Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. nóvember 2024 07:02 Díana Margrét Halldórsdóttir, fyrrverandi nemandi við Flugakademíu Íslands. Aðsend Fyrrverandi nemandi Flugakademíu Íslands, segir framgöngu þrotabús skólans gagnvart nemendum vera eins og lélegt grín sem hafi gengið of langt. Hún hafi borgað næstum fjórar milljónir fyrir flugtíma áður en að skólanum var lokað. Hún fékk upphæðina endurgreidda en er nú krafin um endurgreiðslu ári eftir að skólanum var lokað. „Öllum þessum mánuðum seinna, kemur bréf frá skiptastjóra. Þetta er minn peningur sem þeir voru með hjá sér, bara þannig séð í geymslu. Þeir borga mér til baka og ég nota peninginn í flugtíma og núna óska þeir eftir þessu og vilja meina að það hafi verið gert upp á milli kröfuhafa með því að greiða mér. Skiptastjórinn er að fara ár aftur í tímann og er að krefja nemendur um endurgreiðslu á peningum sem voru aldrei eign skólans.“ Þetta segir Díana Margrét Halldórsdóttir, fyrrverandi nemandi við Flugakademíu Íslands og núverandi nemandi við Flugskóla Reykjavíkur. Akademían hafi mismunað nemendum Forsaga málsins er sú að í september í fyrra var Flugakademíu Íslands, sem var dótturfélag Keilis, lokað eftir langvarandi rekstrarvanda. Á þeim tíma kröfðust ýmsir nemendur skólann endurgreiðslu á fyrir fram greiddum flugtímum sem voru aldrei flognir. Flugakademían var svo tekin til gjaldþrotaskipta í apríl á þessu ári en þá skuldaði skólinn nemendum enn margar milljónir fyrir óflogna tíma. Morgunblaðið greindi frá því síðasta haust að flugnám skólans hefði verið fært undir Flugskóla Reykjavíkur en inneignir nemenda hjá akademíunni fluttust ekki til Flugskólans. Eftir því sem fram kemur í grein Morgunblaðsins, mismunaði Flugakademían nemendum við endurgreiðslu á fyrir fram greiddum tímum. Í kröfubréfi frá skiptastjóra til Díönu segir: „Á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag voru skuldir félagsins greiddar til nokkurra aðila, þ.m.t. til þín. Enginn vafi er á því að greiðsla þessara skulda skerti greiðslugetu félagsins verulega og eftir sitja á fjórða tug kröfuhafa sem lýst hafa kröfum í búið.“ Janfnframt er vísað til sjónarmiða um jafnræði kröfuhafa. Faðir hennar hringdi daglega á skrifstofuna Eftir að skólinn lokaði í september á síðasta ári, krafðist Díana þess í nóvember að hún myndi fá endurgreitt það sem hún hafði þegar greitt fyrir fram fyrir flugtíma. Hún fékk ekkert svar þrátt fyrir að fá lögfræðing í málið fyrr en í mars á þessu ári þegar að upphæðin var millifærð á hana, án skýringar eða aðdraganda. „Ég óskaði eftir millifærslu á þessum pening sem ég átti inni og ég fékk strax svar frá Keili, þar sem ég er beðin um að senda bankanúmer og kennitölu. Ég geri það og svo heyri ég ekkert. Þegar ég fer að ítreka þetta fæ ég engin svör. Pabbi minn hringdi daglega á skrifstofuna hjá Keili.“ Að lokum hafi peningarnir verið endurgreiddir. Hún hafi tekið við peningunum í góðri trú og notað þá til að borga fyrir flugnám sitt hjá Flugskóla Reykjavíkur. Á mánudaginn fékk hún svo kröfu frá þrotabúinu um að greiða upphæðina til baka, mörgum mánuðum eftir að hún hafði fengið endurgreitt. Henni hafi verið gefinn átta daga frestur til að taka saman 3,9 milljónir og greiða þrotabúinu. „Þegar ég fékk þetta bréf þá leið mér bara eins þetta væri lélegur sketch. Ég fékk, ásamt fullt af nemendum, bréf frá skiptastjóra við þrotabúið þar sem var krafist að greiða þennan pening til baka. Þetta er bara minn peningur sem lá þarna hjá þeim í allan þennan tíma, það er ekki búin að fara króna af þessum pening í einhvern rekstur hjá þeim, því það var bara sundurliðað. Skólagjöldin voru tólf milljónir sem ég greiddi í fimm greiðslum. Ég borgaði alla verklegu tímanna fyrir fram.