Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2025 23:30 Gary Hall Jr. með Ólympíugullverðlaun sem hann vann í Aþenu 2004. Þessi verðlaunapeningur eyðilagðist eins og öll hin Ólympíuverðlaunin hans. Getty/Shaun Botterill Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a> Sund Ólympíuleikar Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira