Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. nóvember 2024 22:24 Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsölu Landspítalans (ELMA). Aðsend Nýbúi frá Moldóvu hyggst selja íbúð sem hann hefur verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár eins síns liðs og flytja í minni og ódýrari íbúð hinu megin við götuna. Ástæðuna segir hann vera til að borga niður lánið sitt og verða skuldlaus. Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“ Innflytjendamál Moldóva Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“
Innflytjendamál Moldóva Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira