Körfubolti

Fréttamynd

LeBron James laus af spítala

Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers losnaði af sjúkrahúsi í gærkvöldi eftir að hafa gengist undir fjölda rannsókna vegna sársauka sem hann hafði fyrir brjósti. Skelfing greip um sig meðal forráðamanna liðsins þegar tíðindin bárust, en James hefur nú verið að fullu útskrifaður.

Sport
Fréttamynd

Sex æfingaleikir í NBA í nótt

Æfingatímabilið í NBA deildinni í körfubolta er nú komið á fullan skrið og í nótt voru sex leikir á dagskrá. Golden State burstaði Los Angeles Lakers á Hawaii og meistarar San Antonio töpuðu öðrum leiknum í röð, nú gegn Washington.

Sport
Fréttamynd

Sjö leikir í körfunni í kvöld

Iceland Express deildin, eða úrvalsdeild karla í körfubolta hefst í kvöld þar sem spiluð verður heil umferð, eða sex leikir. Þá verður einn leikur í úrvalsdeild kvenna. Haukar taka á móti Grindavík á Ásvöllum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar lögðu ÍR

Íslandsmeistarar Keflavíkur áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍRinga í Seljaskóla í fyrsta leiknum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. ÍRingar höfðu reyndar forystu eftir fyrsta leikhlutann, 25-23, en eftir það var leikurinn eign Íslandsmeistaranna, sem sigruðu 98-81.

Sport
Fréttamynd

Sex æfingaleikir í NBA í nótt

Sex æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Andrew Bogut skoraði 9 stig og hirti 9 fráköst í fyrsta leik sínum með Milwaukee Bucks og Allen Iverson skoraði 27 stig í góðum sigri Philadelphia á meisturum San Antonio Spurs.

Sport
Fréttamynd

Tvöfaldur sigur Grindvíkinga

Karla og kvennalið Grindavíkur unnu bæði leiki sína gegn Haukum í Iceland Express deildinni í kvöld. Kvennaliðið lagði Hauka að Ásvöllum 82-70, en karlaliðið vann Haukana 103-73. Þá voru nokkrir aðrir leikir á dagskrá í karlaflokki.

Sport
Fréttamynd

Tekur Krzyzewski við liði USA?

Körfuboltaþjálfarinn góðkunni, Mike Krzyzewski, sem þjálfað hefur lið Duke-háskólans við góðan orðstír síðustu ár, verður næsti aðalþjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta, ef marka má frétt í USA Today. >

Sport
Fréttamynd

Keflavíkurstúlkur lögðu ÍS

Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörnina með sigri í Iceland Express deildinni í körfuknattleik kvenna í gærkvöld, þegar liðið lagði Stúdínur með 77 stigum gegn 61. Reshea Bristol var stigahæst í liði Keflavíkur með 16 stig og Signý Hermannsdóttir skoraði sömuleiðis 16 fyrir ÍS.>

Sport
Fréttamynd

Blikastúlkur burstuðu KR

Nýliðar Breiðabliks unnu auðveldan sigur á KRingum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi, 89-58, en leikið var í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Staðan í hálfleik var jöfn 31-31, en Blikastúlkur unnu síðari hálfleikinn 58-27.>

Sport
Fréttamynd

Artest eins og dýr í búri

Ron Artest hefur gefið það út að þó hann hafi lofað bót og betrun eftir leikbannið sitt langa síðasta vetur, muni hann ekki verða eins og engill inni á vellinum á komandi leiktíð, heldur spila eins og "villidýr sem ætti að vera lokað inni í búri.">

Sport
Fréttamynd

Stoudemire frá í fjóra mánuði

Lið Phoenix Suns varð fyrir gríðarlegu áfalli í dag þegar í ljós kom að lykilmaður liðsins, Amare Stoudemire, verði frá í allt að fjóra mánuði eftir að hann gekkst undir uppskurð á hné. Stoudemire er ein skærasta stjarnan í NBA deildinni í dag og skemmst er að minnast tilþrifa hans í úrslitakeppninni í vor.

Sport
Fréttamynd

Spáin kom Einari á óvart

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeildinni í körfubolta, segir að nýútkomin spá forráðamanna, þjálfara og leikmanna hafi komið sér nokkuð á óvart, en eins og greint var frá hér á Vísi í dag, var Njarðvíkingum spáð efsta sæti í deildinni í vetur.

Sport
Fréttamynd

NBA leikmenn söfnuðu milljón

Miami Heat og San Antonio Spurs mættust í gærkvöld í sérstökum fjáröflunarleik fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Miami hafði betur 103-101, en leikurinn var einnig liður í æfingatímabili liðanna tveggja. Yfir ein milljón Bandaríkjadala safnaðist í kjölfar leiksins.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík spáð sigri í körfunni

Njarðvíkingum er spáð efsta sætinu í IcelandExpress deildinni í körfubolta karla í vetur, en Keflvíkingum í kvennaflokki. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag, þar sem þjálfarar og leikmenn kunngerðu spá sína um niðurröðun liða í efstu deild í vetur.

Sport
Fréttamynd

Hughes fékk óblíðar móttökur

Larry Hughes, fyrrum leikmaður Washington Wizards og núverandi leikmaður Cleveland Cavaliers, fékk óblíðar móttökur í gærkvöldi  þegar hann lék sinn fyrsta leik með nýja liðinu sínu í MCI Center í Washington.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir gegn Haukum

Keflavíkurstúlkur fara á kostum í fyrri hálfleik gegn Haukum í meistarakeppni KKÍ í keflavík, en staðan er 38-19 í hálfleik fyrir Keflavík. Keflavíkurliðið er til að mynda með jafn marga stolna bolta (19) og Haukarnir stig í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík leiðir í hálfleik

Njarðvíkingar eru yfir í hálfleik gegn grönnum sínum í Keflavík í meistarakeppni KKÍ, en leikurinn fer fram í Keflavík og er viðureign Íslands- og bikarmeista síðasta árs. Staðan er 46-42 fyrir Njarðvík í fjörugum leik.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Keflavíkurstúlkna

Kvennalið Keflavíkur vann auðveldan sigur á Haukum í meistarakeppninni í körfubolta í dag. Eftir að staðan var 38-19 í hálfleik fyrir Keflavík, unnu þær auðveldan sigur, 76-47.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík vann meistarakeppnina

Njarðvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum í Keflavík í meistarakeppni KKÍ í Keflavík í kvöld, 94-79, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 46-42. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 33 stig, en hirti auk þess átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Losuðu sig við Kanana

Þó svo að keppni sé ekki hafin í úrvalsdeild karla í körfubolta hafa tvö lið þegar sent sinn bandaríska leikmann heim. Fjölnismenn sendu heim Jason Clark sem hafði til að mynda leikið með liðinu í Reykjavíkurmótinu og þá ákváðu Haukar að segja upp samningi Richard Jeter en hann fór með liðinu í æfingaferð til Serbíu.

Sport
Fréttamynd

Curry stóðst læknisskoðun

Miðherjinn Eddy Curry gekk formlega í raðir New York Knicks í NBA deildinni í gærkvöldi, þegar hann stóðst umfangsmikla læknisskoðun hjá félaginu. Curry spilaði ekki síðustu leikina með Chicago Bulls í úrslitakeppninni í vor eftir að hann greindist hjartveikur og fór frá liðinu eftir að vera skikkaður í DNA próf gegn því að fá nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur í undanúrslitin

Haukastúlkur eru komnar í undanúrslit Hópbílabikars kvenna eftir 24 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks, 76-52, á Ásvöllum en Blikar höfðu unnið bikarmeistarana í fyrri leiknum með átta stigum.

Sport
Fréttamynd

Meistarakeppnin um helgina

Góðgerðaleikir KKÍ fara fram á sunnudaginn en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í Meistarakeppninni en sú venja hefur skapast að ágóði leikjanna rennur til góðgerðarmála. Að þessu sinni er það Foreldrafélag barna með axlarklemmu sem fær að njóta góðs af leikjunum.

Sport
Fréttamynd

Iverson ósáttur við nýjar reglur

Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, er einn þeirra sem eru afar óhressir með reglur sem taka gildi í vetur, sem snúa að klæðaburði leikmanna á keppnisferðalögum. David Stern hefur í huga að beita þá leikmenn sektum sem ekki ganga um í snyrtilegum jakkafötum á leið til og frá keppni með liðum sínum.

Sport
Fréttamynd

Arnór, Sigfús og Alfreð slógu met

Arnór Atlason, Sigfús Sigurðsson og þjálfarinn Alfreð Gíslason í Magdeburg, slógu nýtt met í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með 23ja marka sigri á botnliði Wilhelmshavener HV í fyrrakvöld, 45-22.

Sport
Fréttamynd

Logi atkvæðamikill

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson skoraði 22 stig fyrir lið sitt Bayreuth í gærkvöld, þegar liðið lagði Mainfranken Wurzburg auðveldlega, 99-63 í þýsku annari deildinni. Bayreuth hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og hefur Logi farið mjög vel af stað með nýja liðinu sínu.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir mætast í Keflavík

Góðgerðaleikir KKÍ fara fram á sunnudaginn en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í Meistarakeppninni en sú venja hefur skapast að ágóði leikjanna rennur til góðgerðarmála.

Sport
Fréttamynd

Marbury er líka með skrítið hjarta

Stephon Marbury, leikstjórnandi New York Knicks, sem í dag gekk frá kaupum á miðherjanum Eddy Curry frá Chicago Bulls, hefur litlar áhyggjur af meintum hjartagalla Curry og segist sjálfur vera með kvilla sem kallast "hjartaóhljóð".

Sport
Fréttamynd

Skipti hjá Toronto og Houston

Leikstjórnandinn Rafer Alston er farinn frá Toronto Raptors til Houston Rockets í skiptum fyrir Mike James. Alston er hæfileikaríkur leikmaður sem skoraði að meðaltali 14,2 stig og gef 6,4 stoðsendingar á síðasta tímabili hjá Kanadaliðinu, en komst oftar en einu sinni upp á kant við þjálfara og forráðamenn liðsins í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Stoudemire skrifaði undir í gær

Framherjinn Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við félagið og fær fyrir hann rúmar 70 milljónir dollara. Stoudemire er talinn einnn efnilegasti leikmaður NBA deildarinnar í dag og segja má að hann hafi tryggt sér samninginn með frábærum leik sínum í úrslitakeppninni í vor, þar sem hann fór hreinlega hamförum.

Sport