Fótbolti

Milan bara á eftir Kaká

Kaká ásamt Robinho.
Kaká ásamt Robinho.
Forsvarsmenn AC Milan hafa dregið til baka þær vangaveltur um að félagið sé að reyna að ná í Mario Balotelli, leikmann Manchester City. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport var með frétt um að Kaka og Balotelli væru báðir á leiðinni til Milan en Adriano Galliani, varaforseti Milan, segir svo ekki vera.

"Við erum aðeins í viðræðum um að fá einn leikmann og hann heitir Kaka í dag. Kaka vill koma, við viljum fá hann og Real Madrid vill selja en við eigum í vandræðum með að láta peningahliðina ganga upp," sagði Galliani í dag.

Svo gæti jafnvel farið að Kaka færi á láni til Milan það sem eftir lifir leiktíðar og síðan fengi Milan forkaupsrétt á honum í sumar.

Kaka á sex frábær ár hjá Milan áður en hann fór til Real Madrid árið 2007 fyrir 70 milljónir evra.

Varðandi hugsanlega komu Mario Balotelli til Milan þá sagði Galliani að þetta væri allt þvættingur. Hann væri hvorki að koma á láni né Milan að kaupa leikmanninn.

„Það eru engar viðræður við Manchester City vegna Balotelli. Það er vonlaust mál. Við komum með fyrirspurn og þegar við heyrðum töluna þá hlupum við í burtu," sagði Adriano Galliani.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×