Kynfræðsla í 1.bekk sigga dögg skrifar 29. september 2015 11:15 Vísir/Getty Í Hollandi byrjar formleg kynfræðsla hjá fjögurra ára gömlum börnum. Nú kunna sumir að reka upp stór augu en það sem er raunverulega verið að gera er að leggja grunninn að þekkingu um tilfinningar, ástina, líkamann og að virða eigin mörk og annarra. Holland státar af myndarlegri heilbrigðis tölfræði þegar kemur að kynlífi, eins og þessi grein telur upp, og hefur það löngum sýnst sig í rannsóknum að kynfræðsla hvetur ekki til kynlífs. Á fimmtudaginn verður haldið málþing og vinnusmiðja um kynfræðslu fyrir börn á aldrinum 5 til 8 ára á Natura hótel. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir bæði leikskólakennara, kennara og foreldra til að fræðast um hvernig megi svara þessum hjartans spurningum. Málþingið er hluti af samnorrænni kynfræði ráðstefnu og munu bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar fræða. Meðal fyrirlesara verða Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og mun hún fjalla um mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar og hvernig við tölum við börn um líkamann og verum góðar fyrirmyndir. Suss Ahman er finnskur kynfræðingur sem fjallar um kynfræðslu til barna og hvernig hún er fer fram í Finnlandi. Einnig verða til sýnis brúður og spil sem kenna börnum á líkamann auk þess sem Sigga Dögg kynfræðingur mun fjalla um kynfræðslu á Íslandi og taka dæmi um hvernig megi svara spurningum barna um hvernig þau verða til, og hvað einkenni heilbrigðan kynferðislegan áhuga og hvernig megi greina heilbrigðan frá varhugaðverðum.Hægt er að senda skilaboð til að fá að vita meira og skrá sig. Heilsa Tengdar fréttir Kynferðislegir leikir barna Flest börn leika einhvers konar kynferðislega leiki á einum tímapunkti en hvað er eðlilegt í þeim málum? 8. október 2014 11:00 John Oliver tekur kynfræðslu og mikilvægi hennar fyrir „Ekkert foreldri vill tala við barn sitt um kynlíf og ekkert barn vill tala um kynlíf við foreldri sitt,“ segir hann. 10. ágúst 2015 12:55 Handbók fyrir foreldra um kynlíf Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir gefur út sína fyrstu bók, Kjaftað um kynlíf. 10. apríl 2014 12:00 Kynlífsforvitni unglinganna Algengar spurningar sem grunnskólanemendur hafa um kynlíf og spyrja að nafnlaust í kynfræðslu 24. janúar 2015 10:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Í Hollandi byrjar formleg kynfræðsla hjá fjögurra ára gömlum börnum. Nú kunna sumir að reka upp stór augu en það sem er raunverulega verið að gera er að leggja grunninn að þekkingu um tilfinningar, ástina, líkamann og að virða eigin mörk og annarra. Holland státar af myndarlegri heilbrigðis tölfræði þegar kemur að kynlífi, eins og þessi grein telur upp, og hefur það löngum sýnst sig í rannsóknum að kynfræðsla hvetur ekki til kynlífs. Á fimmtudaginn verður haldið málþing og vinnusmiðja um kynfræðslu fyrir börn á aldrinum 5 til 8 ára á Natura hótel. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir bæði leikskólakennara, kennara og foreldra til að fræðast um hvernig megi svara þessum hjartans spurningum. Málþingið er hluti af samnorrænni kynfræði ráðstefnu og munu bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar fræða. Meðal fyrirlesara verða Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og mun hún fjalla um mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar og hvernig við tölum við börn um líkamann og verum góðar fyrirmyndir. Suss Ahman er finnskur kynfræðingur sem fjallar um kynfræðslu til barna og hvernig hún er fer fram í Finnlandi. Einnig verða til sýnis brúður og spil sem kenna börnum á líkamann auk þess sem Sigga Dögg kynfræðingur mun fjalla um kynfræðslu á Íslandi og taka dæmi um hvernig megi svara spurningum barna um hvernig þau verða til, og hvað einkenni heilbrigðan kynferðislegan áhuga og hvernig megi greina heilbrigðan frá varhugaðverðum.Hægt er að senda skilaboð til að fá að vita meira og skrá sig.
Heilsa Tengdar fréttir Kynferðislegir leikir barna Flest börn leika einhvers konar kynferðislega leiki á einum tímapunkti en hvað er eðlilegt í þeim málum? 8. október 2014 11:00 John Oliver tekur kynfræðslu og mikilvægi hennar fyrir „Ekkert foreldri vill tala við barn sitt um kynlíf og ekkert barn vill tala um kynlíf við foreldri sitt,“ segir hann. 10. ágúst 2015 12:55 Handbók fyrir foreldra um kynlíf Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir gefur út sína fyrstu bók, Kjaftað um kynlíf. 10. apríl 2014 12:00 Kynlífsforvitni unglinganna Algengar spurningar sem grunnskólanemendur hafa um kynlíf og spyrja að nafnlaust í kynfræðslu 24. janúar 2015 10:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Kynferðislegir leikir barna Flest börn leika einhvers konar kynferðislega leiki á einum tímapunkti en hvað er eðlilegt í þeim málum? 8. október 2014 11:00
John Oliver tekur kynfræðslu og mikilvægi hennar fyrir „Ekkert foreldri vill tala við barn sitt um kynlíf og ekkert barn vill tala um kynlíf við foreldri sitt,“ segir hann. 10. ágúst 2015 12:55
Handbók fyrir foreldra um kynlíf Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir gefur út sína fyrstu bók, Kjaftað um kynlíf. 10. apríl 2014 12:00
Kynlífsforvitni unglinganna Algengar spurningar sem grunnskólanemendur hafa um kynlíf og spyrja að nafnlaust í kynfræðslu 24. janúar 2015 10:00