Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. desember 2024 18:45 Mánaðarlegir notendur Facebook telja meira en þrjá milljarða. EPA Facebook, Instagram og fleiri miðlar Meta liggja sem stendur niðri víða um heim. Unnið er að viðgerð. Ekki liggur fyrir hvað veldur því að notendur geta margir hverjir ekki notað miðlana, sem sýna villumeldingu þegar reynt er að opna þá. Uppfært klukkan 23:20: Í færslu á X-síðu Meta segir að verið sé að leggja lokahönd á viðgerð vegna bilunarinnar. „Við erum komin 99 prósent áleiðis,“ segir í færslunni. Beðist sé velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin olli. Ekki liggur fyrir hvað olli því að miðlar Meta virkuðu ekki sem skyldi í kvöld. Á vefsíðunni Downdetector, sem heldur utan um tilkynningar um bilanir á samfélagsmiðlum, má sjá að slíkum tilkynningum hefur fjölgað mjög vegna miðla Meta síðdegis og fram eftir kvöldi. Tilkynningar um mögulegar bilanir hafa borist frá Asíu, Evrópu, Norður- og Suður Ameríku og Eyjaálfu. Fjallað er um bilunina á vef Forbes, en þar kemur fram að meira en hundrað þúsund tilkynningar um bilanir á Facebook hafi borist síðustu tvo klukkutíma. Þá hafi svipaðar tilkynningar borist um Instagram, Whatsapp og Threads. Miðlarnir eru allir í eigu Meta. „Við erum meðvituð um að tæknilegir örðugleikar komi í veg fyrir að notendur komist inn á forritin okkar. Við vinnum hörðum höndum að viðgerð og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu sem birtist á aðgangi Meta á X. X Fréttin hefur verið uppfærð. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvað veldur því að notendur geta margir hverjir ekki notað miðlana, sem sýna villumeldingu þegar reynt er að opna þá. Uppfært klukkan 23:20: Í færslu á X-síðu Meta segir að verið sé að leggja lokahönd á viðgerð vegna bilunarinnar. „Við erum komin 99 prósent áleiðis,“ segir í færslunni. Beðist sé velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin olli. Ekki liggur fyrir hvað olli því að miðlar Meta virkuðu ekki sem skyldi í kvöld. Á vefsíðunni Downdetector, sem heldur utan um tilkynningar um bilanir á samfélagsmiðlum, má sjá að slíkum tilkynningum hefur fjölgað mjög vegna miðla Meta síðdegis og fram eftir kvöldi. Tilkynningar um mögulegar bilanir hafa borist frá Asíu, Evrópu, Norður- og Suður Ameríku og Eyjaálfu. Fjallað er um bilunina á vef Forbes, en þar kemur fram að meira en hundrað þúsund tilkynningar um bilanir á Facebook hafi borist síðustu tvo klukkutíma. Þá hafi svipaðar tilkynningar borist um Instagram, Whatsapp og Threads. Miðlarnir eru allir í eigu Meta. „Við erum meðvituð um að tæknilegir örðugleikar komi í veg fyrir að notendur komist inn á forritin okkar. Við vinnum hörðum höndum að viðgerð og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu sem birtist á aðgangi Meta á X. X Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira