Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 00:16 Donald Trump var umkringdur skotheldu gleri á fundinum enda ekki nema þrír mánuðir síðan reynt var að ráða hann af dögum á sama stað. Getty Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira