Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Um tvöhundruð konur úr ólíkum áttum samfélagsins komu saman í Sykursalnum síðastliðinn fimmtudag þegar Auðnast hélt kvennaboð undir yfirskriftinni „Hvernig hugar þú að þínu sálræna öryggi?“ Markmiðið var að virkja sameiningarkraft kvenna, styrkja tengsl og kitla hláturtaugarnar. Lífið 23.9.2025 12:50
Söguleg rappveisla í Laugardalnum Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. Tónlist 23.9.2025 10:37
Enginn að rífast í partýi á Prikinu Það var líf og fjör á Prikinu síðastliðinn laugardag þegar tónlistarfólkið Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Ólafsson, betur þekkt sem Kusk og Óviti, fögnuðu splunkunýrri plötu með útgáfutónleikum og almennilegu djammi. Lífið 22.9.2025 15:04
Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. Lífið 11. september 2025 15:14
Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Það var margt um manninn á forsýningu grínþáttaraðarinnar Brjáns í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Áhorfendur virtust afar hrifnir og ómuðu hlátrarsköll um salinn. Lífið 11. september 2025 13:02
„Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Það var líf og fjör í Tjarnarbíói á föstudag þegar dansverkið Flækt, eftir danshöfundinn og flytjandann Juliette Louste, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda. Lífið 9. september 2025 17:01
Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin. Tónlist 8. september 2025 18:02
Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt „Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar. Lífið 7. september 2025 11:41
Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Rómantíski spennutryllirinn Eldarnir var frumsýndur fyrir fullum sal í Smárabíó 3. september síðastliðinn. Eftirvæntingin var mikil og stemmingin brakandi af myndum að dæma. Lífið 5. september 2025 15:29
Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum. Lífið 4. september 2025 10:12
Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Það var líf og fjör á árlegu golfmóti FM957 sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru síðastliðinn föstudag. Þetta er í tíunda sinn sem mótið fer fram, en keppt var í Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem tveggja manna lið spiluðu saman. Lífið 2. september 2025 10:42
Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. Menning 1. september 2025 16:30
Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri. Lífið 27. ágúst 2025 16:40
Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið. Lífið 26. ágúst 2025 17:01
Dansinn dunaði á Menningarnótt Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni. Lífið 26. ágúst 2025 10:02
Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Bikarmeistarar Vestra fengu konunglegar móttökur á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þegar þeir komu heim eftir frækinn sigur á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Lífið 24. ágúst 2025 22:50
Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu. Lífið 23. ágúst 2025 23:59
Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. Lífið 23. ágúst 2025 15:54
Forsetahjónin létu sig ekki vanta Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir. Lífið 15. ágúst 2025 21:01
Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, fagnaði 22 árs afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi á skemmtistaðnum Hax. Öllu var tjaldað til í veislunni þar sem stórstjörnur, fljótandi veigar og tónlist settu ómótstæðilegan svip á kvöldið. Lífið 13. ágúst 2025 20:01
Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Lífið 10. ágúst 2025 00:04
Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. Lífið 8. ágúst 2025 17:57
Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum. Lífið 4. ágúst 2025 12:02
Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Talið er að um fimm þúsund manns hafi verið staddir á Borgarfirði eystra liðna helgi þar sem Bræðslan var haldin. Hátíðin fagnaði tuttugu ára afmæli í ár og komust færri að en vildu. Lífið 29. júlí 2025 16:25