Erlent

Verðbólga í Zimbabwe 3.713,9%

Jónas Haraldsson skrifar
Þegar Mugabe hélt upp á afmæli sitt á dögunum hélt hann landssöfnun til þess að hann gæti það. Mugabe náði að safna um milljón dollara sem hann eyddi síðan í afmælisveisluna.
Þegar Mugabe hélt upp á afmæli sitt á dögunum hélt hann landssöfnun til þess að hann gæti það. Mugabe náði að safna um milljón dollara sem hann eyddi síðan í afmælisveisluna. MYND/AFP

Verðbólga í Zimbabwe hefur náð nýjum hæðum en hún mældist í apríl 3.713,9%. Efnahagsástand í landinu er mjög ótryggt og má rekja hrun þess til aðgerða forseta landsins, Robert Mugabe, en hann ákvað árið 2000 að leyfa fólki að gera eignarnám á landi sem hvítir bændur áttu.

Mugabe hefur varið þær aðgerðir harkalega og vísar í að aðeins um 4.500 hvítir bændur hafi átt 70% landsins og að því hafi þurft að gera bragarbót á.

Atvinnuleysi í Zimbabwe er nú um 80% og fólk fær rafmagn aðeins í fjóra tíma á dag. Hagfræðingar segja líklegt að seðlabanki landsins þurfi að kaupa gjaldeyri á svarta markaðinum en það gæti enn lækkað verð gjaldmiðils landsins. Zimbabwe var nýlega kosið til þess að vera yfir nefnd Sameinuðu þjóðanna um endurnýjanlega þróun en Vesturlönd mótmæltu þeirri kosningu þó harkalega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×