Audi vann Le Mans í 13. sinn Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 10:33 Audi R18 etron á fullri ferð í Le Mans um helgina. Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent