Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 15:47 Leikskólinn var sótthreinsaður og þrifinn áður en börnin fengu að fara aftur í leikskólann. Ekkert barn fær að koma aftur nema það hafi verið einkennalaust í tvo daga og niðurstöður úr rannsóknum séu neikvæðar. Vísir/Einar Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra. Eins og fram kom í síðustu viku var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Allt að 45 börn veiktust á leikskólanum. Enn er einhver fjöldi inniliggjandi á Barnaspítalanum. Fyrr í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél. Leikskólinn opnaði aftur á þriðjudag. Börnin fá nú mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum. „FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra. Bent á að tilkynna til Sjóvá Þar kemur einnig fram að öll börn á leikskólum FS séu tryggð hjá Sjóvá auk þess sem FS sé með ábyrgðartryggingu hjá þeim, og að bótaskylda sé viðurkennd. „Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum,“ segir í tölvupóstinum og að búast megi við því að það muni taka tíma að vinna málin og safna gögnum. Þá er foreldrum að endingu bent á að hafa samband við Sjóva og að FS geti aðstoðað ef þörf er á. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Háskólar Leikskólar Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40 E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu viku var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Allt að 45 börn veiktust á leikskólanum. Enn er einhver fjöldi inniliggjandi á Barnaspítalanum. Fyrr í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél. Leikskólinn opnaði aftur á þriðjudag. Börnin fá nú mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum. „FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra. Bent á að tilkynna til Sjóvá Þar kemur einnig fram að öll börn á leikskólum FS séu tryggð hjá Sjóvá auk þess sem FS sé með ábyrgðartryggingu hjá þeim, og að bótaskylda sé viðurkennd. „Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum,“ segir í tölvupóstinum og að búast megi við því að það muni taka tíma að vinna málin og safna gögnum. Þá er foreldrum að endingu bent á að hafa samband við Sjóva og að FS geti aðstoðað ef þörf er á.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Háskólar Leikskólar Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40 E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40
E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent