Fastir pennar

Samkomuhús Reykvíkinga

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Verði hús vinsælt í Reykjavík fer það rakleitt á válista. Ekkert er húsi skeinuhættara í þessari borg en að margir taki ástfóstri við það og fólki líði vel þar. Þá renna þær á lyktina hinar mennsku veggjalýs sem nærast á innviðum húsa og samfélags.

Fastir pennar

Erfitt að biðjast afsökunar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þegar nákvæmlega ár er liðið frá því að mengunarhneykslið vegna Funa á Ísafirði komst í hámæli kemst nýtt mengunarmál í fréttirnar. Sá fréttaflutningur bendir ekki til að menn hafi lært mikið af fyrra málinu.

Fastir pennar

Skilaboð í umbúðum

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sagt er að brottvikning Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn eigi að auðvelda framhald aðildarviðræðnanna. Steingrímur Sigfússon hefur að sönnu verið lagnari en Jón Bjarnason að teygja lopann í þeim efnum en staðfesta hans gegn aðild er þó engu minni. Ekki er því á vísan að róa að brottvikning Jóns breyti öllu í þessu efni þegar á reynir. Úr brottvikningu Árna Páls Árnasonar má allt eins lesa þau skilaboð að samstarfið við VG sé Samfylkingunni mikilvægara en aðildarstefnan.

Fastir pennar

Gangið lengra

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sitjandi ríkisstjórn efndi vilyrði úr stjórnarsáttmála sínum á gamlársdag þegar hún fækkaði ráðuneytum í níu og kynnti áform um að fækka þeim í átta. Opinberar umræður um þessa aðgerð hafa að mestu snúist um persónur þeirra sem þurftu að standa upp úr ráðherrastólum sínum og þá meintu pólitísku óvild sem bjó að baki brottvikningu þeirra. Mun minna hefur verið rætt um hversu skynsamlegt það er að ráðast í skipulagsbreytingar í íslensku stjórnkerfi. Og enn minna um hversu nauðsynlegt er að halda þeim áfram.

Fastir pennar

Tvískipt félag

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Frá því var sagt í gær að skipulagsbreyting hefði verið gerð hjá 365 miðlum. Hún felst í að sjö blaðamenn færast af ritstjórn Fréttablaðsins yfir á sölu- og þjónustusvið fyrirtækisins. Starfsmennirnir hafa skrifað í kynningarblöð sem gefin eru út af 365 og er dreift með Fréttablaðinu.

Fastir pennar

Gegn lögum og vísindum

Pawel Bartoszek skrifar

Sumir segja að Jón Bjarnason hafi verið rekinn úr embætti vegna andstöðu sinnar við ESB. Það má vel vera, en barátta hans fyrir óvandaðri stjórnsýslu og andstaðan við vísindaleg vinnubrögð í landbúnaði og sjávarútvegi hefðu vel mátt duga til brottreksturs, án þess að fleira kæmi til.

Fastir pennar

Hirða rusl, moka og skafa

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sjónin sem blasti við á forsíðumynd Fréttablaðsins í gær er því miður alltof algeng eftir áramótin. Fleiri kíló af kössum utan af flugeldatertum skilin eftir á fallegu útivistarsvæði í Fossvogsdalnum, þar sem fjöldi manns gengur, hleypur, skíðar og rennir sér á sleða þessa dagana.

Fastir pennar

Íþrótta- og tómstundaráð 25 ár í fararbroddi

Kjartan Magnússon skrifar

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) átti aldarfjórðungsafmæli á nýliðnu ári. Þótt lítið hafi farið fyrir hátíðarhöldum vegna afmælisins, er ekki úr vegi að líta um öxl í lok afmælisárs og meta hvernig ráðið hefur sinnt hlutverki sínu í gegnum tíðina í þágu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála í Reykjavík.

Fastir pennar

Fjölbreytni í framhaldsskólum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að ákveða að taka frá 45 prósent fyrir forgangshópa sem voru nemendur úr grunnskólum í nágrenni framhaldsskólanna.

Fastir pennar

Leikarar hér og þar

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Leiklist er dásamleg þegar best gerist og góð skemmtun þó að efnið sé ekki hátimbrað. Leiklist finnum við í leikhúsi og kvikmyndahúsum, en líka í daglegu lífi. Stundum er það leikaraskapur, en oft hreinasta snilld. Um það vitna leikararnir í Alþingishúsinu sem allir geta fylgst með. Forsetinn okkar er þó fremstur í flokki, enda með áratuga reynslu í faginu. Það kom dável í ljós þegar hann fór fögrum og fáguðum orðum

Fastir pennar

Betri skóli og minni sóun

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Undanfarna mánuði hefur verið rætt um að taka upp inntökupróf í Háskóla Íslands til að fækka fólki sem skráir sig þar í krefjandi akademískt nám án þess að ráða við það eða hafa á því raunverulegan áhuga.

Fastir pennar

Ólafur Ragnar þagnar - ekki

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það er ótímabært að skrifa greinina "Ólafur Ragnar þagnar“. Eins og hann gaf til kynna í ávarpi sínu í gær er hann alls ekki að setjast í helgan stein heldur fyrst og fremst að skipta um vettvang til þess að geta beitt sér af fullu afli fyrir hugðarefni sínu: að halda Íslandi utan ESB svo að landsmenn geti spilað á stórveldin af ómældri kænsku sinni og grætt fullt af monnípening.

Fastir pennar

Hvernig forseti?

Ólafur Stephensen skrifar

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig ekki fram á nýjan leik til embættis forseta kemur að sumu leyti á óvart. Hann virtist vera að komast í kosningaham og vera reiðubúinn að nýta sér óvinsældir ríkisstjórnarinnar í eigin þágu með fordæmislausum árásum á stjórnarstefnuna.

Fastir pennar

"Fjósamennska í þjóðarsálinni"

Þorsteinn Pálsson skrifar

Umræðuhættir Íslendinga og vegsemdarleysi Alþingis hafa brunnið á mörgum á því ári sem senn er liðið. Umræðuhefðin er þannig sjálfstætt umræðuefni og af mörgum talin ein höfuðástæða fyrir því hversu margt hefur farið úrskeiðis. Trúnaðarbresturinn í pólitíkinni er síðan eitt af þeim vandamálum sem flytjast á milli ára á miðnætti.

Fastir pennar

Meiri vandræðagangur

Ólafur Stephensen skrifar

Breytingarnar sem ákveðnar voru á ríkisstjórninni í gær styrkja ekki endilega stöðu hennar eða draga úr vandræðaganginum á stjórnarheimilinu.

Fastir pennar

Þrýstihópar

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Hópur lögmanna ýmissa sakborninga sem eru til rannsóknar vegna ætlaðra efnahagsbrota skrifuðu grein skömmu fyrir jól. Þar hvöttu þeir fjölmiðla landsins til "að sýna þann siðferðisstyrk að leyfa mönnum að njóta sjálfsagðra mannréttinda þar til leyst hefur verið úr ágreiningi um sekt þeirra fyrir dómstólum“.

Fastir pennar

Í upphafi var orð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Tungumálið er DNA menningarinnar. Hugsun, lífsviðhorf og fordómar, viska, fáviska, þekking og blekking færist frá einni kynslóð til annarrar gegnum tungumálið, sumt fráleitt, sumt ómetanlegt. Það er í sjálfu sér nokkurs vert að við skulum enn geta lesið og skilið það sem elst var skrifað á íslensku máli.

Fastir pennar

Vandinn nær til allt of margra barna

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ákveðið hefur verið að verja 25 milljörðum króna til vitundarvakningar gegn kynbundnu ofbeldi á næsta ári. Þá munu öll börn í öðrum og tíunda bekk frá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum, sömuleiðis kennarar og annað starfsfólk skólanna.

Fastir pennar

Vefur þjóðar og kirkju

Þorsteinn Pálsson skrifar

Einn er sá atburður er varð með þjóðinni á þessu ári sem setur nokkur tímamót í menningarsögu hennar. Tími þótti vera kominn til að takmarka kærleikshugsjón kristinna manna í skólum höfuðborgarbúa. Gott eitt er um hitt að segja að allar táknmyndir kaupmennsku jóla fylla tómarúmið og eru þar velkomnar eftir sem áður. En einmitt sá veruleiki skerpir mynd þeirrar nýju hugsunar sem að baki býr.

Fastir pennar

Vörn í sókn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Aðventan hefur verið með lítils háttar öðru sniði í mörgum skólum í Reykjavík eftir að nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga tóku gildi í haust. Þær gengu þó skemmra en þær áttu að gera í upphafi og spilltu minna fyrir gömlum hefðum en margir höfðu áhyggjur af.

Fastir pennar

Náttfatagjald

Pawel Bartoszek skrifar

Um áramótin tekur gildi nýr skattur, gistináttaskattur, sem lagður er á fólk sem lúllar gegn gjaldi utan heimilis. (Þó ekki ef það lúllar í orlofshúsi sveitarfélags.) Sameiginleg nefnd ríkis og hagsmunaaðila mun sjá um að deila út þorra þess fjár sem þannig kemur í kassann. Það verður gert í gegnum sérstakan sjóð sem á að veita fjármagn til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Sjóðnum verður stjórnað af fjögurra manna nefnd þar sem ferðaþjónustan skipar tvo. Hljómar vel?

Fastir pennar

102 Reykjavík

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sextán þúsund íbúðir þarf til að mæta eftirspurn eftir leiguíbúðum á næstu árum ef marka má skýrslu sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg og ber heitið Staða, horfur og möguleikar á húsnæðisleigumarkaði árið 2011. Eftirspurnin gefur líka til kynna að þrettán þúsund þessara íbúða þurfi að vera á höfuðborgarsvæðinu og af þeim langflestar í sjálfri höfuðborginni.

Fastir pennar

Afleiður og útafakstur

Magnús Halldórsson skrifar

Það er algengt á Norðurlöndunum að kostnaður við hita og rafmagn í 120 fermetra íbúð fari upp í hundrað þúsund krónur á mánuði þegar það verður kalt úti. Jafnvel meira. Hér á Íslandi fer þessi sami kostnaður sjaldnast yfir sex þúsund krónur, við sömu aðstæður. Gengisfallið hefur ýkt þennan mun, í krónum talið, en sé horft framhjá því er hann samt margfaldur erlendis miðað við hér á landi.

Fastir pennar

Spilling og græðgi

Þórður Snær júlíusson skrifar

Björn Jón Bragason skrifaði nýverið grein um einkavæðingu Búnaðarbankans í tímaritið Sögu. Þar rekur hann gamalkunnan sannleik um þá fordæmalausu spillingu sem fylgdi þeim gjörningi af nokkurri dýpt. Tvennt í grein Björns vekur mikla athygli: samantekt hans á því hvað hinir ýmsu menn sem tengdust S-hópnum högnuðust gríðarlega í kjölfar einkavæðingarinnar og fullyrðingar um að sameining bankans og Kaupþings hafi verið skipulögð nokkrum mánuðum áður en ríkið seldi hlut sinn.

Fastir pennar

Úrskurður með vorskipi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið greindi frá því í gær að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði verið sextán mánuði að úrskurða um kæru blaðamanns á ritstjórn blaðsins. Fréttablaðið hafði í júlí í fyrra krafizt aðgangs að gögnum sem vörðuðu deilur í Iðnskólanum í Hafnarfirði, en fengið synjun hjá menntamálaráðuneytinu, sem taldi að gögnin ættu ekki erindi fyrir almennings sjónir. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar, sem starfar samkvæmt upplýsingalögum, í ágúst í fyrra.

Fastir pennar

Ríki sturlunarinnar

Ólafur Stephensen skrifar

Fréttamyndir af íbúum Norður-Kóreu hágrátandi á almannafæri vegna andláts einræðisherrans Kim Jong-il eru hugsanlega til marks um að fólkið hafi trúað linnulausum áróðri stjórnvalda um að maðurinn væri nokkurs konar guð. Kannski lét fólkið svona af því að það hefur rökstuddan grun um að hverjum þeim sem ekki virðist virkilega sorgmæddur verði stungið í einangrunarbúðir, jafnvel með alla fjölskylduna sem félagsskap. Og hugsanlega er alþýða manna í Norður-Kóreu frávita af áhyggjum af því að eitthvað enn verra taki við að Kim gengnum.

Fastir pennar

Jól og áramót

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Aðventan er ekki bara jólabókaveisla, heldur kvikna út um allt skemmtilegar hugmyndir og sköpunargleði eins og hvarvetna má sjá og heyra. Það iðar allt af hvers kyns tilboðum og uppákomum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Börn og unglingar láta ekki sitt eftir liggja, það er sungið og leikið og snjórinn rammar inn stemninguna. Atorkan er ótrúleg. Það er eins og fólk ætli ekki að láta ástandið í þjóðfélaginu skyggja á jólagleðina, hvað sem öðru líður.

Fastir pennar

Jólin koma

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hinn sanni andi jólanna: það hvarflar stundum að manni að það sé ekki ást og friður á jörðu milli manna og ekki heldur ljósið í augum barnanna, ekki heldur sjálft Jesúbarnið og hvernig það minnir okkur á undrið mikla sem sérhvert nýkviknað líf er ævinlega - og ekki einu sinni að kaupa, jafn kært og það er nú þessari vesalings kaupærðu þjóð að standa í slíku. Hinn sanni andi jólanna hér á landi snýst um dugnað og vinnusemi. Að vera að frá morgni til kvölds. Að "vera búinn að öllu“ - helst á undan öllum öðrum - vera fyrstur í mark í jólakapphlaupinu.

Fastir pennar