„Það er önnur hver gella með í vörunum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2024 09:01 Getty „Ég held að þetta sé orðið svo algengt í dag. Ólíkegasta fólk er að fara í svona. Ég held líka að Íslendingar séu áberandi mikil hjarðdýr. Ef einhver fær sér þá fá sér allir, því við erum svo fá,“ segir 26 ára gömul íslensk kona sem fer reglulega í varafyllingar og bótox. Konan er ein af fimm einstaklingum sem Þórdís Sól Árnadóttir ræddi vegna rannsóknar í tengslum við lokaverkefni hennar til BS í prófs í viðskiptafræði við Háskóla Íslands síðastliðið vor. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu fólks, sem farið hefur í fegrunaraðgerðir, og fá innsýn í hvata sem fær fólk til að fara í slíkar aðgerðir. Kompás fjallaði ítarlega um varafyllingar í vor. Í þættinum kom fram að á Íslandi væru notuð efni á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit væri með ófaglærðu fólki sem starfi oft í skjóli villandi starfsheita. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan. Ekki lengur tabú Í tengslum við rannsóknina ræddi Þórdís við þrjár konur og tvo karlmenn á aldrinum 21 árs til 62 ára, sem eiga það sameiginlegt að hafa farið í að minnsta kosti eina fegrunaraðgerð. Misjafnt var hversu margar fegrunaraðgerðir hver og einn viðmælandi hafði farið í; þrír viðmælendur höfðu farið í eina aðgerð, einn hafði farið í tvær og einn hafði farið í tvennskonar fegrunaraðgerðir oftar en tíu sinnum. Aðgerðirnar voru fjölbreyttar; hárígræðsla, fitusog á bringu, svuntuaðgerð, augnlokaaðgerð, bótox og varafyllingar. Hjá öllum viðmælendum mátti rekja hugleiðingar um fegrunaraðgerðir til samfélagslegra áhrifa. Dæmi um áhrif frá samfélaginu eru meðal annars vinir, fjölskylda, fólk sem tengist þeim ekki persónulega, vinnustaður, samfélagsmiðlar og áhrifavaldar. Hver og einn viðmælandi hafði sína persónulegu ástæðu fyrir því að fara í aðgerð og það gilti einnig varðandi framkvæmd aðgerðarinnar, hver læknir þeirra var og hvar aðgerðin var framkvæmd. Flestir viðmælendur áttu það sameiginlegt að finnast annað fólk vera opið gagnvart fegrunaraðgerðum. Ein úr hópnum, 26 ára kona, hafði á orði að fegrunaraðgerðir væru að verða algengar á Íslandi og vegna smæðar landsins væri auðveldara að sjá hverjir væru búnir að fara í aðgerð, til dæmis í gegnum vefmiðla, samfélagsmiðla og einnig í umhverfinu í kringum sig. Að hennar sögn er „önnur hver gella með í vörunum.“ Þá sagði elsti viðmælandinn í hópnum, 62 ára kona: „Ég held að það fari bara ótrúlega margir í fegrunaraðgerðir í dag. Það er eins og það sé ekki lengur tabú.“ Önnur úr hópnum, 21 árs kona talaði um að auðvelt væri að komast í varafyllingaraðgerðir og að „allir væru að gera það.“ Hún tók einnig fram, að hægt væri að láta leysa upp efnið ef útkoman er ekki góð eða hefur misheppnast: „Það eru allir að gera þetta.“ Samfélagsmiðlar hafa áhrif Þrír viðmælendur töldu samfélagsmiðla hafa einhver áhrif á, að þau fór í aðgerð. Tvær konur úr hópnum sögðu frá því að þær hefðu séð efni á samfélagsmiðlum um fegrunaraðgerðir og útlit. Önnur konan sagðist hafa séð auglýstar fegrunaraðgerðir á Instagram hjá sér, en taldi það ekki hafa haft bein áhrif á þá ákvörðun að hún fór í varafyllingar, heldur að það hafi meira sýnt hvernig hún vildi að varir sínar litu út. Áhrifin voru því meira útlitstengd og samanburður við aðra leiddi til þess að hún leit upp til þeirra sem höfðu farið í varafyllingar og tók einnig meira eftir því hverjir höfðu farið í þessa tilteknu aðgerð. Hin konan sagðist hafa séð aðgerðirnar auglýstar sérstaklega á Instagram. „Það voru oft auglýsingar á Instagraminu mínu. Ég man eftir sérstaklega eftir einni auglýsingu frá fyrirtæki sem er að gera augnháralengingar. Ég man að ég varð meira forvitin, af því að vinkona mín fékk sér 0,5 millilítra eftir að hafa séð þessa auglýsingu. En það var alveg Instagram sem „startaði“ því að við förum að fá okkur varafyllingar. Ég fæ líka mikið á TikTok, en aðallega Instagram.“ Fékk sér varafyllingar eftir athugasemdir frá kærastanum Tveir viðmælendur áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir einelti, sem leiddi til endanlegrar ákvörðunar um fegrunaraðgerð. Annar þeirra, 26 ára kona sagðist ekki hafa pælt mikið í hvernig varir hennar voru byggðar fyrr en fyrrverandi kærasti hennar fór að minnast á þær. „Ég var aldrei með neina „complexa“ yfir vörunum á mér. Svo fór fyrrverandi kærasti minn alltaf að segja mér að fara í varafyllingar og þá var ég alltaf að pæla í varafyllingum. Ég fékk mér það eiginlega bara útaf því.“ Einn úr hópnum, 28 ára karlmaður, talaði sérstaklega um að oft væri gert grín af einstaklingum sem hafa farið í fegrunaraðgerðir og sett út á útlit þeirra, til dæmis í miðlum og samskiptum á milli vina. Á fréttamiðlum væri oft verið að fjalla um aðila sem hafa farið í fegrunaraðgerðir. Sagði hann viðhorf fólks í samfélaginu almennt neikvæð gagnvart aðgerðum af þessu tagi. „Allan daginn neikvæð, alveg hiklaust. Ég meina eitt, tvö, þrjú, sem maður gerir grín að á DV.is, er að gagnrýna varir hjá áhrifavöldum. Þannig að fólk hefur gaman að gera grín af þessu“. Annar viðmælandi, 21 árs kona, talaði um að í gegnum tíðina hefði hún talað við stráka um fegrunaraðgerðir og þeir hefðu þá sett út á útlit kvenna sem hafa gengist undir slíkar aðgerðir. „Ég held að flestir sé á móti þeim. Þú sérð gellu með varafyllingar og fólk hugsar: „Vá, húner með risa „duck lips.“ En svo hef ég oft talað við stráka og þeir segja: „Já, nei okkur finnst gellur sem hafa farið í svona fegrunardót og fyllingar ekki sætar.” Og þá hugsa ég: „Ókei þið skiljið bara ekki að þetta er allt í góðu í litlu magni.“ En ég held að hjá flestum er þetta svona „stigma.“ Annar viðmælandi, 26 ára kona sagðist telja að mjög margir væru með fordóma gagnvart fegrunaraðgerðum, en að flestir væru þó frekar opnir gagnvart þeim. Hún nefndi einnig að aðgerðirnar væru orðnar algengar í dag. „Mér finnst að ef þær eru gerðar á réttum forsendum, þá eru þær bara góðar. Fyrir mig er þetta búið að gefa mér ógeðslega mikið sjálfsöryggi. Þannig mér finnst það alls ekki alltaf vera eitthvað slæmt, en þetta er fljótt að verða „toxic.“ Þetta getur verið bæði slæmt og gott.“ Vítahringur getur myndast Líkt og Þórdís bendir á hefur lítið verið skrifað um hvata einstaklinga á fegrunaraðgerðum á Íslandi og á það einnig við um gögn, sem segja til um fjölda þeirra sem hafa farið í fegrunaraðgerðir hér á landi. Í niðurstöðum Þórdísar kemur fram að hvatarnir á bak við fegrunaraðgerðir geta verið flóknir og mismikilvægir í ákvörðunartökunni. Þórdís segir tilefni til að framkvæma stærri rannsókn sem varðar viðfangsefnið og fá innsýn í upplifanir og reynslu fleiri aðila.Aðsend „Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að hvatarnir sem komu hvað sterkast fram eru hjarðhegðun, áhrif frá samfélaginu og telst þar undir, sjálfsmynd og sjálfsöryggi og útlit. Fleiri hvatar frá áhrifum samfélagsins voru einelti og samfélagsmiðlar, sem hafa mikil áhrif og geta verið ein megin ástæðan fyrir vali á fegrunaraðgerð. Einnig höfðu fordómar mikil áhrif á suma viðmælendur og ákvörðun þeirra á að fara í aðgerð.“ Þá kemur fram að ákveðin þversögn sé í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem lýsir sér í því að fegrunaraðgerðir geta bætt sjálfsöryggi einstaklings, en svo myndast einskonar vítahringur, sem leiðir til þess, að þeir þurfa endurtekið að fara í fegrunaraðgerðir svo að sjálfsöryggi þeirra lækki ekki. „Fólk getur orðið fyrir fordómum og gagnrýni, hvort sem það fer í fegrunaraðgerð eða ekki. Það er því erfitt að meta hvort að einstaklingar eigi að fara í aðgerð eða ekki til að bæta sjálfsöryggi sitt.“ Þórdís segir tilefni til að framkvæma stærri rannsókn sem varðar viðfangsefnið og fá innsýn í upplifanir og reynslu fleiri aðila, til þess að fá víðtækari sýn á hvötum fólks að undirgangast fegrunaraðgerðir. „Einnig væri áhugavert að skoða nánar hvernig álit samfélagsins er á fegrunaraðgerðum og fá meiri innsýn í þversögn fegrunaraðgerða.“ Heilbrigðismál Lýtalækningar Háskólar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Konan er ein af fimm einstaklingum sem Þórdís Sól Árnadóttir ræddi vegna rannsóknar í tengslum við lokaverkefni hennar til BS í prófs í viðskiptafræði við Háskóla Íslands síðastliðið vor. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu fólks, sem farið hefur í fegrunaraðgerðir, og fá innsýn í hvata sem fær fólk til að fara í slíkar aðgerðir. Kompás fjallaði ítarlega um varafyllingar í vor. Í þættinum kom fram að á Íslandi væru notuð efni á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit væri með ófaglærðu fólki sem starfi oft í skjóli villandi starfsheita. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan. Ekki lengur tabú Í tengslum við rannsóknina ræddi Þórdís við þrjár konur og tvo karlmenn á aldrinum 21 árs til 62 ára, sem eiga það sameiginlegt að hafa farið í að minnsta kosti eina fegrunaraðgerð. Misjafnt var hversu margar fegrunaraðgerðir hver og einn viðmælandi hafði farið í; þrír viðmælendur höfðu farið í eina aðgerð, einn hafði farið í tvær og einn hafði farið í tvennskonar fegrunaraðgerðir oftar en tíu sinnum. Aðgerðirnar voru fjölbreyttar; hárígræðsla, fitusog á bringu, svuntuaðgerð, augnlokaaðgerð, bótox og varafyllingar. Hjá öllum viðmælendum mátti rekja hugleiðingar um fegrunaraðgerðir til samfélagslegra áhrifa. Dæmi um áhrif frá samfélaginu eru meðal annars vinir, fjölskylda, fólk sem tengist þeim ekki persónulega, vinnustaður, samfélagsmiðlar og áhrifavaldar. Hver og einn viðmælandi hafði sína persónulegu ástæðu fyrir því að fara í aðgerð og það gilti einnig varðandi framkvæmd aðgerðarinnar, hver læknir þeirra var og hvar aðgerðin var framkvæmd. Flestir viðmælendur áttu það sameiginlegt að finnast annað fólk vera opið gagnvart fegrunaraðgerðum. Ein úr hópnum, 26 ára kona, hafði á orði að fegrunaraðgerðir væru að verða algengar á Íslandi og vegna smæðar landsins væri auðveldara að sjá hverjir væru búnir að fara í aðgerð, til dæmis í gegnum vefmiðla, samfélagsmiðla og einnig í umhverfinu í kringum sig. Að hennar sögn er „önnur hver gella með í vörunum.“ Þá sagði elsti viðmælandinn í hópnum, 62 ára kona: „Ég held að það fari bara ótrúlega margir í fegrunaraðgerðir í dag. Það er eins og það sé ekki lengur tabú.“ Önnur úr hópnum, 21 árs kona talaði um að auðvelt væri að komast í varafyllingaraðgerðir og að „allir væru að gera það.“ Hún tók einnig fram, að hægt væri að láta leysa upp efnið ef útkoman er ekki góð eða hefur misheppnast: „Það eru allir að gera þetta.“ Samfélagsmiðlar hafa áhrif Þrír viðmælendur töldu samfélagsmiðla hafa einhver áhrif á, að þau fór í aðgerð. Tvær konur úr hópnum sögðu frá því að þær hefðu séð efni á samfélagsmiðlum um fegrunaraðgerðir og útlit. Önnur konan sagðist hafa séð auglýstar fegrunaraðgerðir á Instagram hjá sér, en taldi það ekki hafa haft bein áhrif á þá ákvörðun að hún fór í varafyllingar, heldur að það hafi meira sýnt hvernig hún vildi að varir sínar litu út. Áhrifin voru því meira útlitstengd og samanburður við aðra leiddi til þess að hún leit upp til þeirra sem höfðu farið í varafyllingar og tók einnig meira eftir því hverjir höfðu farið í þessa tilteknu aðgerð. Hin konan sagðist hafa séð aðgerðirnar auglýstar sérstaklega á Instagram. „Það voru oft auglýsingar á Instagraminu mínu. Ég man eftir sérstaklega eftir einni auglýsingu frá fyrirtæki sem er að gera augnháralengingar. Ég man að ég varð meira forvitin, af því að vinkona mín fékk sér 0,5 millilítra eftir að hafa séð þessa auglýsingu. En það var alveg Instagram sem „startaði“ því að við förum að fá okkur varafyllingar. Ég fæ líka mikið á TikTok, en aðallega Instagram.“ Fékk sér varafyllingar eftir athugasemdir frá kærastanum Tveir viðmælendur áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir einelti, sem leiddi til endanlegrar ákvörðunar um fegrunaraðgerð. Annar þeirra, 26 ára kona sagðist ekki hafa pælt mikið í hvernig varir hennar voru byggðar fyrr en fyrrverandi kærasti hennar fór að minnast á þær. „Ég var aldrei með neina „complexa“ yfir vörunum á mér. Svo fór fyrrverandi kærasti minn alltaf að segja mér að fara í varafyllingar og þá var ég alltaf að pæla í varafyllingum. Ég fékk mér það eiginlega bara útaf því.“ Einn úr hópnum, 28 ára karlmaður, talaði sérstaklega um að oft væri gert grín af einstaklingum sem hafa farið í fegrunaraðgerðir og sett út á útlit þeirra, til dæmis í miðlum og samskiptum á milli vina. Á fréttamiðlum væri oft verið að fjalla um aðila sem hafa farið í fegrunaraðgerðir. Sagði hann viðhorf fólks í samfélaginu almennt neikvæð gagnvart aðgerðum af þessu tagi. „Allan daginn neikvæð, alveg hiklaust. Ég meina eitt, tvö, þrjú, sem maður gerir grín að á DV.is, er að gagnrýna varir hjá áhrifavöldum. Þannig að fólk hefur gaman að gera grín af þessu“. Annar viðmælandi, 21 árs kona, talaði um að í gegnum tíðina hefði hún talað við stráka um fegrunaraðgerðir og þeir hefðu þá sett út á útlit kvenna sem hafa gengist undir slíkar aðgerðir. „Ég held að flestir sé á móti þeim. Þú sérð gellu með varafyllingar og fólk hugsar: „Vá, húner með risa „duck lips.“ En svo hef ég oft talað við stráka og þeir segja: „Já, nei okkur finnst gellur sem hafa farið í svona fegrunardót og fyllingar ekki sætar.” Og þá hugsa ég: „Ókei þið skiljið bara ekki að þetta er allt í góðu í litlu magni.“ En ég held að hjá flestum er þetta svona „stigma.“ Annar viðmælandi, 26 ára kona sagðist telja að mjög margir væru með fordóma gagnvart fegrunaraðgerðum, en að flestir væru þó frekar opnir gagnvart þeim. Hún nefndi einnig að aðgerðirnar væru orðnar algengar í dag. „Mér finnst að ef þær eru gerðar á réttum forsendum, þá eru þær bara góðar. Fyrir mig er þetta búið að gefa mér ógeðslega mikið sjálfsöryggi. Þannig mér finnst það alls ekki alltaf vera eitthvað slæmt, en þetta er fljótt að verða „toxic.“ Þetta getur verið bæði slæmt og gott.“ Vítahringur getur myndast Líkt og Þórdís bendir á hefur lítið verið skrifað um hvata einstaklinga á fegrunaraðgerðum á Íslandi og á það einnig við um gögn, sem segja til um fjölda þeirra sem hafa farið í fegrunaraðgerðir hér á landi. Í niðurstöðum Þórdísar kemur fram að hvatarnir á bak við fegrunaraðgerðir geta verið flóknir og mismikilvægir í ákvörðunartökunni. Þórdís segir tilefni til að framkvæma stærri rannsókn sem varðar viðfangsefnið og fá innsýn í upplifanir og reynslu fleiri aðila.Aðsend „Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að hvatarnir sem komu hvað sterkast fram eru hjarðhegðun, áhrif frá samfélaginu og telst þar undir, sjálfsmynd og sjálfsöryggi og útlit. Fleiri hvatar frá áhrifum samfélagsins voru einelti og samfélagsmiðlar, sem hafa mikil áhrif og geta verið ein megin ástæðan fyrir vali á fegrunaraðgerð. Einnig höfðu fordómar mikil áhrif á suma viðmælendur og ákvörðun þeirra á að fara í aðgerð.“ Þá kemur fram að ákveðin þversögn sé í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem lýsir sér í því að fegrunaraðgerðir geta bætt sjálfsöryggi einstaklings, en svo myndast einskonar vítahringur, sem leiðir til þess, að þeir þurfa endurtekið að fara í fegrunaraðgerðir svo að sjálfsöryggi þeirra lækki ekki. „Fólk getur orðið fyrir fordómum og gagnrýni, hvort sem það fer í fegrunaraðgerð eða ekki. Það er því erfitt að meta hvort að einstaklingar eigi að fara í aðgerð eða ekki til að bæta sjálfsöryggi sitt.“ Þórdís segir tilefni til að framkvæma stærri rannsókn sem varðar viðfangsefnið og fá innsýn í upplifanir og reynslu fleiri aðila, til þess að fá víðtækari sýn á hvötum fólks að undirgangast fegrunaraðgerðir. „Einnig væri áhugavert að skoða nánar hvernig álit samfélagsins er á fegrunaraðgerðum og fá meiri innsýn í þversögn fegrunaraðgerða.“
Heilbrigðismál Lýtalækningar Háskólar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira