Íslenskir bankastjórar enn hafðir að háði og spotti 22. desember 2008 12:56 Financial Times hefur birt niðurstöðu sína um hver telst vera yfirborgaðasti fjármálamaður heimsins. Bankastjórar Íslensku bankanna komu sterklega til greina því þeim tókst ekki aðeins að reka banka sína í þrot heldur tóku heila þjóð með sér í fallinu. Það er hinn virti dálkahöfundur Lex sem stóð að kosningunni. Hann segir: "Í Evrópu vildu margir lesendur að Sir Fred Goodwin myndi sigra í valinu á "Yfirborgaðasta forstjóra" ársins. Goodwin var rekinn frá Royal Bank of Scotland í október en árin 2007 og 2006 fékk hann bónus upp á hálfan annan milljarð króna. Og bankastjórar íslensku bankanna voru vinsælir þar sem þeim heppnaðist ekki bara að keyra banka sina í þrot heldur heilt land." En að mati Lex eru þetta bara smámunir í sambandi við það sem bandarískir starfsfélagar þeirra eru með á bakinu. Nefna má forstjóra Freddie Mac og Fannie Mae. Þeir eiga öðrum fremur sök á undirmálslánunum svokölluð sem eru undirrót núverandi fjármálakreppu. Fyrir viðvikið fengu þeir samtals um 6 milljarða kr. í sinn hlut á síðasta ári. En sá sem á titilinn öðrum fremur skilið er Richard Fuld fyrrum bankastjóri Lehman Brothers. Hann stóð í veginum fyrir sölunni á Lehman þegar tækifæri gafst og telja verður það heimskustu ákvörðun ársins. Árin 2007 og 2006 fékk Fuld tæpa 10 milljarða kr. í sinn hlut. "Það verður erfitt að toppa það á næsta ári," segir Lex. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Financial Times hefur birt niðurstöðu sína um hver telst vera yfirborgaðasti fjármálamaður heimsins. Bankastjórar Íslensku bankanna komu sterklega til greina því þeim tókst ekki aðeins að reka banka sína í þrot heldur tóku heila þjóð með sér í fallinu. Það er hinn virti dálkahöfundur Lex sem stóð að kosningunni. Hann segir: "Í Evrópu vildu margir lesendur að Sir Fred Goodwin myndi sigra í valinu á "Yfirborgaðasta forstjóra" ársins. Goodwin var rekinn frá Royal Bank of Scotland í október en árin 2007 og 2006 fékk hann bónus upp á hálfan annan milljarð króna. Og bankastjórar íslensku bankanna voru vinsælir þar sem þeim heppnaðist ekki bara að keyra banka sina í þrot heldur heilt land." En að mati Lex eru þetta bara smámunir í sambandi við það sem bandarískir starfsfélagar þeirra eru með á bakinu. Nefna má forstjóra Freddie Mac og Fannie Mae. Þeir eiga öðrum fremur sök á undirmálslánunum svokölluð sem eru undirrót núverandi fjármálakreppu. Fyrir viðvikið fengu þeir samtals um 6 milljarða kr. í sinn hlut á síðasta ári. En sá sem á titilinn öðrum fremur skilið er Richard Fuld fyrrum bankastjóri Lehman Brothers. Hann stóð í veginum fyrir sölunni á Lehman þegar tækifæri gafst og telja verður það heimskustu ákvörðun ársins. Árin 2007 og 2006 fékk Fuld tæpa 10 milljarða kr. í sinn hlut. "Það verður erfitt að toppa það á næsta ári," segir Lex.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira