Fótbolti

Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem af­sökun

Arne Slot tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Liverpool yrði án Conor Bradley og Florian Wirtz á morgun, gegn Nottingham Forest. Hann var spurður út í áhrif fráfalls Diogo Jota á Liverpool-liðið en sagði ekki koma til greina að kenna því um gengi liðsins á leiktíðinni.

Enski boltinn

Dómanefndin ó­sam­mála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City

Liverpool-menn héldu að þeir höfðu jafnað metin í stórleiknum á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og komið sér með því inn í leikinn. Markið var hins vegar dæmt af en sérfræðingar og aðrir hafa síðan rifist um niðurstöðuna og það ósætti nær alla leið inn á borð dómaranefndar ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

McTominay hoppaði hærra en Ronaldo

Scott McTominay skoraði magnað mark með hjólhestaspyrnu þegar Skotar unnu Dani í undankeppni HM í vikunni og tryggðu sig inn á heimsmeistaramótið næsta sumar. Þegar menn fóru að mæla spyrnuna komu athyglisverðir hlutir í ljós.

Fótbolti

Sadio Mané hafnaði Manchester United

Sadio Mané hefur sagt frá því að hann hafi hafnað því að fara til Manchester United ári áður en hann samdi við Liverpool vegna þess að hann var ekki sannfærður um fullyrðingar knattspyrnustjórans Louis van Gaal um að hann myndi spila nógu mikið í liði með þá Wayne Rooney, Robin van Persie og Ángel Di María innan borðs.

Enski boltinn

FIFA setur nettröllin á svartan lista

Alþjóðaknattspyrnusambandið grípur til harðra aðgerða gegn einstaklingum sem hafa sent frá sér hatursfull ummæli og hótanir á alheimsnetinu. Áætlunin er að koma í veg fyrir að þeir mæti á heimsmeistaramótið næsta sumar.

Fótbolti

Jónatan og for­maður hissa á tali um KR-löngun

Dr. Football, eða Hjörvar Hafliðason, varpaði sprengju í þætti sínum í vikunni þegar hann sagðist hafa heyrt af því að Jónatan Ingi Jónsson vildi fara frá Val til erkifjendanna í KR. Hvorki Jónatan né formaður knattspyrnudeildar Vals vilja þó kannast við að þetta sé rétt.

Íslenski boltinn

Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós

Viku eftir að hafa skrifað pistil um að hann skuldaði Heimi Hallgrímssyni afsökunarbeiðni hefur kjaftagleiði Írinn Eamon Dunphy nú sagt að Heimir eigi ekkert hrós skilið fyrir að Írland hafi komist í HM-umspilið í fótbolta.

Fótbolti

ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugar­dalnum

Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu karla og kvenna í knattspyrnu, eru flutt með höfuðstöðvar sínar til KSÍ í Laugardalnum.

Fótbolti

„Ein­stak­lega efni­legur leik­maður“

Sænsku meistararnir í Häcken hafa samið við hina íslensku Thelmu Pálmadóttur, sem kemur frá FH í Hafnarfirði. Þessi sautján ára gamli framherji kemur til liðsins eftir að hafa sprungið út með FH í sumar.

Fótbolti

Kjána­leg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“

Heimir Hall­gríms­son hefur á skömmum tíma í starfi sem lands­liðsþjálfari Ír­lands upp­lifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kald­hæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntan­lega í þeim til­gangi að gera lítið úr honum sem lands­liðsþjálfara.

Fótbolti