Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mál sem hefur verið fjallað um í Heimildinni um stöðuveitingu þingmanns hugarburð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira