Fótbolti

Leikmenn Tottenham beittir kynþáttaníði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Áhorfendur á San Siro í Mílanó í gær beittu nokkra leikmenn Tottenham kynþáttaníði í leiknum gegn Inter í Evrópudeildinni.

Inter vann leikinn, 4-1, en Tottenham vann fyrri leikinn, 3-0, og komst því áfram á útivallamarkareglunni.

Apahljóð heyrðust úr stúkunni á meðan leiknum stóð og beindust helst að Emmanuel Adebayor sem skoraði mark Tottenham í gær. Einn áhorfandi sást með uppblásinn banana í stúkunni.

„Þetta er viðkvæmt ástand," sagði Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Tottenham hefur lent í álíka vandræðum á Ítalíu. Lazio var áminnt af UEFA fyrir hegðun stuðningsmanna á leik liðanna fyrr á tímabilinu.

„Það var mjög auðvelt að heyra þessi hljóð og því er ég viss um að UEFA muni bregðast við málinu," sagði Villas Boas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×