Erlent

Írska stjórnin líklega fallin

Allt bendir til að Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, haldi embætti sínu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar búið var telja þorra atkvæða í morgun hafði flokkur hans, Fianna Fail, hlotið rúm 44 prósent atkvæða og bætt örlitlu fylgi við sig frá því í kosningunum 2002. Slæmu fréttirnar fyrir Ahern eru hins vegar þær að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni þurrkaðist nánast út og stjórnin því að líkindum fallin. Því er talið líklegast að Ahern bjóði græningjum sæti í ríkisstjórn sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×