Bílar

Kia Niro EV efstur hjá J.D. Power

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kia e-Niro
Kia e-Niro

Kia eigendur völdu Kia Niro besta bílinn annað árið í röð í áreiðanleikakönnun J.D. Power fyrir eigendur rafbíla.

Yfir 8 þúsund bandarískir rafbílaeigendur tóku þátt í könnuninni. Kia Niro EV varð efstur yfir fjöldaframleidda bíla í þessum flokki og er þetta annað árið í röð sem bíllinn fær þessi eftirsóttu verðlaun. Eigendur Kia Niro EV voru sérlega ánægðir með góða drægni bílsins á rafmagni, lágan viðhaldskostnað, sem og hönnun og aksturseiginleika bílsins.

Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-rásinni What Car? um Kia e-Niro.

Niro hefur selst í 1275 eintökum hérlendis. Þar af eru 503 bílar í hreinni rafútgáfu. Fyrstu rafbílarnir af Niro gerð komu árið 2019 til landsins.

Kia Niro hefur spilað stórt hlutverk í rafbílavæðingu Kia. Kia Niro EV hefur verið mest seldi rafbíll Kia síðan hann kom á markað árið 2017 og hefur drægni hans verið aukin jafnt og þétt á þeim tíma. Niro EV hefur verið vinsæll og fengið mikið lof fyrir áreiðanleika, góða drægni og aksturseiginleika.






×