“ Þyrfti að taka lán fyrir kröfunni Hún furðar sig á því að hún sé nú krafin endurgreiðslu á endurgreiðslunni sem hún fékk eftir að hafa ekki fengið kennslu sem hún borgaði fyrir. Málið sé fáránlegt. „Þetta er krafa um endurgreiðslu á peningum sem var aldrei eign skólans. Þessir flugtímar voru aldrei farnir. Ef peningurinn var ekki til hjá skólanum þá þýðir það að peningurinn var notaður í eitthvað allt annað en þessa flugtíma.“ Díana segist vera búin að mótmæla kröfunni. Hún ætli sér ekki að borga kröfuna til baka. „Á ég að taka lán fyrir þessum 3,9 milljónum með tilheyrandi kostnaði til að borga þetta til baka? Ég þarf svo að sækja þetta aftur. Ég hef heyrt að nemendur hafi verið að flosna upp úr námi og gátu ekki greitt á meðan þau voru að bíða eftir þessum peningum.“ Vísbendingar um hrakfarir Hana hafi ekki grunað að rekstur Flugakademíurnar myndi enda með gjaldþroti á sínum tíma og tekur fram að hún hafi búist við því að ríkið myndi grípa nemendur. Það hafi þó verið ýmsar vísbendingar um að reksturinn væri í vandræðum. „Maður fann alveg undir lokin að það var erfitt að fá flugtíma og svoleiðis. Svo var verið að hvetja nemendur til að bóka flugtíma og leggja inn pening. Það var auðvitað bara svo þeir gætu velt á undan sér og fengið pening inn í kerfið.“ Hún segir það bagalegt að nú sé kominn upp þessi ósanngjarna staða sem bitni alfarið á nemendum. Hún efast um lögmæti kröfunnar. „Auðvitað er það ótrúlega ósanngjarnt að sumir nemendur fái endurgreitt og aðrir ekki. Maður hefði viljað sjá bara ríkið stíga inn í þetta og greiða nemendum til baka og gera síðan kröfu á þrotabúið svo að nemendur gæti haldið áfram með námið sitt.“ Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Öllum þessum mánuðum seinna, kemur bréf frá skiptastjóra. Þetta er minn peningur sem þeir voru með hjá sér, bara þannig séð í geymslu. Þeir borga mér til baka og ég nota peninginn í flugtíma og núna óska þeir eftir þessu og vilja meina að það hafi verið gert upp á milli kröfuhafa með því að greiða mér. Skiptastjórinn er að fara ár aftur í tímann og er að krefja nemendur um endurgreiðslu á peningum sem voru aldrei eign skólans.“ Þetta segir Díana Margrét Halldórsdóttir, fyrrverandi nemandi við Flugakademíu Íslands og núverandi nemandi við Flugskóla Reykjavíkur. Akademían hafi mismunað nemendum Forsaga málsins er sú að í september í fyrra var Flugakademíu Íslands, sem var dótturfélag Keilis, lokað eftir langvarandi rekstrarvanda. Á þeim tíma kröfðust ýmsir nemendur skólann endurgreiðslu á fyrir fram greiddum flugtímum sem voru aldrei flognir. Flugakademían var svo tekin til gjaldþrotaskipta í apríl á þessu ári en þá skuldaði skólinn nemendum enn margar milljónir fyrir óflogna tíma. Morgunblaðið greindi frá því síðasta haust að flugnám skólans hefði verið fært undir Flugskóla Reykjavíkur en inneignir nemenda hjá akademíunni fluttust ekki til Flugskólans. Eftir því sem fram kemur í grein Morgunblaðsins, mismunaði Flugakademían nemendum við endurgreiðslu á fyrir fram greiddum tímum. Í kröfubréfi frá skiptastjóra til Díönu segir: „Á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag voru skuldir félagsins greiddar til nokkurra aðila, þ.m.t. til þín. Enginn vafi er á því að greiðsla þessara skulda skerti greiðslugetu félagsins verulega og eftir sitja á fjórða tug kröfuhafa sem lýst hafa kröfum í búið.“ Janfnframt er vísað til sjónarmiða um jafnræði kröfuhafa. Faðir hennar hringdi daglega á skrifstofuna Eftir að skólinn lokaði í september á síðasta ári, krafðist Díana þess í nóvember að hún myndi fá endurgreitt það sem hún hafði þegar greitt fyrir fram fyrir flugtíma. Hún fékk ekkert svar þrátt fyrir að fá lögfræðing í málið fyrr en í mars á þessu ári þegar að upphæðin var millifærð á hana, án skýringar eða aðdraganda. „Ég óskaði eftir millifærslu á þessum pening sem ég átti inni og ég fékk strax svar frá Keili, þar sem ég er beðin um að senda bankanúmer og kennitölu. Ég geri það og svo heyri ég ekkert. Þegar ég fer að ítreka þetta fæ ég engin svör. Pabbi minn hringdi daglega á skrifstofuna hjá Keili.“ Að lokum hafi peningarnir verið endurgreiddir. Hún hafi tekið við peningunum í góðri trú og notað þá til að borga fyrir flugnám sitt hjá Flugskóla Reykjavíkur. Á mánudaginn fékk hún svo kröfu frá þrotabúinu um að greiða upphæðina til baka, mörgum mánuðum eftir að hún hafði fengið endurgreitt. Henni hafi verið gefinn átta daga frestur til að taka saman 3,9 milljónir og greiða þrotabúinu. „Þegar ég fékk þetta bréf þá leið mér bara eins þetta væri lélegur sketch. Ég fékk, ásamt fullt af nemendum, bréf frá skiptastjóra við þrotabúið þar sem var krafist að greiða þennan pening til baka. Þetta er bara minn peningur sem lá þarna hjá þeim í allan þennan tíma, það er ekki búin að fara króna af þessum pening í einhvern rekstur hjá þeim, því það var bara sundurliðað. Skólagjöldin voru tólf milljónir sem ég greiddi í fimm greiðslum. Ég borgaði alla verklegu tímanna fyrir fram.“ Þyrfti að taka lán fyrir kröfunni Hún furðar sig á því að hún sé nú krafin endurgreiðslu á endurgreiðslunni sem hún fékk eftir að hafa ekki fengið kennslu sem hún borgaði fyrir. Málið sé fáránlegt. „Þetta er krafa um endurgreiðslu á peningum sem var aldrei eign skólans. Þessir flugtímar voru aldrei farnir. Ef peningurinn var ekki til hjá skólanum þá þýðir það að peningurinn var notaður í eitthvað allt annað en þessa flugtíma.“ Díana segist vera búin að mótmæla kröfunni. Hún ætli sér ekki að borga kröfuna til baka. „Á ég að taka lán fyrir þessum 3,9 milljónum með tilheyrandi kostnaði til að borga þetta til baka? Ég þarf svo að sækja þetta aftur. Ég hef heyrt að nemendur hafi verið að flosna upp úr námi og gátu ekki greitt á meðan þau voru að bíða eftir þessum peningum.“ Vísbendingar um hrakfarir Hana hafi ekki grunað að rekstur Flugakademíurnar myndi enda með gjaldþroti á sínum tíma og tekur fram að hún hafi búist við því að ríkið myndi grípa nemendur. Það hafi þó verið ýmsar vísbendingar um að reksturinn væri í vandræðum. „Maður fann alveg undir lokin að það var erfitt að fá flugtíma og svoleiðis. Svo var verið að hvetja nemendur til að bóka flugtíma og leggja inn pening. Það var auðvitað bara svo þeir gætu velt á undan sér og fengið pening inn í kerfið.“ Hún segir það bagalegt að nú sé kominn upp þessi ósanngjarna staða sem bitni alfarið á nemendum. Hún efast um lögmæti kröfunnar. „Auðvitað er það ótrúlega ósanngjarnt að sumir nemendur fái endurgreitt og aðrir ekki. Maður hefði viljað sjá bara ríkið stíga inn í þetta og greiða nemendum til baka og gera síðan kröfu á þrotabúið svo að nemendur gæti haldið áfram með námið sitt.“
Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira