Lögreglumál

Fréttamynd

Ók fyrirtækjabíl á kyrrstæða bifreið

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um að ekið hefði verið á kyrrstæða bifreið í Laugardal. Ökumaðurinn fór af vettvangi og fannst ekki við leit en vitni náði skráningarnúmeri bílsins, sem reyndist skráð á fyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Var stöðvaður með fjóra pakka af kjöti í bakpokanum

Lögregla var köllu til laust fyrir miðnætti í nótt vegna þjófnaðar úr verslun í Háaleitis- og Bústaðarhverfi. Þar hafði maður verið stöðvaður á leið sinni út og reyndist hafa sett fjóra pakka af kjöti í bakpoka sinn sem hann hugðist taka ófrjálsri hendi.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á Landspítala eftir hópárás

Lögregla var kölluð á vettvang rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi þegar tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni. Þar hafði hópur manna ráðist á mann, með þeim afleiðingum að hann verkjaði um allan líkamann.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu við Ölfus­á vegna bak­poka sem fannst við ána

Vegfarandi fann bakpoka við Ölfusá, rétt ofan við Ölfusárbrú og skilaði honum inn til Lögreglunnar á Suðurlandi. Bakpokinn var þá búinn að liggja á árbakkanum í yfir klukkustund að sögn tilkynnanda. Mikið af útivistarbúnaði var í bakpokanum en ekkert sem gaf vísbendingar um hver væri eigandi hans. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Stakk af eftir að hafa keyrt á átta ára barn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hefði verið á átta ára dreng á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti. Ökumaðurinn er sagður hafa keyrt á brott eftir að drengurinn sagði honum að hann hefði meitt sig.

Innlent
Fréttamynd

Veittu sautján ára stút eftirför

Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Straukst utan í vegfaranda í háskalegum akstri um miðborgina

Rúmlega tvítugur karlmaður sem olli almannahættu þann 8. júlí síðastliðinn með ofsaakstri í miðbæ Reykjavíkur og víðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Hann er grunaður um fjölmörg afbrot undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í nágrenni við Selfoss seinni partinn í gær. Var hann þá á bifreiðinni YB-720, KIA SORENTO blá að lit.

Innlent
Fréttamynd

Hlaut heilahristing eftir fjögurra manna vespurúnt

Umferðarslys varð í Kópavogi seint í gærkvöldi þegar ökumaður vespu missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún fór á hliðina. Á vespunni voru fjórir 14 ára drengir og aðeins einn með hjálm.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn fyrir að yfir­gefa far­sótta­hús fullur

Lög­regla hand­tók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gær­kvöldi en sá átti að vera í far­sótta­húsi. Hann hafði yfir­gefið far­sótta­húsið ofur­ölvi í gær­kvöldi og var sökum á­stands síns vistaður í fanga­geymslu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þjófur sló starfs­mann og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gær vegna þjófnaðar í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar starfsmenn verslunarinnar hafi gert tilraun til þess að yfirbuga þjófinn, hafi hann slegið annan starfsmanninn í andlitið. 

Innlent