föður­húsanna

Hinn brasilíski Lucas Paquetá er enn eina orðaður frá West Ham United. Greint var frá því á dögunum að hann ætlaði sér að yfirgefa félagið í janúar. Segja má að Paquetá hafi svarað því slúðri sjálfur með myndbirtingu á samfélagsmiðlum.

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Arteta fyrstur stjóranna á fætur

Stjórarnir í ensku úrvalsdeildinni taka daginn snemma enda í mörg horn að líta í vægast sagt stressandi starfi. Það kemst fátt annað að en fótbolti í lífi þeirra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þor­steinn breytir engu á milli leikja

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, teflir fram nákvæmlega sama byrjunarliði í dag og í fyrri leiknum á móti Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja spurningar vakna um stöðu Elísa­betar

Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior

Real Madrid mun ekki refsa eða setja brasilíska knattspyrnumanninn Vinícius Júnior í leikbann vegna öfgafullra viðbragða og leiðinda leikmannsins eftir að honum var skipt út af í EL Clásico-leiknum á móti Barcelona á sunnudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fluttu fréttir af snjónum í Reykja­vík

Norðurírsku landsliðskonurnar virðast síður en svo hafa látið það á sig fá að lenda í snjókomunni miklu í Reykjavík í gær. Þær hafa brugðið á leik á samfélagsmiðlum á meðan að þær bíða eftir leiknum mikilvæga við Ísland í dag, í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Sýknaður í al­var­legu ofbeldismáli

Eron Gojani, leikmaður Íslendingaliðsins HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var ákærður fyrir aðild að líkamsárás fyrr á þessu ári. Nú hefur átján ára gamli drengurinn verið sýknaður.

Fótbolti
Fréttamynd

FH bíður með að til­kynna nýjan þjálfara

FH hefur ákveðið að bíða með að tilkynna nýjan þjálfara en stefnt var að því að kynna arftaka Heimis Guðjónssonar nú áður en nóvember hefst. Frestunin gerir það að verkum að komið verður vetrarfrí í danska boltanum þegar tilkynningin loks berst.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Anguissa hetja meistaranna

Tveir leikir fóru fram í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu, í kvöld. Ítalíumeistarar Napoli lögðu Lecce naumlega á meðan Atalanta og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli.

Fótbolti