Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2024 09:08 Bitcoin-ströndin í El Salvador þar sem fyrirtæki taka bitcoin sem greiðslumiðil sem aðrir landsmenn eru enn nokkuð tregir til að tileinka sér. Gert er út á erlenda ferðamenn á ströndinni. Vísir/EPA Stjórnvöld í El Salvador segjast ætla að halda áfram að stækka varaforða sinna af rafmyntinni bitcoin og jafnvel spýta í þrátt fyrir lánasamning sem þau gerðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Samningurinn fól í sér að þau ættu að draga úr áhættuskuldbindingum vegna bitcoin. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmynt að opinberum gjaldmiðli árið 2021. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur varað við lagalegri og efnahagslegri áhættu við það. Samkomulagið sem salvadorsk stjórnvöld gerðu við sjóðinn í gær snerist um 1,4 milljarða dollara lán. Þau féllust á móti á að bakka aðeins með rafmyntarvæðingu sína. Þannig eiga skattgreiðslur aðeins að fara fram í bandaríkjadollurum, hinum opinbera gjaldmiðli landsins. Talsmaður sjóðsins sagði einnig í gær að fyrirtæki í landinu fengju sjálf að ákveða hvort þau tækju við bitcoin. Nú segir fulltrúi ríkisstjórnar Nayibs Bukele forseta að bitcoin verði áfram opinber gjaldmiðill og að ríkisstjórnin ætli sér að bæta í varaforða sinn. Reuters-fréttastofan segir að El Salvador eigi 5.968 bitcoin-skildinga sem séu nú metnir á um 594 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 83 milljarða íslenskra króna. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir vel mögulegt að yfirlýsingar stjórnvalda í El Salvador um þau ætli að bæta í rafmyntarkaupin séu tilraun þeirra til þess að draga úr neikvæðum áhrifum sem samkomulagið kunni að hafa á ímynd og stöðu bitcoin. El Salvador Rafmyntir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Tengdar fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. 19. desember 2024 08:51 Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. 16. desember 2024 13:19 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmynt að opinberum gjaldmiðli árið 2021. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur varað við lagalegri og efnahagslegri áhættu við það. Samkomulagið sem salvadorsk stjórnvöld gerðu við sjóðinn í gær snerist um 1,4 milljarða dollara lán. Þau féllust á móti á að bakka aðeins með rafmyntarvæðingu sína. Þannig eiga skattgreiðslur aðeins að fara fram í bandaríkjadollurum, hinum opinbera gjaldmiðli landsins. Talsmaður sjóðsins sagði einnig í gær að fyrirtæki í landinu fengju sjálf að ákveða hvort þau tækju við bitcoin. Nú segir fulltrúi ríkisstjórnar Nayibs Bukele forseta að bitcoin verði áfram opinber gjaldmiðill og að ríkisstjórnin ætli sér að bæta í varaforða sinn. Reuters-fréttastofan segir að El Salvador eigi 5.968 bitcoin-skildinga sem séu nú metnir á um 594 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 83 milljarða íslenskra króna. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir vel mögulegt að yfirlýsingar stjórnvalda í El Salvador um þau ætli að bæta í rafmyntarkaupin séu tilraun þeirra til þess að draga úr neikvæðum áhrifum sem samkomulagið kunni að hafa á ímynd og stöðu bitcoin.
El Salvador Rafmyntir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Tengdar fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. 19. desember 2024 08:51 Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. 16. desember 2024 13:19 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. 19. desember 2024 08:51
Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. 16. desember 2024 13:19