Körfubolti

Fréttamynd

NBA í nótt

Fimm leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.

Sport
Fréttamynd

Snæfell komið í 2-0

Snæfell sigraði Fjölni með 83 stigum gegn 69 í undanúrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld, en leikið var í íþróttamiðstöðinni í Grafavogi.

Sport
Fréttamynd

Duncan meiddist aftur

Tim Duncan, framherji San Antonio Spurs í NBA deildinni, er meiddur á sama ökkla og hélt honum frá keppni fyrir nokkrum vikum og nú gæti farið svo að kappinn yrði frá keppni það sem eftir lifir tímabils.

Sport
Fréttamynd

Dómari lét Iverson heyra það

Bakvörðurinn skotglaði, Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers gæti verið í vondum málum eftir að hann reifst við dómara eftir tap fyrir Chicago Bulls á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Verða þeir aftur endurræstir af ÍR

Þeir sem urðu vitni af frábærum 26 stiga sigri Keflvíkinga í Seljaskólanum í undanúrslitum úrslitakeppni Intersportdeildarinnar á mánudagskvöldið eru örugglega margir á því að þar fari verðandi Íslandsmeistarar mæti Keflavíkurliðið jafneinbeitt og ákveðið til leiks það sem eftir líður úrslitakeppni.

Sport
Fréttamynd

Keflavík fór létt með ÍR

Keflvíkingar tóku sig aldeilis saman í andlitinu og jöfnuðu einvígið, 1-1, gegn ÍR í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Breiðhyltinga í Seljaskóla, 72-97, í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Staðan í hálfleik var 52-28 fyrir Keflavík.

Sport
Fréttamynd

Cavaliers rak Silas

Forráðamenn Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum ráku þjálfarann Paul Silas fyrr í dag eftir slakt gengi upp á síðkastið.

Sport
Fréttamynd

Reynir S. og HHF í 1. deild

Reynir Sandgerði og lið Héraðssambands Hrafnaflóka, HHF, unnu sér rétt til keppni í 1. deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili með sigrum í undanúrslitum 2. deildar karla í gær

Sport
Fréttamynd

Phil Jackson þjálfar Magic?

Bandarískir íþróttaspekingar eru iðnir við að velta vöngum yfir hver verði arftaki Johnny Davis sem var rekinn frá Orlando Magic í NBA-körfuboltanum á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Var að missa stjórn á leikmönnum

Paul Silas var í dag rekinn sem þjálfari bandaríska NBA körfuboltaliðsins Cleveland Cavaliers eins og við greindum frá fyrr í dag. Silas var sagður njóta minnkandi virðingar leikmanna liðsins en honum hefur lent illilega upp á kant við nokkra leikmenn liðsins að undanförnu, þeirra á meðal Eric Snow og Jeff McInnis.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í Seljaskóla

Gríðarleg stemning er að myndast í Seljaskóla í Breiðholti þar sem önnur viðureign ÍR og Keflavíkur er að hefjast í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik hefst nú kl. 19.15. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80. 5 ár eru síðan lið utan Suðurnesja vann Íslandsmeistaratitilinn en það var vorið 2000 þegar KR-ingar hömpuðu titlinum.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ævintýrið á enda?

ÍR og Keflavík eigast við í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Seljaskóla í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Keflavík að valta yfir ÍR

Keflavík er að valta yfir ÍR í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik en staðan í hálfleik er 52-28 fyrir Keflavík. Leikurinn hófst kl. 19.15. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80, en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit gegn Snæfelli eða Fjölni.

Sport
Fréttamynd

Oddaleikir annað kvöld

Það er mikil spenna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta en báðar undanúrslitaviðureignirnar fóru í oddaleiki sem fara fram báðir á miðvikudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Grindavíkurstúlkur í úrslit

Lið Grindavíkur í körfuknattleik kvenna tryggði sig í úrslitaleikina í gærkvöldi með sigri á Haukastúlkum og unnu einvígi liðanna 2-0.

Sport
Fréttamynd

Nelson hættur að þjálfa Mavericks

Hinn sigursæli þjálfari Don Nelson hjá Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfuknattleik sagði starfi sínu lausu um helgina og hefur ákveðið að hætta þjálfun.

Sport
Fréttamynd

Hundaheppni í Hólminum

Snæfell og Fjölnir áttust við í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Fríður hópur fólks fylgdi liði sínu úr Grafarvogi til að fylgjast með fyrstu viðureign liðanna í seríunni en þrjá sigurleiki þarf til að komast í úrslitin. Þegar uppi var staðið höfðu heimamenn sigur, 103-101, eftir æspennandi framlengdan leik.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með 11 stig í Evrópuleik

Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig þegar Dynamo St. Pétursborg sigraði úkraínska liðið Azovmash 81-72 í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi. Dynamo vann einnig fyrri leikinn og er komið í undanúrslit.

Sport
Fréttamynd

Indiana lagði Lakers í nótt

13 leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Indiana sigraði Los Angeles Lakers með 103 stigum gegn 97, en leikurinn var sýndur beint á Sýn í gærkvöldi. Reggie Miller skoraði 39 stig fyrir Indiana sem er það mesta sem hann hefur gert í fjögur ár. Ray Allen skoraði 38 stig þegar Seattle vann Orlando 98-90.

Sport
Fréttamynd

ÍR 16 stigum yfir gegn Keflavík

ÍR er yfir í hálfleik gegn Keflavík, 35-51 í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla en leikið er í Keflavík. Eiríkur Önundarson er stigahæstur ÍR-inga með 18 stig, Theo Dixon með 11 stig og Grant Davids með 8 stig og 14 fráköst .Anthony Glover er stigahæstur heimamanna með 11 stig.

Sport
Fréttamynd

Stúdínur jöfnuðu metin

Stúdínur tryggðu sér oddaleik gegn Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta með 21 stigs sigri, 75-54, í öðrum leik liðanna í Kennaraháskólanum í gær.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur ÍR í Keflavík

ÍR kom heldur betur á óvart í dag og vann fyrstu rimmu sína gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla í dag, 80-88 en leikið var í Keflavík. Gestirnir úr Breiðholtinu voru yfir í hálfleik,35-51. Stigahæstir í liði ÍR voru Theo Dixon með 26 stig, Grant Davis 21 og Eiríkur Önundarson 21.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin í NBA í nótt

<strong>Dallas Mavericks 98 - Portland Trail Blazers 94</strong> Stigahæstir hjá Mavericks: Josh Howard 21 (11 fráköst, 2 varin skot), Michael Finley 17, Marquis Daniels 16. Stigahæstir hjá Blazers: Damon Stoudamire 20 (6 fráköst, 5 stoðsendingar), Shareef Abdur-Rahim 20 (5 fráköst, 4 stoðsendingar), Joel Przybilla 16 (13 fráköst).  

Sport
Fréttamynd

ÍR gæti komið á óvart

Undanúrslitarimma Keflavíkur og ÍR í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í dag. Fyrsti leikur liðanna er í Keflavík og liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í sjálf úrslitin. Keflvíkingar hafa heimavallarréttinn í viðureigninni, eftir að hafa verið með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni og kemur það til með að reynast liðinu mikilvægt í úrslitakeppninni því ár og dagar eru síðan liðið tapaði síðast á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Shaq 2 - Kobe 0

Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat áttu ekki í miklum vandræðum Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum í nótt.

Sport
Fréttamynd

Sjálfstraustið í lagi í Keflavík

Lið Keflavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur ekki miklar áhyggjur af væntanlegum andstæðingum sínum í fjögurra liða úrslitunum sem hefjast á morgun en liðið mætir ÍR sem sló Njarðvík út í tveimur leikjum í fyrstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Snæfell sigurstranglegra

Undanúrslitaviðureignar Snæfells og Fjölnis í úrslitakeppni Úrvalsdeildar karla í körfubolta er beðið með mikilli eftirvæntingu.

Sport
Fréttamynd

Sjöunda tap Jazz í röð

Utah Jazz tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið sótti Indiana Pacers heim í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt.

Sport