Fótbolti

Berlusconi segir það útilokað að krækja í Guardiola

SÁP skrifar
Mynd/ Getty Images
Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, segir í ítölskum fjölmiðlum að félagið ætli að leggja allt kapp í það að klófesta Pep Guardiola sem næsta knattspyrnustjóra liðsins.

Berlusconi er aftur á móti langt frá því að vera bjartsýnn og telur ólíklegt að Spánverjinn mæti til Ítalíu.

Berlusconi vildi meina að Guardiola væri á leiðinni til enska knattspyrnuliðsins Manchester City og lítið sem geti komið í veg fyrir það.

„Það vilja margir fá Pep til liðs við sig en Manchester City er í lykilstöðu þar sem stjórnendur félagsins þekkja knattspyrnustjórann vel í eigin persónu. Manchester City getur einnig boðið Spánverjanum laun sem erfitt er að hafna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×